Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 1
Kína hækkar eldsneyti | Stjórn- völd í Kína ákváðu í síðustu viku að hækka verð á eldsneyti og dísil- olíu um átján prósent. Markmiðið er að draga úr eldsneytiskaupum og slá á verðbólgu í landinu. 300 fjármálamenn handteknir | Bandaríska alríkislögreglan hand- tók í síðustu viku um þrjú hundr- uð starfsmenn fjármálastofnana, sem grunaðir eru um að hafa svik- ið út gríðarlegar upphæðir í fast- eignalánum. Á sama tíma voru tveir fyrrverandi sjóðsstjórar hjá Bear Stearns handteknir vegna gruns um sviksamlegt athæfi í verðbréfaviðskiptum og fyrir að leyna upplýsingum sem leiddu til að sjóðir þeirra lentu í þroti. Metverð á áli | Álverð hefur farið hækkandi undanfarið og náði sínu hæsta gildi í rúma þrjá mán- uði er verð á áltonninu fór upp í 3.169 Bandaríkjadali á mánudag. Verðið er ekki fjarri núverandi meti sem slegið var 2006 þegar tonnið kostaði 3.310 dali. Neyðarfundur um olíukreppu | Gjá hefur myndast milli olíusölu- ríkja og kaupenda á Vesturlönd- um vegna deilna um hvað valdi síhækkandi olíuverði á heims- markaði. Neyðarfundur leiðtoga olíuframleiðsluríkja og helstu iðn- ríkja heims um olíukreppuna skil- aði litlum árangi á sunnudaginn. 146 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 25. júní 2008 – 26. tölublað – 4. árgangur 4 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Vistvæna prentsmiðjan! Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Björn Þór Arnarson skrifar „Stjórnvöld hljóta fyrir sitt leyti að grennslast fyrir um rætur þessarar veikingar krónunnar. Í svona grunnum markaði er ekki fráleitt að ímynda sér að bankarnir geti haft töluverð áhrif á gengið ef þeir kæra sig um það,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Ólafur tekur undir með þeim sem segja að gengið sé komið langt frá jafnvægi sem sjáist af venjubundnum mælikvörðum. Hann segir að þessi mikla veiking krónunnar sé til marks um ákveð- inn skort á trausti á aðgerðum stjórnvalda en hann treysti sér ekki til að fullyrða neitt um það að um samantekin ráð sé að ræða milli bankanna til að styrkja stöðu sína í lok annars ársfjórðungs. Það sé þó einkennilegu tilviljun að gengi krón- unnar hafi veikst töluvert í lok fyrstu tveggja árs- fjórðungana og veltir upp þeirri spurningu hvort framvegis verði um að ræða ársfjórðungslegan at- burð. Gengi krónunnar hefur lækkað um ríflega tíu prósent í mánuðinum. Frá áramótum hefur gengið lækkað um fjörutíu prósent. Það hrundi í mars og hefur svo tekið skarpa dýfu niður á við undan- farið. Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri Íbúðalánasjóðs, er í hópi þeirra sem sett hefur fram kenningu um að bankarnir séu að sanka að sér gjaldeyri til að bæta stöðu sína vegna yfirvof- andi sex mánaða uppgjörs. „Þetta minnir mig á stöðuna í mars,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segist þó ekkert hafa í höndunum til að fullyrða að bankarnir þrýsti genginu niður nú. „Gjaldeyrisstaða bankanna skýrist af vörnum þeirra fyrir gengisbreytingum og áhrifum þeirra á eigið fé. Bankarnir eru að verja fjármálalegan stöð- ugleika sem hér þarf að vera. Gengislækkun er ekki að hjálpa hagkerfinu né stórum hluta viðskiptavina bankanna sem kemur bönkunum ekki vel,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis. „Með því að hafa eigin gjaldmiðil búum við yfir sveigjanleika,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra í ávarpi á málþingi fjárfesta í Lundúnum í gær. „Ég tel að þegar Seðlabanki Evrópu tekur sínar ákvarðanir í Frankfurt hugsi hann ekki um Ísland,“ sagði Geir. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að fall krónunnar hefði verið óhjákvæmilegt. Krónan geti ekki hald- ist sterk til lengdar þegar vaxtamunur við útlönd sé tíu prósent. Stjórnvöld rannsaki gengisfall krónunnar Einkennileg tilviljun að krónan veikist aftur í lok ársfjórðungs, segir Ólafur Ísleifsson lektor. Minnir á stöðuna í mars, segir forseti ASÍ. Kemur bönkum ekki vel, segir Ingólfur Bender. Carnegie Art Award List og fjármál eiga samleið Síminn í Danmörku Traust danskt vörumerki Frístundin Drekkur kaffi og hjólar Fimmtán kaupfélög skipta með sér milljarða eignum, þegar hlut- ur Sambands íslenskra sam- vinnufélaga í fjárfestingarfélag- inu Gift liggur fyrir. Félagsmenn í kaupfélögunum eru hátt í þrjátíu þúsund. Samvinnusjóðurinn verður stærsti hluthafinn í Gift og á að líkindum þriðjung. Þangað hafa runnið réttindi þeirra sem tryggðu hjá Samvinnutrygging- um en hafa fallið frá eða orðið gjaldþrota. Sambandið verður næststærsti hluthafinn, en óvíst er hversu stór hluturinn verður. Gift á miklar eignir, meðal ann- ars í Icelandair, Exista og Kaup- þingi. Eigi Sambandið tíu prósent í Gift, er verðmæti óbeins eignar- hlutar þess í félögunum þremur á bilinu tveir til þrír milljarðar króna. Gift á raunar meira. Guðsteinn Einarsson, stjórnar- formaður Sambandsins, segir að enn sem komið er sé þó erfitt að fullyrða nokkuð um hagnað. Þá verði jafnframt að taka tillit til skulda. - ikh / sjá síður 8-9 Milljarðar í Gift til Kaup- félaganna „Okkur fannst rétti tíminn til að selja núna,“ segir Gunnar Sig- urðsson, forstjóri Baugs Group. Breska heildsöluverslunin Booker tilkynnti í gær að Milton, félag í eigu Baugs og Fons, hefði selt 34,1 prósenta hlut sinn í henni. „Við innleystum góðan hagnað,“ bætir Gunnar við. Sölu- andvirði nam 105 milljónum punda, jafnvirði 17,5 milljörðum króna. Kaupthing Capital Partn- ers keyptu 22 prósenta hlut. Baugur og Fons keyptu Big Food Group ásamt íslensku bönk- unum og fleirum árið 2005. Mark- aðsverðmæti félagsins var 326 milljónir punda. Baugur skipti rekstrinum upp í Booker og Ice- land. Booker-keðjan var skráð á AIM-hliðarmarkaðinn í Bret- landi í fyrra. Verðmætið nemur nú rúmum 300 milljónum punda. „Viðsnúningurinn var frábær,“ segir Gunnar. Breska dagblaðið Sunday Times sagði um helgina breska fjárfest- inn August Munro hafa áhuga á að kaupa Mosaic Fashion, sem af- skráð var úr Kauphöllinni í fyrra og er í eigu Baugs. Gunnar segir það tóma vitleysu. „Við erum ekki að selja félagið.“ - jab Baugur Group selur Booker

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.