Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 25. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -0,6% -35,3% Bakkavör 1,7% -44,8% Exista -4,4% -57,8% Glitnir -0,6% -26,2% Eimskipafélagið -0,5% -58,8% Icelandair 5,4% -44,1% Kaupþing 3,4% -10,9% Landsbankinn -1,7% -34,9% Marel 1,5% -11,5% SPRON -5,2% -60,4% Straumur 0,7% -32,6% Teymi 0,5% -64,5% Össur 0,5% -5,1% *Miðað við lokagengi í Kauphöll á mánudag. Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, hafði sætaskipti við Glitni á mánudag og varð þriðja stærsta félagið sem skráð er í Kauphöllina sé horft til markaðsverðmætis. Ekki munar miklu á milli félag- anna. Markaðsverðmæti Century Aluminum nam 241,4 milljörð- um króna í lok dags á mánudag en Glitnis þrjú hundruð milljón- um minna. Munurinn minnkaði frekar í gær og höfðu félögin oft sætaskipti. Greiningardeild Kaupþings bendir á að Century Aluminum hafi notið góðs af 30 prósenta verðhækkun áls á heimsmörkuð- um á árinu. Á mánudag stóð það í 3.169 dölum á tonnið. Þá á geng- isveiking krónu gagnvart Banda- ríkjadal hlut að máli auk þess sem markaðsverðmæti bankanna þriggja hefur lækkað töluverð það sem af er ári. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum um tæp 73 prósent. Century Aluminum er skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum en var skráð á First North-hliðarmarkaðinn hér fyrir rúmu ári. - jab Á FYRSTA VIÐSKIPTADEGI Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar, brostu breitt þegar bjöllunni var hringt fyrir ári. MARKAÐURINN/PJETUR Century Aluminum þokast í þriðja sæti Fasteignafélögin Eikarhald og Fasteignafélag Íslands hafa verið sameinuð undir nafninu Eik Prop- erties. Félagið verður að mestu í eigu Saxbygg ehf., sem fer með 52 prósenta hlut, og Glitnis banka sem fer með 46 prósenta hlut í fé- laginu. FL Group átti 72 prósent í Eikar- haldi og 32 prósent í Fasteigna- félaginu og selur nú allan hlut sinn í þessum félögum. Heildareignir í hinu nýja félagi eru metnar á 54 milljarða króna eftir því sem næst verður kom- ist. Helstu eignir Fasteignafé- lags Íslands voru húsnæði Smára- lindar og Norðurturninn sem nú rís við Smáralindina. Helstu eignir Eikarhalds voru meðal annars atvinnuhúsnæði í Austur- stræti og meðal leigjenda þeirra þar eru Landsbankinn og Kaup- þing. Húsasmiðjan er einnig einn stærsti leigjandi félagsins. Eggert Þór Aðalsteinsson, sér- fræðingur hjá greiningardeild Kaupþings, segir sölu FL Group á þessum eignum hluta af stefnu félagsins að einbeita sér að kjarnaeignum sínum hérlendis, þ.e. Glitni, Tryggingamiðstöðinni og Landic Property. „Þessir hlut- ir í Eikarhaldi og Fasteignafé- lagi Íslands voru greinilega ekki hluti af framtíðarstefnu félags- ins. Með þessu dregur FL Group úr skuldsetningu sem er jákvætt fyrir félagið,“ segir Eggert. FL Group hefur frá áramót- um selt óskráðar eignir fyrir rúma 50 milljarða króna eftir því sem næst verður komist. Aðrar óskráðar eignir sem þeir hafa selt á árinu er hlutur félagsins í Geysi Green Energy fyrir 10,5 millj- arða króna auk þess sem þeir seldu Landic Property verkefni í erlendum fasteignasjóðum fyrir um tuttugu milljarða króna. „Það hefur legið fyrir í tölu- verðan tíma eftir að við keypt- um leiðandi hlut í Landic Prop- erty að við værum á leiðinni út úr þessum félögum,“ segir Júlíus Þorfinnsson, forstöðumaður sam- skiptasviðs FL Group. Aðspurð- ur segir hann ekki hafa staðið til að setja þessi félög inn í Landic Property. FL Group selur fasteignafélög „Ég viðurkenni að reksturinn hefur ekki verið auð- veldur upp á síðkastið. Þegar blæs á móti þá gefum við í,“ segir Knútur G. Hauksson, forstjóri bíla- umboðsins Heklu. Hann vísar til aðstæðna í efna- hagslífinu. Hekla hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að ráða til sín markþjálfann Mikael Söderman til að bæta fyrirtækið innan frá. Með þjálfuninni er leitast við að þátttakandi verði meðvitaður um eigin hegðun, láti af slæmum vana og reyni að laða fram það besta í sam- starfsfólki sínu. Stefnt er að því að árangurinn skili sér á nokkr- um mánuðum. Hefðbundin þjálfun starfsmanna fer oftast nær fram utan veggja fyrirtækja. Nýbreytingin nú felst í því að Söderman verður einn starfsmanna Heklu og mun hann sinna verki sínu innan veggja þess. „Fyrir- tæki eru bara fólk sem vill halda áfram og þróast,“ segir Söderman. Neiti fólk að breytast á nokkurn hátt sé hætta á stöðnun. Það sama eigi við um fyrirtæki. Markaðurinn hefur fengið tækifæri til að fylgjast náið með því hvernig verkinu miðar og mun greina frá því næstu mánuði. - jab LÍNURNAR LAGÐAR Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmda- stjóri Heklu, Mikael Söderman og Knútur G. Hauksson forstjóri, skömmu eftir að Söderman tók til starfa. MARKAÐURINN/STEFÁN Hekla styrkir sig í niðursveiflunni V E R Ð M Æ T U S T U F É L Ö G I N * Félag Markaðsverðmæti (í ma kr) Kaupþing 577,5 Landsbankinn 256,9 Glitnir 240,3 Century Aluminum 239,4 Exista 114,7 Straumur 104,8 Bakkavör 69,0 Tryggingamiðstöðin 51,2 Marel 50,6 Alfesca 41,1 * Á hádegi í gær Icelandair hyggst grípa til um- talsverðra sparnaðaraðgerða og hefur félagið ákveðið að segja upp 240 manns í 190 stöðugildum; 138 flugfreyjum, 88 flugmönnum og öðru starfsfólki. Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair, segir að spara megi mikið fé með því að létta vélar og fljúga þeim hægar. „Við spörum um um 2-300 millj- ónir króna í eldsneytiskostnað á ári með þessu móti og með því að í hægja á vélum félagsins,“ segir hann. Hægt verður á vélunum um nokkrar mínútur. Þá hyggst Icelandair létta vélar, meðal annars með hertari reglum um yfirvigt og handfarangur. Þá verður minna eldsneyti um borð en áður, auk þess sem ráðgert er að hafa helmingi minna vatn um borð og fjarlægja handbækur og gögn sem ekki eru notuð. Ekki er gert ráð fyrir að starfs- fólkið verði ráðið aftur en reynt verður að koma til móts við það, að sögn Birkis. - jab BIRKIR HÓLM GUÐNASON Framkvæmdastjóri Icelandair segir sparnaðar aðgerðir félagsins tímabundnar. Icelandair dregur saman seglin SMÁRALIND Ein af stærstu eignum hins nýja félags Eikar Properties. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ingimar Karl Helgason skrifar „Málið hefur verið tekið til skoðunar,“ segir Íris Björk Hreinsdóttir, talsmaður Fjármálaeftirlitsins, um afskriftir Eimskipafélagsins á breska dóttur- félaginu Innovate. Innovate reyndist vond fjárfesting fyrir Eim- skip og var félagið afskrifað í heilu lagi í mánuðin- um. Afskriftirnar námu níu milljörðum króna. Eim- skip hafði einnig gert ráð fyrir tugmilljarða tekjum af félaginu í ár. Eimskip keypti næstum helmings- hlut í Innovate í hittiðfyrra og eignaðist það að fullu í fyrra. Íris Björk segir ekkert frekar um málið á þessu stigi. Hún vill hvorki tjá sig um að hverju rannsókn Fjármálaeftirlitsins beinist né hversu langt hún sé komin. Ekki er útilokað að rannsóknin beinist að hugsan- legum brotum á upplýsingaskyldu, en ekkert verður fullyrt um það. Kauphöllin hefur líka rannsakað málefni Eim- skipafélagsins. „Þetta er í ferli hjá okkur,“ segir Þórður Friðjónsson forstjóri. Eimskipafélagið hefur haldið því fram að rekstrar vandræði Innovate hafi fyrst komið inn á borð stjórnar í febrúar. Þá hafi hins vegar enginn gert sér grein fyrir því hversu alvarlegt málið væri. Forstjóri félagsins hætti raunar störfum þá í mánuðinum. Það hafi síðan verið í maí sem ljóst var að staða Innovate væri það alvarleg að afskrifa þyrfti félagið. Ekkert kom hins vegar fram um málið fyrr en nú í júní. Ný stjórn tók við félaginu í mars. Þá hættu þrír í stjórninni. Þrír nýir komu í staðinn. Þeir eru Friðrik Jóhannsson, Orri Hauksson og Tómas Ottó Hansson. Eftir því sem næst verður komist er mismunandi hvenær einstakir stjórnarmenn fréttu af málinu. Víst er að sumir núverandi stjórnarmenn heyrðu ekki af vandræðum Innovate fyrr en um miðjan apríl. Svo hafi þeim verið ljóst um miðjan maí hversu alvarlegt málið væri. Innovate var hins vegar ekki afskrifað fyrr en í þessum mánuði og var þá tilkynnt um það opin- berlega. Stjórn Eimskipafélagsins sagðist sjálf ætla að rannsaka kaupin á Innovate rækilega þegar til- kynnt var um afskriftirnar. „Menn eru enn að vinna að þessu og það tekur einhverjar vikur,“ segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips. Meðal þess sem stjórnin kannar er hvort félagið hafi verið blekkt við kaupin. Stephen Savage og Stephen Dargavel, sem seldu Innovate til Eimskips, hættu störfum hjá félaginu að því er virðist í tengslum við afskriftirnar. Peter Osborne hætti í febrúar. Það var um svipað leyti og stjórn Eimskips frétti fyrst af vandræðum fé- lagsins. Hver þeirra þriggja á 1,48 prósenta hlut í Eim- skipafélaginu. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur þegar verið rætt við þá um söluna. Halldór Kristmannsson vill fátt segja um málið. „Þetta er hluti af því ferli sem menn eru í núna.“ Fjármálaeftirlitið rannsakar Eimskip Fjármálaeftirlitið hefur tekið málefni Eimskipafélagsins til skoðunar. Svo virðist sem einhverjir stjórnarmenn í Eimskipafélaginu hafi fátt vitað um stöðu mála fyrr en í apríl. FRÁ ATHAFNASVÆÐI EIMSKIPA Eimskipafélagið er nú orðið að athafnasvæði Fjármálaeftirlitsins. Afskriftir félagsins á dóttur- félaginu Innovate og vitneskja einstakra manna á ýmsum tímum er þar að líkindum undir. MARKAÐURINN/GVA Innlend tryggingafélög högnuð- ust um þrettán og hálfan miljlarð króna í fyrra. Þetta er öllu minni hagnaður en árið áður, en þá var hann næstum tuttugu milljarðar. Sjötíu prósent hagnaðarins í fyrra kom til af fjármálastarf- semi. Fjármálaeftirlitið segir að af- koma tryggingarekstrar hafi batnað umtalsvert frá árinu 2005. Það skýrist meðal annars af hækkun iðgjalda. Iðgjöld öku- tækjatrygginga hækkuðu um tæplega sextán prósent á föstu verðlagi, en þau fóðra næstum tvo þriðju iðgjalda. - ikh Tryggingafélög enn í plús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.