Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 25. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Skrúfað fyrir kranann Björn Ingi Hrafnsson skrifar „Við veltum fyrir okkur ýmsum vörumerkjum eins og gengur þegar mörg félög sameinast. En svo töldum við íslenska síma- nafnið best. Síminn dk er ein- faldlega gott danskt vörumerki,“ segir Rasmus Helmich, forstjóri Símans dk, dansks dótturfélags Skipta hf., sem eiga og reka Sím- ann á Íslandi. Skipti keypti danska fjarskipta- fyrirtækið BusinessPhone ásamt Prime Networks og CTI Billing í ágústmánuði í fyrra og stuttu síðar bættust Ventelo Danmark við ásamt netfyrirtækinu Web- partner. Þessi félög voru síðar öll sameinuð og tók nýtt félag til starfa frá og með 1. mars sl. undir merkjunum Síminn Dan- mark A/S. Hreinn Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Skýrr á Íslandi og nú- verandi stjórnarformaður Sím- ans dk, segir að mikil vinna hafi farið í að samþætta öll þessi fyrirtæki í eitt, en það hafi þó gengið mjög vel og félagið sé í góðri sókn. „Í dag erum við því með öfl- ugt alhliða fjarskiptafyrirtæki sem getur boðið alla þjónustu fyrir fyrirtæki: fastlínu, farsíma, gagnaflutning, vistun, öryggi og rekstur,“ segir Hreinn og bætir við að þeim fjölgi nú ört símnot- endum í Danmörku sem fái nú ís- lenska símanafnið upp í farsím- um sínum, sem sé auðvitað mjög skemmtilegt. Rasmus Helmich segir marga kosti við íslenska nafnið, t.d. þann að það þýði ekki beinlínis neitt á dönsku og standi því vel eitt og sér. Áætlanir félagsins gangi út á að starfa einvörðungu á fyrirtækjamarkaði, ekki síst í viðskiptum við lítil og meðalstór fyrirtæki. „Stærri félögin einbeita sér lítt að þessum markaði, sem gefur okkur auðvitað heilmikil tæki- færi. Þeir hafa miklu frekar gefið út að til standi að kaupa þjónustu af aðilum eins og okkur,“ segir Helmich og vísar þar til Tele Danmark, sem lýst hefur áhuga á samstarfi í þessum efnum. Síminn Danmark er með um 70 starfsmenn og nemur velta félagsins um þremur milljörð- um króna. Að sögn Helmichs er framlegðin góð og afkoman mjög viðunandi, þannig að félagið stendur sjálft undir innri vexti. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort ekki sé hægt að koma á sam- vinnu milli Símans á Íslandi og hins danska systurfyrirtækis? Hreinn og Helmich telja báðir að svo sé og benda raunar á að slíkt samstarf sé þegar hafið. Skipti á starfsmönnum séu þegar hafin og miklir möguleikar felist í ýmsum tæknimálum, samning- um við birgja, markaðsmálum o.s.frv. „Við höfum til dæmis hugsað okkur að flytja nýja þjónustu og vörur frá Íslandi til Danmerkur,“ segir Hreinn og nefnir þar meðal annars til sög- unnar hýsingu á Microsoft lausn- um og fleiru úr lausnamengi Sím- ans á Íslandi. Helmich bætir við að miklir möguleikar felist í að auka við- skiptin við þann hóp sem þegar sé komin í viðskipti. „Við bjóðum í grunninn átta þjónustulausnir hjá sameinuðu félagi en meðal- kúnninn er aðeins að kaupa tvær lausnir frá okkur. Með því að þróa lausnirnar betur og tengja þær saman, getum við aukið tekj- ur félagsins umtalsvert án þess að til komi samsvarandi kostnað- ur á móti.“ Hreinn tekur í sama streng og bendir á að mikil samþætting eigi sér nú stað milli fjarskipta- og upplýsingatækni. Nú snú- ist þjónustan í síauknum mæli um miðlun upplýsinga í gegnum síma, gríðarleg þróun hafi orðið í ýmsum lausnum fyrir farsíma og það nýjasta séu ýmsar viðskipta- greindarlausnir (business intelli- gence) sem eru að koma á mark- aðinn og bjóða m.a. stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja algjör- lega nýja möguleika. Síminn dk er gott danskt vörumerki Dótturfélag Skipta ber hið gamla og fornfræga íslenska vörumerki Símans. Veltan er þrír milljarðar og framlegð góð. SÆKJA FRAM Í DANMÖRKU UNDIR MERKJUM SÍMANS Hreinn Jakobsson stjórnar- formaður (til hægri) og Rasmus Helmich, forstjóri Símans dk. Fjárfestingarrisinn AIG skip- aði í síðustu viku Robert Will- umstad í stöðu forstjóra fyr- irtækisins. Hann tekur við af Martin Sullivan, sem yfirgaf fyrirtækið eftir að hafa skilað þrettán milljarða tapi á fyrri hluta árs. Þetta er mettap í sögu trygg- ingafyrirtækisins. Gengi bréfa í því hafa hrunið um fjörutíu prósent frá áramótum. Stærst- ur hluti tapsins liggur í af- skriftum á svokölluðum undir- málslánum. Fréttaveita Bloomberg segir hluthafa hafa verið orðna lang- þreytta á því sem þeir töldu að- gerðaleysi Sullivans og vildu nýjan mann í brúna. AIG keypti níutíu prósenta hlut Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfsson- ar, í búlgarska símafyrirtæk- inu BTC, í ágúst í fyrra fyrir 127 milljarða króna. - bþa Forstjóraskipti AIG Bjórsala hefur dregist mikið saman í Bretlandi og hefur ekki verið minni síðan árið 1975. Banni við tóbaksreyking- um innan dyra, háum opinberum álög- um á mjöð sem hafa skilað sér út í verðlagið og þrengingum hjá al- mennum neytend- um er um að kenna, að sögn breska dag- blaðsins Sunday Te- legraph. Bjórsala dróst saman um 1,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum árs- ins. Heildarsalan nemur tæpum fimm milljörðum lítra og hefur hún ekki verið minni í 33 ár. Þessi þróun hefur leitt til þess að eigendur æ fleiri knæpa neyðast til að loka dyrum sínum. Tuttugu og sjö börum er nú lokað í hverri viku. Hundrað hefur verið lokað að meðal- tali í hverjum mánuði síðastliðið ár, að sögn blaðsins. - jab FREYÐANDI BJÓR Ytri aðstæður hafa valdið því að hægt og bítandi hefur dregið úr bjórdrykkju í Bretlandi. Sænska fatakeðjan Hennes & Mauritz, sem Íslendingar þekkja betur undir merkjum H&M, hagn- aðist um 3,94 milljarða sænskra króna, á öðrum ársfjórðungi, sem lauk í maílok. Þetta jafngildir 53 milljörðum íslenskra króna og fjórtán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Stjórnendur þakka lágum Bandaríkjadal fyrir bættan hag sem og góðri sölu í síðasta mán- uði. Mánuðurinn dró upp meðal- talið eftir dræma sölu hina tvo mánuðina á undan í fjórðungnum. Tekjur vegna fatasölu H&M námu 21,6 milljörðum sænskra króna, sem er 31 prósenti meira en á sama tíma fyrra. Salan í maí jókst um 25 prósent. H&M ætlar ekki að láta hrak- spár um samdrátt í einkaneyslu draga úr umsvifum sínum í fata- geiranum og stefnir á að opna 139 verslanir víða um heim það sem eftir lifir árs. Gangi það eftir verða verslanir H&M 1732 talsins. Til samanburðar voru þær 1.593 í lok síðasta mánaðar. - jab ROLF ERIKSEN Forstjóri H&M hefur efni á að vera glaðbeittur um þessar mundir enda hagur verslunarinnar góður. MARKAÐURINN/AFP H&M gefur í þrátt fyrir hrakspár Verð á korni, sem afhenda á í næsta mánuði, stendur við átta dali á knippi. Verðið er með því hæsta sem sést hefur. Uppskerubresti af völdum storms og flóða í Miðvestur- ríkjum Bandaríkjanna er um að kenna. Verðið hefur hækkað um 85 prósent síðastliðna tólf mán- uði. Verð á öðrum vörum, svo sem sojabaunum, hveiti og hrísgrjón- um, hækkaði af sömu sökum í Iowa í Bandaríkjunum. Ástandið hefur ekki verið verra í fimmtán ár, að mati Bloomberg-fréttaveitunnar sem tæpir á að þróunin skili sér hratt út í verðlagið, ekki síst fyrir alifugla- og svínabændur sem þurfi að sjá á eftir háum fjár- hæðum til kaupa á korni. Þegar er farið að bera á gjaldþroti í þeirra röðum. Þá má reikna með að verð á kjöti muni hækka og að þakkargjörðar kalkúnninn vegi þungt í bókhaldi Banda- ríkjamanna í haust. Veðurfar hefur sett strik í reikning kornræktarbænda víða um heim síðustu misserin og það mun að líkindum skila sér í helmingi minni birgðum nú en í fyrra, að því er Bloomberg hefur eftir bandaríska landbún- aðarráðuneytinu. - jab KALKÚNN Hætt er við að Banda- ríkjamenn verði að greiða mun hærra verð fyrir kalkúninn á þakkargjörðardeginum í haust en í fyrra. MARKAÐURINN/VALLI Kornverð aldrei hærra Velta í smásöluverslun jókst um 3,5 prósent á milli mánaða í maí, samkvæmt tölum bresku hagstof- unnar sem birtar voru á dögun- um. Stökk sem þetta hefur ekki sést í Bretlandi frá því veltutölur voru teknar saman árið 1986. Sala á matvörum jókst um 3,3 prósent á milli mánaða. Mest var sala á salati og matvælum sem tengjast sumrinu. Þá jókst sala á sumarfatnaði um heil 9,2 prósent á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið segir ljóst að neytendur hafi ekki látið al- menna svartsýni trufla sig heldur hafi þeir birgt sig upp þegar hlýn- aði í veðri í liðnum mánuði. Miðað við þróunina þykir líklegra en áður að Englandsbanki hækki stýrivexti á næstunni til að sporna við verðbólguþrýstingi. - jab Neyslustökk í Bretlandi Leikstjórnarmógúllinn Steven Spielberg, David Geffen og aðrir toppmenn hjá bandaríska kvik- myndafyrirtækinu DreamWorks vinna þessa stundina að því að landa fjármögnun frá Indlandi upp á allt að 600 milljónir Banda- ríkjadala, jafnvirði fimmtíu millj- arða króna. Lánveitandi er hin geysiöfluga Reliance-samstæða sem ræður lögum og lofum í Bollywood, kvikmyndalandi þeirra Indverja. Samstæðan tilkynnti í maí að hún ætlaði að fjármagna kvikmynda- framleiðslu átta Hollywood- stjarna. Þar á meðal eru George Clooney og Tom Hanks. Gangi allar áætlanir eftir ætla DreamWorks-menn að slíta samningum sem þeir eru bundnir við Paramount-kvikmyndaverið og tryggja sér sjálfstæði í kvik- myndasköpun. Fjármögnunin mun gera þeim kleift að framleiða allt að sex stórmyndir á ári. Bandaríska dagblaðið New York Times segir hins vegar að hvernig sem fari muni Paramount líklega dreifa myndum fyrirtækisins. - jab STEVEN SPIELBERG Faðir E.T. leitar til Indverja til að tryggja sitt listræna frelsi til kvikmyndagerðar. MARKAÐURINN/REUTERS Indverjar til bjargar Spielberg Flestir reikna með óbreyttum stýrivöxtum á vaxtaákvörðunar- degi þar í landi í dag. Þeir standa nú í sléttum tveimur prósentum. Seðlabankinn brást við þreng- ingum á fasteigna- og fjár- málamörkuðum strax um miðj- an september í fyrra með fimm- tíu punkta vaxtalækkun. Við það fóru vextirnir úr 5,25 prósentum í 4,75 prósent. Vextirnir hafa verið lækkaðir hratt eftir áramótin, eða um 225 punkta samanlagt. Á sama tíma hefur Bandaríkja- dalurinn farið sömu leið og oft- sinnis farið í lægsta gildi gagn- vart evru. Þróunin hefur ásamt öðru ýtt undir mikla verðhækkun á hráolíuverði, sem staðið hefur við methæðir, og ýtt verðbólgu upp. Breskir og bandarískir fjár- málasérfræðingar telja nú líkur á að vöxtum verði haldið óbreytt- um fram á haust og megi reikna með hækkun í ágúst eða septemb- er, að sögn vefútgáfu Bloomberg. - jab SEÐLABANKASTJÓRINN Fjármála- sérfræðingar spá því margir að stýrivextir hækki í Bandaríkjunum á ný í haust. MARKAÐURINN/AP Óbreyttir vextir fram á haust

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.