Fréttablaðið - 25.06.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 25.06.2008, Síða 8
MARKAÐURINN 25. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T M argítrekaðar fullyrðingar um gjaldþrot Sambands íslenskra samvinnufélaga eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Fé- lagið hætti rekstri, seldi allar eignir og samdi um og greiddi allar skuld- ir sínar. Frá því uppgjöri hefur félagið fyrst og fremst verið félagslegur vettvangur þar sem samvinnumenn, fulltrúar kaupfélaganna um allt land, koma saman og ræða sín sam- eiginlegu mál,“ segir Guðsteinn Einarsson, stjórnar formaður Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Guðsteinn er líka kaupfélags- stjóri Kaupfélags Borgfirðinga. SKÚFFUFYRIRTÆKI Það fer ekki mikið fyrir Sambandi íslenskra samvinnufélaga, svo ekki er undarlegt að fólk álykti sem svo að það heyri sögunni til. Til að mynda finnst fátt þegar félaginu er flett upp í síma- skrá. Þegar leit- að er betur finnst þó heimilisfang og símanúmerið 430- 5500, sem er síma- númer Kaupfélags Borgfirðinga. Lénin sis.is og sambandid.is eru í eigu aðila sem eru ótengdir Sambandinu með öllu. Lénið sam- band.is er í eigu Sambands íslenskra sveitar- félaga. Guðsteinn segir að ekkert laumuspil sé hér á ferð og fólk sé velkomið á aðalfundi félags- ins. ÁHRIF FYRIR HUNDRAÐKALL Eignir Sambandsins eru samkvæmt árs- reikningi í fyrra um tuttugu milljónir króna. Þetta eru bankainnistæður og verðbréf. Þá er í þessu fólgið 7.000 króna stofnframlag til Samvinnutrygginga, frá árinu 1946. Ætla má þó að fleira finnist í Sambandinu. Helst er þar að nefna að líklega verður Sam- bandið næststærsti hluthafinn í Fjárfestingarfélaginu Gift, sem stofnað hefur verið upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnu- tryggingum. Skilyrði fyrir eign í félaginu er að hafa tryggt hjá Samvinnutryggingum og að óslitnum viðskiptum hafi verið haldið við Vátryggingafélag Ís- lands. Svo mun hafa verið í til- viki Sambandsins; réttindi hald- ist öll óskert, jafnvel þótt að- eins sé tryggt fyrir hundrað kall. Sambandið var alla tíð stærsti tryggjandinn hjá Samvinnu- tryggingum. MIKIL UMSVIF GIFTAR Umsvif Giftar í íslensku at- vinnulífi eru nokkur. Félagið er til að mynda stærsti hluthafinn í Icelandair, ásamt Finni Ingólfssyni. Þá er félagið þriðji stærsti hluthafinn í Exista. Fé- lagið á auk þess stóran hlut í Kaupþingi, auk þess sem þar er Exista ráðandi. Meðal eigna Giftar eru einnig hlutir í Landsbankanum, Straumi og Glitni. Þá á fé- lagið einnig nokkra hluti í óskráðum félög- um, eins og Fóðurblöndunni, Samkaupum, Árkaupum og Saga Capital. Sem næststærsti hluthafinn í Gift má ætla að Sambandið hafi þarna nokkur áhrif. MILLJARÐA EIGNIR? Enda þótt markaðsvirði félaga í óbeinni eigu Sambandsins hafi hríðfallið, líkt og annarra skráðra félaga undanfarna mánuði, má ætla að það hlaupi á milljörðum. Enn er ekki fram kominn listi yfir hlut- hafa í Gift fjárfestingarfélagi, en fram hefur komið að Samvinnusjóðurinn mun líklega ráða um þriðjungi. Í sjóðinn hafa runnið rétt- indi þeirra sem tryggðu en féllu frá eða urðu gjaldþrota. Sé miðað við að sá sem lagði fram stofnféð og var ávallt stærsti viðskiptavinur félagsins, ásamt öllum deildum sínum, eigi tíund í Gift, má ætla að eignirnar séu nokkrar. Þegar að- eins er horft til eignar Giftar í Kaupþingi, Ex- istu og Icelandair, er ekki óvarlegt að áætla að þær eignir Sambandsins séu ekki minni en tveir til þrír milljarðar, miðað við markaðs- verð nú um stundir. Það er sem kunnugt er með minnsta móti. Þá er raunar ekki tekið tillit til skulda Giftar. Óvíst er hversu háar þær eru. Það er hlutfallslega töluvert minna en þegar Sambandið stóð á hátindi sínum í íslensku at- vinnulífi, en nóg til þess að fullyrða að Sam- bandið er á lífi og vel rúmlega það. Guðsteinn Einarsson segir óvarlegt að full- yrða nokkuð um þetta enda liggi ekki enn fyrir hvernig hlutnum í Gift verði skipt. Þá hafi verið ákveðið, hvernig sem fer, að því sem kemur út úr Gift verði skipt milli kaupfélaganna. „Þau eiga Sambandið en ekki öfugt,“ segir Guðsteinn og ítrekar að hlut- verk Sambandsins sé fyrst og fremst félags- legt. „Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfseminni,“ bætir hann við. HVERJIR RÁÐA? Aðildarfélög Sambandsins eru kaupfélög, sem starfa víða um land. Kaupfélag Skagfirðinga er líklega stærst innan vébanda Sambands- ins. Þar er kaupfélagsstjóri Þórólfur Gísla- son, fyrrverandi stjórnarformaður Giftar. Kaupfélag Eyfirðinga er líka stórt, einnig Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga auk Kaupfélags Borgnesinga og fleiri. Þeir sem ráða fyrir Sambandinu koma úr þessum stöðum. Til að mynda situr Sigur- jón Rúnar Rafnsson, núverandi stjórnarfor- maður Giftar, einnig í stjórn Sambandsins. Því skyldi ekki vanmeta áhrif Sambandsins í Gift. FORNAR RÆTUR Samband íslenskra samvinnufélaga var stofn- að árið 1902 að Ystafelli. Þetta var verslunar- félag sem stefndi að því í upphafi að ná hag- stæðum samningum við heildsala og halda utan um útflutning kaupfélaganna. Aðildarfélögin voru fá í fyrstu, en um miðja síðustu öld voru þau orðin fimmtíu og rekstur- inn þá þegar orðinn umfangsmikill. Félögin voru 45 árið 1980 en áratug síðar voru þau 26. Þau eru nú fimmtán. Á árum seinni heimsstyrjaldar voru starfs- menn Sambandsins orðnir hátt í fimm hundr- uð en voru þrír í upphafi hinnar fyrri. Starfs- mönnum átti enn eftir að fjölga og voru þeir upp undir tvö þúsund þegar umsvif Sambandsins voru sem mest á níunda ára- tugnum. Þá eru ótaldir þeir sem störfuðu hjá kaup félögunum og ýmsum fyrirtækjum sem tengdust Sambandinu. Núna er enginn á launaskrá Sambandsins, en Guðsteinn Einarsson stjórnar formaður heldur utan um málefni félagsins, meðfram öðrum störfum. GRÍÐARLEG UMSVIF Sambandið óx mjög að vöxtum um miðja síð- ustu öld. Auk þess sem bein starfsemi Sam- bandsins jókst urðu til félög sem kölluð voru samstarfsfyrirtæki Sambandsins. Í þessum hópi voru Samvinnutryggingar, Olíufélagið, Samvinnubankinn, Osta- og smjörsalan, Sam- vinnuferðir og Iceland Seafood Corporation. Á níunda áratug síðustu aldar störfuðu átta deildir innan Sambandsins: Sjávar afurðadeild, búvörudeild, iðnaðardeild, búnaðar deild, verslunardeild, skipadeild, skipulagsdeild og fjárhagsdeild. SAMDRÁTTUR Mikið var fjallað um endalok Sambandsins í Morgunblaðinu upp úr árinu 1990. Þar kom meðal annars fram að árið 1989 hefðu bók- færðar eignir Sambandsins numið ríflega tólf milljörðum króna, á þess tíma verðlagi. Árið eftir hefðu þær hins vegar verið innan við átta milljarðar en aftur nokkrum árum síðar höfðu eignirnar rýrnað allverulega og námu eignirnar þá prómilli af því, eða sjö milljón- um króna. Sambandið hefur heldur vaxið síðan þá, Samband íslenskra samvinnufélaga lifir góðu lífi Samband íslenskra samvinnufélaga er ennþá til, þótt eignir þess séu ekki nema brot af því sem mest var undir lok síð- ustu aldar. Starfsemi þess er í lágmarki en eignir þess í skráðum félögum kynnu að hlaupa á milljörðum króna, þrátt fyrir miklar lægðir á hlutabréfamarkaði. Aðildarfélög Sambandsins starfa um allt land og umsvif þeirra eru umtalsverð, enda þótt þau séu ekki undir hatti Sambandsins. Stjórnarformaður SÍS segir að Sambandið sé félagslegur vettvangur og engar breytingar séu fyrirhugaðar á því. Ingimar Karl Helgason fór yfir núið og þáið hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. E I G E N D U R S A M B A N D S I N S Kaupfélag Fjöldi félagsmanna Kf. Kjalarnesþings 0 Kf. Borgfirðinga 1.325 Kf. Króksfjarðar 63 Kf. Steingrímsfjarðar 134 Kf. Vestur-Húnvetninga 497 Sf. Austur-Húnvetninga 341 Kf. Húnvetninga 496 Kf. Skagfirðinga 1.562 Kf. Eyfirðinga 13.052 Kf. Þingeyinga 1.760 Kf. Héraðsbúa 1.042 Kf. Fáskrúðsfirðinga 176 Kf. Austur-Skaftfellinga 800 Kf. Árnesinga 3.141 Kf. Suðurnesja 3.200 Samtals 27.589 ARNARFELL SAMSKIPA Skipadeildin var ein mikilvæg- asta deild Sambandsins og tryggði flutninga á ströndinni og milli landa.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.