Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 Ú T T E K T miðað við ársreikninginn í fyrra, þrátt fyrir að starfsemin sé engin. ÞÁTTUR LANDSBANKANS Ýmsum félögum í eigu Sambandsins og deild- um þess var breytt í hlutafélög um 1990. Var svo til að mynda um skipadeild Sambandsins sem varð að Samskipum hf. Tap var á rekstri Sambandsins árum saman og fór svo árið 1992 að helsti lánardrottinn þess, Landsbankinn, ákvað að leysa til sín veð í eignum til að gera upp skuldirnar. HÖMLUR Heildarskuldirnar námu þá hátt í fimm millj- örðum króna en miklar eignir voru á móti. Þær voru meðal annars hlutur í Olíufélag- inu, Reginn, sem meðal annars átti í Íslensk- um aðalverktökum, Íslenskar sjávarafurðir, Sambandshúsið við Kirkjusand og Samskip. Auk þessara eigna átti sambandið stórversl- unina Miklagarð, hlut í Íslenskum skinna- iðnaði, Jötni hf., Efnaverksmiðjunni Sjöfn og Dráttarvélum hf. Enn átti Sambandið hlut í Goða og Kaffi- brennslu Akureyrar. Landsbankinn stofnaði eignarhaldsfélagið Hömlur til þess að gera upp skuldir Sam- bandsins. Mál þessi voru flókin og ekki auðvelt að sjá til botns í þessu öllu saman, líkt og fram kom í greinum Agnesar Braga- dóttur í Morgunblaðinu frá þessum tíma. Hún studdist einkum við ónafngreinda heimildar- menn í skrifum sínum. HVAÐ SVO? Árið 1994 hafði Sambandið greitt megnið af skuldum sínum, að því er fram kemur í yfir- liti Ívars Jónssonar um samvinnuhreyfing- una. En Sambandið sjálft var lagst í dvala. Þá voru Samvinnutryggingar horfnar inn í VÍS, og eftir stóð Eignarhaldsfélag Sam- vinnutrygginga sem áður var fjallað um. Samvinnubankinn rann inn í Landsbankann og hlutinn í Olíufélaginu keypti félagið sjálft árið 1992. Félagið hefur farið um nokkrar hendur og heitir núna N1. Einnig varð sjávarafurðadeild Sambands- ins, sem stofnuð var árið 1957, að Íslensk- um sjávarafurðum hf. 1991. Inn í félagið rann Iceland Seafood. Síðar urðu kaflaskil þegar ÍS og SÍF sameinuðust í SÍF árið 2003. Þá hefur skipadeild Sambandsins vaxið í höndum Ólafs Ólafssonar, sem Samskip hf., og er nú með starfsemi víða um lönd og höf. FRAMTÍÐIN Mörg fyrrverandi Sambandsfyrirtæki, eða fyrirtæki sem vaxið hafa á þeim grunni, lifa því enn góðu lífi; þetta gufaði ekki upp. En Sambandið sem slíkt fór aldrei á haus- inn, líkt og fram kom hér í upphafi. Það leitaði nauðasamninga við lánardrottna, gerði upp og hvarf úr kastljósinu, en ekki af sviðinu. Eignir þess eru töluverðar og þeir sem þar eiga vettvang hafa ítök víða. Hver veit nema Sambandið eigi enn eftir að blómstra, ef ekki þá kaupfélögin sem þar standa að baki. Erfiðleikar Sam- bandsins voru mikið til umræðu í þjóðfé- laginu á sínum tíma. Ríkissjóður sam- þykkti fjögurra millj- arða króna fram- lag til Landsbankans árið 1993. Þá var full- yrt í fréttum Stöðv- ar tvö að Landsbank- inn hefði teiknað upp eftir launaáætlun fyrir tvo forstjóra Sambandsins og átján framkvæmdastjóra. Í heildina færu um 800 millj- ónir króna í þessar eftirlauna- skuldbindingar. Þá sagði Guð- rún Helgadóttir á Alþingi: „Hér er sem sagt fullyrt að verulegur hluti þessara ævin- týralegu skuldbindinga vegna eftirlauna 20 manna falli hugsan- lega á Landsbanka Íslands við yfirtöku bankans á hlutafélög- um sem stofnuð voru þegar Sambandið leystist upp. Því hlýt ég að spyrja: Voru milljarðarnir sem Alþingi samþykkti Lands- bankanum til styrktar fyrir fá- einum vikum kannski að hluta til til þess að halda þessum fá- ránlegu greiðslum úti? Það kynni að vera áhugavert fyrir landsmenn að vita það. Gæti það ekki verið forvitnilegt fyrir starfsmennina 500 sem nú hefur verið sagt upp störf- um hjá Miklagarði að vita hvað Landsbank- inn er að fjármagna þegar þeir leita fyrir greiðslu bank- ans vegna húsnæðis- skulda sinna?“ Guðrún sagði við sömu umræðu: „En það kynni að vera að saumakonan sem er búin að sitja í verksmiðju hjá Sam- bandi íslenskra sam- vinnufélaga síðastlið- in fjörutíu ár og hefur 21 þús- und krónur í lífeyri, það getur vel verið að hún yrði látin skað- ast. Það væri nær sanni. […] Hæstvirtur forseti. Þessu gríni verður að ljúka. Launþegar í landinu geta ekki lengur sætt sig við að þeir fjármunir sem þeir vinna fyrir séu notaðir til þess að örfáar manneskjur leiki sér með þá.“ Þá fullyrti Jón Sigurðsson, þingmaður Alþýðuflokksins og viðskiptaráðherra. „Landsbankinn hefur ekki yfir- tekið þessa eftirlaunasamninga. […] Kjarni málsins er að sjálf- sögðu sá, frá þessu þrönga sjónar- miði, að bankinn viðurkennir þá ekki sem forgangskröfu. Þetta er alveg hreint og skýrt, getur ekki skýrara verið.“ Eftirlaunamálið fyrra GUÐRÚN HELGA- DÓTTIR Gagnrýndi eftir- launasamninga stjórn- enda Sambandsins harðlega. „Þessu gríni verður að ljúka.“ Félög samvinnumanna og ráð- herrar Framsóknarflokksins voru áberandi í hópi kaupenda á hlut ríkisins í Búnaðarbank- anum, árið 2003. Innan Eglu var Ker hf. sem áður var hluti af Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. Þá voru einnig í hópi kaupenda Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar, Samvinnulífeyris- sjóðurinn og Vátryggingafélag Íslands, en inn í félagið hafði áður runnið tryggingahluti Samvinnutrygginga. Valgerður Sverrisdóttir, þá viðskiptaráðherra, sá um söl- una fyrir hönd ríkisins. Helstu fulltrúar kaupenda voru Ólafur Ólafsson athafnamaður, kennd- ur við Samskip, og Finnur Ing- ólfsson, athafnamaður og fyrr- verandi viðskiptaráðherra, sem hafði haft veg og vanda af undirbúningi að sölu bankans, meðal annars með hlutafélaga- væðingu hans árið 1997. Valgerður og Finnur sitja nú saman í fulltrúaráði Eignar- haldsfélagsins Samvinnutrygg- inga. Búnaðarbankinn BÚNAÐARBANKINN KEYPTUR Gengið frá sölunni árið 2003. Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, fylgist með en Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra tekur í hönd Peters Gatti, frá þýska Hauck & Aufhauser-bankanum. Ólafur Ólafsson, einn forsvarsmanna S-hópsins svonefnda, stendur á milli þeirra. Finnur Ingólfsson er fjarri góðu gamni á mynd- inni. MARKAÐURINN/GVA En Sambandið sem slíkt fór aldrei á hausinn ... Það leit- aði nauðasamninga við lánardrottna, gerði upp og hvarf úr kastljósinu, en ekki af sviðinu. Eignir þess eru tölu - verðar og þeir sem þar eiga vettvang, hafa ítök víða. FRÁ NÝLEGUM AÐALFUNDI Nokkrir fulltrúar á aðalfundi Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga og Andvaka sem haldinn var fyrir skömmu. Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Samvinnusjóðsins, lítur í átt til ljósmyndarans. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.