Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 25. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N D r. Tom G. Palmer er 52 ára gam- all doktor í stjórnmálavísindum sem starfar hjá Cato-samtök- unum. Samtökin eru alþjóðleg samtök, byggð á hugmyndum frjálshyggju um baráttu fyrir frelsi, friði og mannréttindum í heiminum. Hann var á vegum Sumarháskóla Rannsóknar- miðstöðvar samfélags- og efnahagsmála (RSE) á Bifröst á dögunum. VÍÐTÆKAR STARFSKYLDUR „Ég hef miklar skyldur innan samtakanna. Ég er varaforseti alþjóðamála hjá sam- tökunum og sé um að halda námskeið og fyrirlestra um frelsi í viðskiptum í lönd- um þar sem lítið frelsi ríkir.“ Hvar starfarðu þá aðallega? „Ég hef mikið starfað í Rússlandi, Kína og Mið-Austurlöndum.“ Er ekki lítið um frelsi sums staðar í Mið- Austurlöndum? „Það er mikill misskilning- ur að múslimar séu ekki frelsis unnendur. Þeir eru auðvitað mismiklir unnendur frelsisins en öfgahóparnir skyggja á þá hugsjón. Ég held að til skamms tíma litið verði mikið af styrjöldum í heimi múslima milli öfgahópa og þeirra sem vilja lýðræði en til lengri tíma litið muni frelsi og lýð- ræði sigra að lokum.“ RANGT AÐ RÁÐAST INN Í ÍRAK Hvað fannst þér, sem hefur starfað mikið í Mið-Austurlöndum, um innrásina í Írak? „Það var röng ákvörðun að ráðast inn í Írak. Utanríkisstefna Bush-stjórnarinnar er auðvitað fáránleg. Það er vitað mál að Saddam Hussein var trúleysingi og hataði Al-Kaída. Hann drap alla Al-Kaída-með- limi sem komu inn í Írak. Þess vegna má segja að Bandaríkjamenn hafi í raun gert Al-Kaída greiða með því að steypa stærsta óvini þeirra af stóli.“ Hvað hefðir þú gert í staðinn ef þú hefðir verið forseti? „Ég hefði gert það sem Cato-samtökin gera víðs vegar um heiminn. Samtökin hafa verið að fræða fólk um frelsi og lýð- ræði í múslimaheiminum, til dæmis með því að þýða bækur eins og Frelsið eftir John Stuart Mill sem var á metsölulista í nokkrum arabaríkjum í langan tíma.“ Finnst þér stríð almennt röng leið til að vinna baráttuna gegn hryðjuverkum? „Já, klárlega. Það er ekki hægt að vinna vonda hugmyndafræði nema með betri hugmyndafræði. Því tel ég ómögulegt að reyna að vinna það sem ég tel vonda hug- myndafræði með byssukúlum. Í staðinn er best að uppfræða fólk.“ SEGIR PÚTÍN HÆTTULEGAN HEIMINUM Hvernig finnst þér staðan í öðrum löndum sem þú hefur verið að vinna í? „Í Rússlandi er í raun og veru einræði. Þar hefur leynilögregla ríkisins tekið yfir öll viðskipti landsins, fjölmiðla og annað. Ég tel Vladimír Pútín hættulegan heim- inum.“ En nú ert þú hægrimaður og Vladi- mír Pútín og George Bush hægrimenn, af hverju gagnrýnirðu þá? „Ég vil ekki setja frjálshyggjuna á neinn vinstri eða hægri ás. Frjálshyggjan er stefna sem snýst um baráttu fyrir friði, frelsi og mannréttindum. Ég studdi ekki árásina í Írak, af því ég styð frið, en repúblikanar gerðu það. Cato-stofnunin hefur verið dugleg við að gagnrýna við- skipta- og utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin ár og því set ég mig alls ekki í skoðanahóp með George Bush, hvað þá Vladimír Pútín.“ OBAMA NÆSTI FORSETI BANDARÍKJANNA Hver telur þú að vinni kosningarnar í Bandaríkjunum? „Ég held að það þurfi mikið til svo að Barack Obama vinni ekki. Það eina sem getur orðið honum að falli er ef hann segir eða gerir eitthvað heimskulegt í aðdrag- anda kosninganna. Ég held að Obama sé fínn maður og að hann hlusti á fólk. John McCain er ágætur en áhersla hans á inn- rás í Íran finnst mér öfgakennd. Þessi kenning margra um að kosningarnar muni snúast um litarhátt er held ég ekki rétt. Ég held í fyrsta lagi að John McCain muni aldrei leggjast svo lágt. Í öðru lagi tel ég Bandaríkjamenn vera tilbúna til að kjósa blökkumann til áhrifa í landinu.“ EINA LAUSNIN Á OLÍUMÁLUM ER MARKAÐURINN Blaðamaður mátti til með að spyrja út í olíuvandann sem hrjáir heimsbyggðina. „Ég tel að eina lausnin sé að leyfa mark- aðnum að ráða. Ef fólk er tilbúið fyrir aðra orkugjafa verða þau fyrirtæki sem nota slíkan orkugjafa ofan á í samkeppninni. Það sem er þó merkilegt er að þeir sem vildu á sínum tíma hækka olíu með skött- um til að koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrif eru nú alveg brjálaðir út af háu olíuverði. Það er ákveðin hræsni. Lítur út fyrir að þeir hafi eingöngu viljað hafa bens- ínið hærra með sköttum. Miklar breyt- ingar hafa orðið í Bandaríkjunum eftir að olíuverð hækkaði upp úr öllu valdi. Bandaríkjamenn keyra miklu minna, eru sparsamari á bensínið og nota hjólin sín meira.“ ÞJÓÐNÝTING VITLEYSA Heldurðu að mörg fyrirtæki verði þjóð- nýtt í kreppunni? „Nei, það held ég ekki. Það er auðvit- að ekki skrýtið að fólk sem rekur einka- fyrirtæki vilji láta ríkið grípa inn í þegar illa gengur. Á hinum frjálsa markaði eiga fyrirtæki að fara á hausinn þegar þau standa sig illa, svo einfalt er það. Þá geta önnur fyrirtæki tekið við á markaðnum og þannig skapast hin heilbrigða sam- keppni.“ Eykur það ekki líkurnar á einokun? „Nei, alls ekki. Það hefur einmitt öfug áhrif. Þetta skapar heilbrigða samkeppni milli fyrirtækja. Hitt skapar miklu frekar einokun þegar fyrirtæki eru keypt af rík- inu og þjóðnýtt. Fyrirtæki eiga alltaf að vera hrædd við að fara á hausinn því það eykur heilbrigða samkeppni þar sem báðir aðilar græða. Í þeim tilvikum þegar ríki eru að fjárfesta með skattpeninga borg- ara sinna eins og í Rússlandi og mörgum arabaríkjum fara skattborgar að reiða sig á ríkisvaldið frekar en að ríkisvaldið reiði sig á borgarana. Fjárfestingar ríkisfyrir- tækja eru oft af pólitískum toga frekar en vel ígrundaðar og þess vegna getur þetta skapað glundroða.“ ÞURFUM ALLTAF AÐ VERA Á VARÐBERGI Telur þú að frelsið í hinum vestræna heimi sé komið til að vera? „Ég held að við þurfum alltaf að standa vörð um frelsi okkar. Það er gamall máls- háttur á ensku sem segir að kostnaður- inn við frelsi sé að vera alltaf á varðbergi. Maðurinn er í eðli sínu stjórnsamur og vill stjórna öðrum og vera yfir aðra hafinn. Við þurfum að temja okkur þann hugsunar- hátt að ég lifi mínu lífi og þú lifir þínu lífi. Þó að ég hafi kannski miklar skoðanir á því hvernig þú ættir að lifa þínu lífi á ég ekki að reyna að þröngva þeim skoðunum upp á þig.“ HAFA ÍRLAND SEM FYRIRMYND Hvernig finnst þér Ísland hafa staðið sig í efnahagsmálum? „Ég tel Íslendinga vera mjög vel setta. Landið er aðlaðandi og með frekar frjálst hagkerfi. Mörg önnur lönd ættu að taka Ísland sér til fyrirmyndar. Til dæmis ættu aðrar þjóðir að taka upp kvótakerfi að ís- lenskri fyrirmynd ef þær vilja veiða fisk til langs tíma. Mér finnst þetta álit Mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóðanna mjög furðulegt því kvótakerfið skerðir alls ekki atvinnufrelsi. Þetta er einungis tæki til að hjálpa Íslendingum við að nýta sér útflutning á fiski í lengri tíma.“ Að lokum fannst blaðamanni að hann yrði að spyrja hvort Palmer hefði einhver ráð handa íslenskum stjórnvöldum í efna- hagsmálunum og hvort við ættum að taka einhverjar þjóðir okkur til fyrirmyndar. „Fyrirtækjaskattar eiga að vera mjög lágir til þess að laða erlend fyrirtæki að landinu. Jafnframt má ekki gleyma að lægri fyrirtækjaskattar halda innlendum fyrirtækjum inni í landinu. Írar hafa sett gott fordæmi. Mikil fólksfækkun hafði verið á Írlandi í áratugi þangað til skatt- ar voru lækkaðir. Nú er Írland kjörstað- ur fyrir fjárfesta og ekki nóg með að Írar haldi sínu eigin fólki og fyrirtækjum í landinu heldur hafa erlend fyrirtæki fjár- fest mikið þar í landi. Bandaríkin tapa til dæmis miklu á fáránlegu skattkerfi. Þau eru ekki aðeins farin að hrekja erlenda fjárfesta úr landi með háum fyrirtækjasköttum heldur hafa innlend fyrirtæki flust mikið úr landi á síðustu árum en fyrirtækjaskattarnir þar eru um 35 prósent. Vissir þú til dæmis að ef Bandaríkjamaður býr og vinnur hér á Íslandi, þótt það sé í tuttugu ár, þarf hann að borga skatta bæði á Íslandi og í Banda- ríkjunum?“ Saddam Hussein var meginóvinur Al-Kaída-samtakanna Dr. Tom G. Palmer, varaforseti alþjóðamála hjá Cato-samtökunum, var á Íslandi á dögunum á vegum Sumarháskóla Rannsóknar miðstöðvar samfélags- og efnahagsmála á Bifröst. Hann telur árásina í Írak hafa verið vind í segl Al-Kaída. Víðir Smári Petersen blaðamaður ræddi við hann um störf hans og skoðanir. DR. TOM G. PALMER Hann segir Íslendinga geta horft suður til Írlands í efnahagsmálum. Hann segir fyrir- tækjaskatta þurfa að lækka til að halda innlendum og erlendum fjárfestum í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Úrvalsvísitalan hefur lækkaðum rúmlega helming á ellefu mán- uðum. Hinn 18. júlí síðastliðinn náði vísi- talan sínu hæsta gildi frá upphafi og stóð í 9.016 stigum en ellefu mánuðum síðar stend- ur vísitalan í 4.439 stigum. Það samsvarar 50,77 prósenta lækkun. Á sama tímabili hafa 22 félög lækkað, eitt staðið í stað og fimm hækkað. Af þessum félög- um eru FL Group og Tryggingamiðstöðin á leið af markaði og þess má geta að Spron kom ekki á markað fyrr en í október síðastliðnum. - bþa Helmingur eftir M E S T U L Æ K K A N I RSPRON -79,37 FL GROUP -78,47% Exista -78,24% Icelandic Group -71,52% 365 -67,35% M E S T U H Æ K K A N I R Century Aluminum 40,33% Atlantic Petroleum 38,18% Alfesca 18,37% Tryggingamiðstöðin 18,24% Nýherji 12,82% L Æ K K U N V Í S I T Ö L U N N A R Úrvalsvísitala kauphallarinnar hefur lækkað um 50,77 prósent á ellefu mánuðum. 18. JÚLÍ 2007 18. JÚNÍ 2008 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.