Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 H É Ð A N O G Þ A Ð A N MARKAÐURINN Þ etta var góður tími,“ var ég að hugsa þegar ritari forsæt- isráðherra birtist í dyragætt- inni og sagði: „Ráðherrann vill tala við þig“. Ég var á skrifstofu minni í Stjórnarráðinu vorið 1983 að taka saman föggur mínar eftir nær fjögurra ára starf sem efnahagsráðgjafi fráfar- andi forsætis ráðherra Gunnars Thorodd- sens. Ferðinni var heitið upp í Háskóla Íslands að kenna hagfræði. Steingrímur Hermannsson hafði fyrr um daginn tekið við embætti forsætisráðherra. Ég skokk- aði niður á skrifstofu Steingríms og ósk- aði honum til hamingju með embættið. Eftir stutt spjall á almennum nótum sagði Steingrímur: „Ég hef áhuga á að biðja þig um að verða efnahagsráðgjafi minn“. Þetta kom mér nokkuð á óvart. Að vísu höfðum við átt ágætt samstarf en þó ekkert sérstaklega náið. En meira er um vert að ég kom úr annarri átt, var sjálfstæðis maður og markaðssinni, sumir kölluðu mig jafnvel frjálshyggjumann – ef til vill hófsaman en frjálshyggjumann engu að síður. Þetta vissi Steingrímur að sjálfsögðu. Þótt þessi hugsun hefði ekki hvarflað að mér fyrir fund okkar þá hafði ég strax einhvern veginn góða tilfinn- ingu fyrir því að vinna með Steingrími. Eftir stutta umhugsun sagði ég því efnis- lega já með hefðbundnum fyrirvörum um að ég þyrfti að ræða við mína nánustu og ganga frá málum mínum gagnvart Há- skólanum. Til að gera langa sögu stutta var ég mættur rétt upp úr klukkan átta morgun- inn eftir á gömlu góðu skrifstofuna – og fyrsta verk var auðvitað að taka upp úr kössunum og koma öllu í fyrra horf. Fram undan voru mörg verkefni. VÍTAHRINGUR VERÐBÓLGUNNAR Ekki fór þó á milli mála hvert var megin- verkefni ríkisstjórnarinnar fyrsta kast- ið eftir myndun hennar. Það var „að brjótast út úr vítahring verðbólgunnar“, eins og það var orðað í stefnuyfirlýsing- unni. Fyrstu ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar voru tiltölulega hefðbundnar við svona aðstæður. Þær miðuðust við að stöðva þá óheillaþróun sem einkennt hafði efna- hagsmálin í aðdraganda kosninganna og skapa svigrúm til að koma á umbótum til lengri tíma. Þannig voru verðbætur á laun felldar úr gildi, lagt bann við gerð nýrra kjarasamninga í níu mánuði og gengið lækkað umtalsvert. Mildandi ráð- stafanir í þágu launafólks og lífeyrisþega voru jafnframt hluti af pakkanum svo og stuðningsaðgerðir við sjávarútveg. Eins og af þessu má sjá var flest klapp- að í stein svona í byrjun stjórnartímabils- ins. Eina tillögu lagði ég þó fyrir Stein- grím á fyrsta eða öðrum degi sem mér þykir ávallt vænt um. Það var að hefja mánaðarlegar mælingar á vísitölu verð- lags. Þótt ótrúlegt megi virðast nú voru skoðanir um þessa tillögu skiptar á þess- um tíma. Steingrímur var þó strax já- kvæður og var henni hrint í framkvæmd skömmu síðar. Þetta skref reyndist mikil- vægt þegar leið á haustið og veturinn því það gaf færi á að fylgjast náið með ár- angrinum í baráttunni við verðbólguna og hélt mönnum tvímælalaust betur við efnið. Það má ef til vill líkja þessu við manneskju í megrunarkúr, það er hvetj- andi að sjá árangurinn frá degi til dags. Árangurinn í viðureigninni við verð- bólgu lét ekki á sér standa. Þegar á haust- dögum var verðbólgan komin í um 15 prósent og hafði ekki mælst minni í ára- tug. Til að árétta enn frekar hversu mikill þessi árangur var má nefna að verðbólgan á áttunda áratugnum var að meðaltali 34 prósent á ári og rúmlega 60 prósent á fyrstu árum níunda áratugarins. Alþjóða- efnahagsstofnanir rómuðu einnig mjög þessi umskipti í verðlagsmálum á Íslandi. Þannig talaði OECD til að mynda um „dramatískan“ árangur og IMF tók í sama streng. Þegar á allt er litið má segja að fyrri ríkisstjórn Steingríms (1983-1987) hafi komið verðbólgunni niður í um 20%, eða nær helmingað hana frá áratugnum á undan. Þetta voru því kaflaskil í barátt- unni við verðbólguna. Í seinni ríkisstjórn Steingríms (1988-1991) var verðbólgu- draugurinn í raun kveðinn niður. Þá fór verðbólgan í eins stafs tölu í fyrsta skipti í tvo áratugi. Hún var 7,3 prósent frá upp- hafi til loka árs 1990. Verðbólgan var fyrirferðarmikil í allri umræðu um efnahagsmál á valdatíma fyrri ríkistjórnar Steingríms – og var það að vonum. En fyrir vikið gleymist oft að þessi ríkisstjórn var í raun mikil um- bótastjórn, hún gerði ýmsar mikilvæg- ar breytingar á innri gerð hagkerfisins sem lögðu grunn að mun öflugri þjóðar- búskap til framtíðar. Til marks um þetta má sérstaklega nefna að aflamarkskerfið verður til á þessum árum, verð á vöru og þjónustu var gefið frjálst, fyrstu skrefin voru stigin í átt til vaxtafrelsis og ákvörð- un var tekin um staðgreiðslu tekjuskatts einstaklinga. Þetta eru allt gríðarlega stór og mikil framfaramál sem áttu eftir að gjörbreyta efnahagslífi þjóðarinnar – færa það í nútímalegra og traustara horf. ÞJÓÐARSÁTTIN, TAKA EITT Samskiptahæfileikar Steingríms komu sér vel við gerð þjóðarsáttarinnar 1986, töku eitt, ef svo má að orði kveða, því að segja má að þjóðarsáttin 1990 hafi verið nokkurs konar taka tvö, svona til að fullkomna sköpunarverkið. Þessir samn- ingar byggðust á mjög nánu og traustu sambandi við fulltrúa vinnumarkaðar- ins. Ekki síst skipti máli að leyfa frum- kvæðinu að haldast á taflborði samnings- aðilanna á vinnumarkaði en um leið koma skýrum skilaboðum til þeirra á bak við tjöldin um hvað væri raunsætt í kröfu- gerð þeirra á hendur ríkinu. Þarna skipti máli að hafa nána tilfinningu fyrir stöð- unni og geta rætt í trúnaði og með opnu hugarfari við lykilmenn á vinnumarkaði – og reyndar einnig í embættiskerfinu. ÞJÓÐARSÁTTIN, TAKA TVÖ Taka tvö, þjóðarsáttin 1990, hafði áþekk- an aðdraganda og þjóðarsáttin fjórum árum áður, taka eitt, var því góð æfing fyrir hana. Enginn vafi er á því að sterk persónuleg tengsl og trúnaður skiptu þar meginmáli. Frumkvæðið var sem áður hjá fulltrúum vinnumarkaðarins en Stein- grímur var að sjálfsögðu inni í öllum málum og stýrði því sem sneri að að- komu ríkisstjórnarinnar. Jafnframt unnu Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki náið með samningsaðilum. Hlutverk Þjóðhagsstofn- unar var að meta verðlagsáhrif samning- anna og hliðarráðstafana þeirra. Ef til vill er ekki rétt að tala um hliðarráðstafanir því þær voru gríðarlega umfangsmiklar enda var þeim stundum líkt við efna- hagskafla í stjórnarsáttmála nýrrar ríkis- stjórnar. Til marks um þetta má nefna að þessi „stjórnarsáttmáli“ náði til vaxta og gengis krónunnar, skatta, verðs á opin- berri þjónustu, búvöruverðs, almennra verðlagsmála, áforma um að leggja fram lagafrum- vörp og launaþróunar ann- arra launþega en ASÍ-félaga. Jafnframt var fjallað um viðskiptakjör og hagvöxt á samningstímanum sem grunnforsendur þjóðarsáttarinnar. Það er ekki ofsögum sagt að fáir trúðu á þjóðarsáttina fyrir utan þann hóp sem var að vinna að henni – og jafnvel innan hópsins gætti stundum efasemda. Í þessu sambandi má nefna að Stjórnunar- félag Íslands efndi til spástefnu í lok árs 1989, skömmu áður en þjóðarsáttin var fullmótuð. Í stuttu máli var almenn niður- staða spástefnunnar að verðbólga yrði á bilinu 20-30 prósent á árinu 1990. Til saman burðar var spá Þjóðhagsstofnunar um 6-7 prósenta verðbólgu á árinu 1990 lögð til grundvallar samningunum. Eins og kunnugt er varð niðurstaðan 7,3 pró- sent þannig að heita má að samningsaðilar og stjórnvöld hafi verið „right on target“. Svona lítil hafði verðbólgan ekki verið í tuttugu ár. Þessir samningar mörkuðu því tímamót í íslenskum þjóðarbúskap, loks komst Ísland í hóp þróaðra þjóða sem höfðu viðunandi tök á verðbólgu. ÓGN VIÐ SAMNINGANA Ekki voru öll mál leyst með þjóðarsátt- inni. Hæfileikar Steingríms og traust tengsl við aðila vinnumarkaðarins nýtt- ust ekki einungis vel í aðdraganda henn- ar heldur einnig í kjölfarið. Ég ætla hér að láta nægja að nefna tvennt sem kom upp og raunverulega ógnaði samningun- um. Fyrra atriðið – og reyndar nokkuð skondið – sneri að óvæntum bata í við- skipakjörum á fyrstu mánuðum þjóðar- sáttarinnar. Góðæri rak á fjörur sjávar- útvegsins í formi gríðarlegra hækkana á verði sjávarafurða. Hvernig gátu svo góð tíðindi teflt í tvísýnu þjóðarsáttinni? Jú, hækkun fiskverðs gat haft í för með sér launahækkun sjómanna og í framhaldi leitt til þenslu, launaskriðs og verðbólgu. Stemmt var stigu við þessu með því að setja lög um Verðjöfnunarsjóð sjávar- útvegsins og beina stórum hluta tekju- aukans inn í sjóðinn til sveiflujöfnunar í greininni. Seinna atriðið er „tímasprengjan“ víð- fræga, eins og Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, kallaði ákvæði í kjara- samningum BHMR um að félagsmenn fengju aukalega sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn í samningum næstu árin. Tímasprengjan var aftengd en það var flókið og vandasamt verk – það hefði svo sannarlega verið auðvelt að ruglast þar á pólitískum þráðum og hleypa öllu í bál og brand. Í lausn beggja þessara mála lék Steingrímur aðalhlutverkið. - Grein þessi er stytt útgáfa af erindi, sem Þórð- ur flutti á laugardag á málþingi til heiðurs Steingrími Hermannssyni, fv. forsætisráðherra, áttræðum. Milli- fyrirsagnir eru blaðsins.PERSÓNUR OG LEIKENDUR Í ÞJÓÐARSÁTTARSAMNINGUNUM Það mæddi mikið á ríkisstjórn Steingríms þegar þjóðarsáttin var í burðarliðnum. Hér er fundur í Ráðherrabústaðnum og sjá má Jón Baldvin Hannibalsson, Guðmund J. Guðmundsson, Þórarin V. Þórarinsson, Einar Odd Kristjánsson, Ólaf Ragnar Grímsson og Steingrím Hermannsson. Þ Ó R Ð U R F R I Ð J Ó N S S O N , F O R S T J Ó R I K A U P H A L L A R I N N A R .Efnahagsmál í aðdraganda þjóðarsáttar Framlegð olíufélaganna á sölu bensíns hefur dregist saman úr 78 prósentum í október í fyrra í 46 prósent í apríl. Framlegð í sölu díselolíu hefur einnig dreg- ist saman úr 60 prósentum í 29 prósent á sama tímabili segir í skýrslu starfshóps á vegum Fjár- málaráðuneytisins. Hlutur olíufélaganna hefur því dregist saman að undanförnu og segir í skýrslu um þróun elds- neytisverðs að olíufélögin virð- ist ekki hafa fært alla hækkun innkaupsverðsins yfir á neytend- ur þótt mjög hafi verið kvartað yfir því. Framlegð er tekjur að frá- dregnum breytilegum kostnaði. Í skýrslunni er framlegð reiknuð sem endanlegt söluverð að frá- dregnum sköttum og vörugjaldi ásamt reiknuðu innkaupsverði, sem hlutfall af innkaupsverði. Hermann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri N1, segir að starfs- aðferðir félagsins séu þær sömu og áður og ákaflega erfitt sé að segja til um hvort framlegðin hafi dregist saman án nákvæmr- ar skoðunar á þeim aðferðum sem beitt var við skýrsluna. Hermann segir að margir þætt- ir liggi að baki verðlagningu olíu- félaganna en hlutur þeirra hafi ekki dregist jafn mikið saman og hann segir að framlegð olíufélag- anna hafi dregist eitthvað saman en ekki jafn mikið og komi fram í skýrslu fjármálaráðuneytisins. - bþa Minni framlegð olíufélaga GEFUR LÍTIÐ FYRIR NIÐURSTÖÐUNA Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir að framlegð félagsins sé stöðug yfir lengra tímabil og hafi ekki dregist jafn mikið saman og skýrsla ráðuneytisins segir til um. MARKAÐURINN/ANTON Orðrómur fór á kreik í gær að Chris Ronnie, forstjóri bresku íþróttavörukeðjunnar JJB Sports, ætli að leggja fram yfirtökutilboð í félagið og taka það af markaði. Ekki liggur fyrir hvort Exista geri tilboð í verslunina með for- stjóranum. Ýjað var að yfirtöku Existu í fyrra. Exista keypti 29 prósenta hlut í JJB Sports með forstjóranum á genginu 275 pens á hlut fyrir ári og nálægt hæsta gildi. Verðið nam 190 milljónum punda, jafn- virði 24 milljarða króna á þávirði. Nokkru eftir kaupin varð ljóst að Englendingar tækju ekki þátt í EM í knattspyrnu. Þá þrengdi að í smásölugeiranum. Gengi bréfa í félaginu lækk- aði hratt í kjölfarið, stóð í 117 pensum á hlut í gær. Fréttaveita Bloomberg segir yfirtökutilboð hljóða upp á 160 til 180 pens á hlut. Ekkert liggur fyrir um hvort hluthöfum líki tilboðið. Viðmæl- endur Markaðarins töldu hins vegar að þeir geri sér grein fyrir að hámarksgengi hefði verið náð. Því sé allt eins gott að fara úr hluthafahópnum nú frekar en síðar. - jab STJÓRNENDURNIR Óvíst er hvort stjórnendur Existu geri yfirtökutilboð í JJB Sports ásamt forstjóranum. MARKAÐURINN/GVA JJB Sports enn orðað við yfirtöku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.