Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 25. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T F R Í S T U N D I N „Yfir sumartímann hjóla ég mikið um borgina,“ segir Stella Marta Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Kaffitárs. Hjólreiðar eru hennar helsta áhugamál. Helg- arnar eru nýttar mikið til hjóla- ferða og ósjaldan er farið upp í Heiðmörk. En í sumar ætlar fjölskyldan í hjólaferð til Dan- merkur. „Áhugamál mín tengjast einkum mikilli útiveru. Ég stunda gönguferðir á fjöll, fer út að hlaupa og ég fer reglu- lega í ræktina.“ Líkamsræktin er Stellu greinilega mjög hug- leikin enda segir hún að liður í þessu öllu sé að afstressa sig, eins og hún orðar það. Stella býr með fjölskyldu sinni í Fossvoginum. Þar er heldur betur góð aðstaða fyrir hjólreiðafólk. „Við hjólum til dæmis mikið niður í bæ, upp í Grafarholt, jafnvel til Hafnar- fjarðar og þar alla leið að álver- inu í Straumsvík.“ Hjólið er fyrirtaks samgöngu- tæki og hljóta fleiri að fara að byrja á því að hjóla, sérstak- lega nú á tímum þegar bensín- dropinn verður sífellt dýrari. Stella stingur upp á hjólaferð í stað bíltúrs á kaffihúsið eða labb á pöbbinn. Stella og hennar maður hafa tekið upp á þeim sið að hjóla á milli kaffihúsa Kaffi- társ um helgar í stað þess að ganga eða keyra. Þannig sam- einar Stella áhugamálið og vinn- una, enda hluti af starfi fram- kvæmdastýrunnar að vera í sem bestum tengslum við við- skiptavini og starfsfólk. Fyrir utan útiveruna gefur Stella sér tíma til að lesa. „Við erum fjórtán konur sem hitt- umst einu sinni í mánuði. Í leshringnum ákváðum við að hafa það fyrirkomulag að lesa til skiptis íslenskar og enskar bækur. Nú erum við að lesa bók- ina hennar Yrsu Sigurðar dóttur, sem heitir Aska, og á næsta fundi verður sú bók rædd.“ - vg STELLA Stella býr með fjölskyldu sinni í Fossvoginum og hjólar þaðan um alla borgina og lengra, jafnvel alla leið að álverinu í Straumsvík. MARKAÐURINN/GVA Útivist og lestur Stella Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, hjólar um borgina á sumrin. 07.15 Klukkan hringir, leggst aðeins aftur á koddann, næ tíu mínút- um í viðbót. 07.30 Kristinn opnar hurðina, harkalega, þetta er merkið, vakna og hefja morgunverkin. 08.15 Lagt af stað með guttann í leikskóla, hann er syngjandi glaður að venju. Unglingarnir á leið í vinnuskólann, fullorðna fólkið í vinn- una. 08.45 Sest við skrifborðið mitt með tebollann, tilbúin í daginn, byrja á að lesa póst. 09.00 Næsti klukkutími fer í að lesa póst og vinna ýmsa undirbún- ingsvinnu vegna fundar með greiningaraðilum. Mikið um spurningar þessa dagana um stöðu efnahagsmála á Íslandi. 10.00 Farið yfir fjárhagstölur maímánaðar, sendi spurningar og athugasemdir til dótturfélaga og móðurfélags. 11.00 Móttaka hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, afhending þakkar- gjafar frá íslenskum konum til Vigdísar. 12.30 Hádegismatur í mötuneyti bankans. 13.00 Unnið í tölvupósti, svara ýmsum fyrirspurnum og fylgi eftir verkefnum í vinnslu. 15.00 Fundur til að fara yfir næstu skref í IT-innleiðingarverkefnum. Stórt verkefni þar sem stöðugt þarf að endurmeta hvort verið sé að fara bestu og hagkvæmustu leiðina. 16.15 Skrepp heim, þarf að keyra aðra dóttur mína til læknis. 17.30 Mæti í móttöku hjá Auði Capital. Þær stöllur, Kristín og Halla, hafa boðið til veislu til að fagna starfsleyfi og opnun félagsins. Skemmtileg stund þar sem ég hitti margt fólk. 19.30 Komin heim, kvöldmatur og spjall við unglingsdæturnar. Síðan breytist ég í dreka sem riddarinn, þriggja ára sonur minn, vill koma fyrir kattarnef. 21.00 Ég fæ það hlutverk að lesa fyrir svefninn fyrir drenginn, ómetanleg stund sem við hjónin reynum að skipta bróðurlega á milli okkar. 21.30 Komin fram aftur, sest og les yfir tölvupóst, svara nokkrum fyrirspurnum. 22.30 Helgin skipulögð, stefnt á að fara í útilegu, en taka verður mið af veðri og vindum. 23.00 Sofnuð eftir nokkrar blaðsíður í spennubók, mun líklega taka mig árið að klára bókina með sama áframhaldi. D A G U R Í L Í F I … Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fjármálastjóra Kaupþings GUÐNÝ ARNA Fer yfir greiningarvinnu með samstarfsmanni hjá Kaupþingi. MARKAÐURINN/VILHELM Annas Sigmundsson skrifar „Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O´Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslend- inga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um ís- lenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöð- um auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnis innihald endurspegli oft þekk- ingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásar fyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efna- hagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er um- talsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokk- urra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki at- hafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bank- inn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markað- inum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrir- tæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönsk- um bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verð- ur meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga. Velvilji hjá Saxo Bank í garð Íslands Hjá danska bankanum vinna nú sex Íslendingar. Almennt njóta íslensk fyrirtæki trausts og virðingar í Danmörku. JÓHANNA OG NICHOLAS Þau segja að yfirlýsing Davids Karsbøl um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. AÐSEND MYND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.