Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 16
70% 170,4 3,7%Hækkun bréfa Century Aluminum í Kauphöllinni á árinu. Eina félagið sem hefur hækkað í kauphöllinni á þessu ári að Alfesca undanskildu sem hefur hækkað um 0,43%. Gengisvísitalan náði nýjum hæðum þegar hún fór um stund í 170,4 stig á mánudaginn en endaði í 168,15 stigum. Verðbólga á evrusvæðinu síðastliðna tólf mánuði samkvæmt mælingum í maí. Hefur hún ekki mælst meiri í sextán ár. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Hvers vegna PwC? Þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi og leiðandi á alþjóðavettvangi. Endurskoðun Fyrirtækjaráðgjöf Skatta- og lögfræðiráðgjöf Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Reykjanesbær www.pwc.com/is *connectedthinking ÍMYND SEM VEX Upplifðu! Sitt sýnist hverjum um ástæð- ur hins bága efnahagsástands. Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur sagði við Vísi fyrr í vik- unni að Seðlabankinn sé orðinn að einu helsta vandamáli þjóðar- innar. Bankinn þverskallist við að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar og besta dæmið sé sú töf sem er orðin á margumræddri lántöku til að styrkja gjaldeyrisforðann. „Mér skilst að Seðlabankinn taki ekki þetta lán af því að Davíð Oddsson seðlabankastjóri sé á móti því,“ sagði G u ð m u n d u r og telur ein- sýnt að skipta þurfi út seðla- bankastjóran- um – í eintölu – og bankaráði Seðlabankans. Davíð á móti? Íslensk erfðagreining ku ætla að rannsaka hvaða erfðaþættir það séu sem hafi áhrif á minni, athygli og hraða hugsunar. Illkvittnir sáu samstundis glitta í gagnsemi rannsóknarinnar. Hægt væri að útbúa próf og síðar lyf með öfugri virkni fyrir þá sem keyptu hlutabréf í DeCode, móðurfélagi ÍE, á gráum mark- aði fyrir rúmlega sextíu dali á hlut. Gengi bréfanna hefur fallið um tæp hundrað prósent síðan þá og lafað undir dalnum, þannig að fáir eru eftir sem vilja kann- ast við að hafa fjárfest í félag- inu á sínum tíma. Gráglettnir telja heppilegasta nafnið á lyf- inu verða eitthvað á borð við Minnisleysa. Eins og stemningin hefur verið í Kauphöllinni upp á síðkastið munu óbreyttir fjárfestar eflaust ekki fúlsa við smá- slettu. Minnisleysa Hverjir láku? Hinn harðorði tölvupóstur Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, til félaga sinna í stjórn Samtaka banka og fjármálafyrirtækja hefur vakið mikla athygli en forstjórinn sagði þar að aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar í málefnum Íbúðalánasjóðs væru „ömurleg tíðindi“. Síðustu daga hefur athyglin hins vegar beinst að þeirri staðreynd að einhver í hinni fámennu stjórn skuli hafa ákveðið að leka tölvu- skeytinu í fjölmiðla. Verður vafalaust einhver bið á því að tölvupóstur verði aftur notaður í sam- skiptum stjórnar- manna og velta má almennt fyrir sér s t e m n i n g - unni innan hennar raða um þessar mundir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.