Fréttablaðið - 26.06.2008, Page 1

Fréttablaðið - 26.06.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 26. júní 2008 — 172. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Fjallatónlist og dansar Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í níunda sinn í byrjun júlí. Þar verður boðið upp á fjölda for- vitnilegra tónleika og námskeiða. MENNING 34 VINNUVÉLAR Tæki og tól í garðinn Sérblað um vinnuvélar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG vinnuvélarFIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 Nýr smurþjón-ustubíll Hekluvekur athygli á erlendum vettvangi BLS. 6 Heildarlausnir í lyfturum fyrir skvinnsluna Nútímaleg hönnun • Gott aðgengi ökumanns • Hljóðlátur • Hemlar í olíubaði • Gott þjónustuaðgengiHEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ásrún Magnúsdóttir er með dömulegan stíl og heldur mikið upp á kápu sem kærasti hennar keypti í Kína. Kærasti Ásrúnar, Þorleifur Örn Gunnarsson eða Tobbi eins og hann er kallaður, hitti sannarlega í mark þegar hann kom færandi hendi heim úr kór- ferðalagi með Hamrahlíðarkórnum í Kína með kápu handa Ásrúnu. „Ég hélt reyndar fyrst að þetta væri náttsloppur og fannst það ekki mjög töff gjöf áað um v Grænuborg en er á leið í samtímadans í Listaháskól- ann í haust. Kápan er frekar þunn en Ásrún getur verið í peysu innan undir, sem gerir það að verkum að hún getur notað hana jafnt sumar sem vetur. Ásrún segist vera með fremur dömulegan smekk og líkar kvenleg snið. „Ég er lítið í gallabuxum en finnst til dæmis frábærar mjúkar gammosíur sem ég nota gjarnan við kjóla.“Við kápuna er Ásrún í gráum gammósíu ú ican Apparel sem húY Kínversk kápa í uppáhaldi Ásrún segist klæða sig kvenlega og er mjög hrifin af gammósíum sem hún notar mikið við kjóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 63.316 HÁR OG SKÓRÁ efri hæð hárgreiðslu- stofunnar Hár Expó er rekin skóverslunin New Rock Reykjavík. TÍSKA 3 NÁTTÚRULEG VÖRNHeilsuhúsið selur sólarvörn frá bandaríska framleið-andanum Aubrey Organics sem stendur framarlega í lífrænum snyrtivöruiðnaði.HEILSA 5 Laugaveg 54 Vaka yfir viðskiptunum Fiskbúðin á Freyjugötu getur stært sig af tveim- ur verslunarköttum sem vakta búðina frá morgni til kvölds. FÓLK 50 Karlmannlegt og ódýrt Torfi Geirmundsson er einn örfárra rakara sem enn býður upp á rakstur með hnífi upp á gamla mátann. FÓLK 42 IÐNAÐUR Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hittir í dag aðstoðarforstjóra Alcoa til að undir rita viljayfirlýsinu um nýtt álver Alcoa á Bakka við Húsavík. „Það er verið að uppfæra vilja - yfirlýsingu frá maí 2006,“ segir Einar Karl Haraldsson, aðstoðar- maður ráðherra. Í fyrri viljayfir- lýsingu var gert ráð fyrir 250.000 tonna ársframleiðslu á áli og 400 megavatta orkuþörf versins. Alcoa hefur ekki lokið við þau verkefni sem stefnt var að með yfirlýsingunni frá 2006. „Þeir eru rétt að byrja á umhverfismatinu og hagkvæmnis- mati er ekki lokið heldur. Því er eðlilegt að framlengja þetta,“ segir Einar. Engar gagngerar breytingar verði gerðar á yfirlýs- ingunni. En í ljósi þess að vinn- unni átti að vera lokið þykir við hæfi að gildistími nýju yfirlýsing- arinnar verði nokkuð skemmri en hinnar. Ekki var frágengið í gærdag hve langur gildistíminn yrði en lítið bar í milli viðsemjenda, sagði Einar. Ekki hafði heldur verið ákveðið hvar á landinu né hvenær dags yrði skrifað undir. Geir Haarde forsætisráðherra sagði í viðtali við Dow Jones, sem birtist í gær, að vegna þrenginga í íslensku efnahagslífi væru stjórn- völd líklegri en áður til að sam- þykkja álver Alcoa. Össur vildi ekki tjá sig um málið, en þess má geta að flokkur hans, Samfylkingin, vildi fyrir síð- ustu kosningar fresta öllum stór- iðjuframkvæmdum í allt að fimm ár. Sendinefnd Alcoa kom til lands- ins fyrr í vikunni og hefur meðal annars gert sér glaðan dag á ferða- lagi á Reykjanesi. - kóþ Össur kvittar fyrir álver á Bakka í dag Iðnaðarráðherra hittir aðstoðarforstjóra Alcoa til að undirrita viljayfirlýsingu um nýtt álver á Bakka hjá Húsavík. Að mestu óbreytt endurnýjun yfirlýsingar fyrri ríkisstjórnar. Efnahagsþrengingar gera álver líklegri, segir Geir Haarde. ENGIR VEXTIR! EKKERT VESEN! VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja ÁSRÚN MAGNÚSDÓTTIR Með dömulegan smekk og líkar kvenleg snið • tíska • sumar • heimili • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS FREMUR MILT Í dag verða norð- austlægar áttir, 3-8 m/s. Skýjað með köflum en hætt við skúrum suðvestanlands og lítilsháttar vætu austan til. Hiti á bilinu 6-14 stig, hlýjast á landinu vestanverðu. VEÐUR 4 9 7 7 13 12 EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði í gær að Íslendingar gætu allt eins tekið upp Bandaríkjadal í stað íslensku krónunnar væri þörfin á inngöngu í myntbandalag knýjandi. Hann benti á að stór hluti viðskipta Íslendinga færu nú þegar fram í Banda- ríkjadölum og væri upptaka dals því rökréttari en innganga í myntbandalag Evrópu sem svo myndi leiða til evruvæð- ingar. Evran væri þannig ekki sjálfgefin mynt. Aðrir gjaldmiðlar gætu sömuleiðis komið til greina, svo sem breska pundið og aðrir norrænir gjaldmiðlar. „Bankarnir stunda ekki spákaupmennsku með íslensku krónuna. Krónan er minnsta mynt í heimi og áhugi erlendra fjárfesta á henni hefur dvínað,“ segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Gengi krónunnar féll hratt í mánuðinum þar til í gær og hafa háværar raddir verið uppi um að bönkunum gæti verið þar um að kenna, þar sem þeir vilji rétta sína stöðu í lok annars ársfjórðungs. Aðrir segja réttast að Íslendingar taki upp annan gjaldmiðil. „Við höfum enga hagsmuni af því. Hagsmunir okkar felast í stöðugu gengi og lágum vöxtum,“ segir Lárus og bendir á að málið felist í gjaldeyrisvanda. - jab / sjá síðu 22 Forstjóri Glitnis segir áhuga erlendra fjárfesta á krónuninni hafa minnkað: Geir telur upptöku Banda- ríkjadals rökréttari en evru GEIR H. HAARDE SIGLT Í SÓLINNI Veðrið hefur leikið við þátttakendur í sumarbúðum Íþróttabandalags fatlaðra á Laugarvatni. Um fimmtíu fatlaðir einstaklingar eru í búðunum og hafa skemmt sér konunglega við alls kyns iðju, ásamt ellefu starfsmönnum. Bandalagið hefur rekið sumarbúðir á Laugarvatni síðan árið 1986 og eru þær opnar öllum fötluðum. Yngsti þátttakandinn í ár er 15 ára en sá elsti 55 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Allir á völlinn Kvennalandsliðið í fót- bolta mætir Grikkjum í mikilvægum leik í dag. ÍÞRÓTTIR 44 ÍÞRÓTTIR Folf, eða frísbígolf, nýtur vaxandi vinsælda hér á landi eins og annars staðar í heiminum. Sömu reglur gilda og í golfi, en í stað þess að slá kúlum í holur er frisbídiskum kastað í körfur. Árið 2005 var Íslenska frisbígolfsam- bandið stofnað og fyrsta Íslands- mótið haldið. Svo var haldið stórt alþjóðlegt mót hér á landi 2006 með 24 erlendum keppendum. „Folf er mjög vinsælt erlend- is og hörð atvinnumennska í íþróttinni í Bandaríkjunum. Bæði þar og í Asíu er vöxturinn mikill. Í dag eru um 2.500 vell- ir um allan heim,“ segir Haukur Árnason, félagi í Íslenska frisbí- golfssambandinu. - eö / sjá allt Folfspilurum fjölgar stöðugt: Vaxandi íþrótt HEILBRIGÐISMÁL Grunur leikur á að dýrabein sem fundust í húsgrunni við Lyngholt í Garðabæ í gær- kvöldi séu smituð af miltisbrandi. Svæðið hefur verið girt af og beinin fjarlægð. Tekið verður sýni úr dýraleifunum og er fljótlega að vænta niðurstöðu um hvort þau séu smituð. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ekki hættu á ferð fyrir íbúa, en hvetur þó fólk til að „vera ekki að góna mikið ofan í“. Fréttavefurinn Vísir greindi frá því að íbúar í nágrenninu hafi lokað gluggum sínum í varúðar- skyni. Í nóvember síðastliðnum fundust tvö miltisbrandssýkt kúahræ í Garðabænum og var þeim komið í einangrun. - gh Miltisbrandur í Garðabæ: Fólk hvatt til að halda sig fjarri SLÖKKVILIÐ Slökkviliðsmenn í hlífðar- búningum mættu á svæðið til að fjarlægja beinin. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.