Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 2
2 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR DÝRAHALD „Ég vil ekki að barnið mitt leiki sér í kattaskít,“ segir Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, íbúi í Vogahverfi í Reykjavík. Hrafnhildur segir ítrekað hafa verið eftir því leitað við borgar - yfirvöld að skipt sé um sand í tveimur sandkössum á opnu leik- svæði við Ljósheima í Reykjavík en því hafi ekki verið sinnt. „Sandkassarnir eru báðir fullir af kattaskít og í hvorugum þeirra hægt að hafa barn,“ segir Hrafn- hildur. „Í morgun sáum við einnig að kassinn iðaði af lirfum sem haf- ast við í sandinum.“ Hrafnhildur hefur ásamt ungri dóttur sinni hitt nokkrar dagmæð- ur með fleiri börn á opnu leik- svæði við Ljósheima í Reykjavík reglulega. Leiksvæðið er mjög gott og vel nýtt að sögn Hrafnhild- ar, oft komi samtals fleiri en tuttugu þar saman á morgnana þegar veðrið er gott. „Það er auð- vitað mjög leiðinlegt að geta ekki leyft börnunum að leika sér í sand- kössunum,“ segir Hrafnhildur. „Þetta vandamál hefur verið til staðar mjög lengi,“ segir Hrafn- hildur. „Við búum hér í grenndinni og höfum brugðist við með því að vara aðra foreldra við að setja börnin sín í sandkassann.“ Hrafnhildur segir vandamálið erfitt við að eiga enda komi kett- irnir alltaf aftur. „Ég held að eina lausnin sé bann við lausagöngu katta.“ Ekki eru til beinar reglur um sandskipti í sandkössum á opnum leiksvæðum í borginni en Rósa Magnúsdóttir hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar segir að það sé gert einu sinni á ári, yfirleitt að vori. Gott eftirlit er með sandkössum á leikskólalóðum en það er að sögn Rósu illframkvæmanlegt á opnum svæðum sem eru um þrjú hundruð talsins í borginni. „Við getum ekki komið í veg fyrir þetta,“ segir Rósa. „Leikvellirnir eru opnir öllum.“ Rósa segir mjög mikilvægt að láta vita ef vandamál komi upp á leiksvæðunum. Hægt er að leita til Umhverfissviðs og hverfamið- stöðva borgarinnar með kvart anir. helgat@frettabladid.is Fullir sandkassar af kattaskít á leikvelli Sandkassar á opnu leiksvæði við Ljósheima í Reykjavík eru fullir af kattaskít. Beiðni til borgaryfirvalda um að skipt sé um sand í kössunum ekki sinnt. Ill- framkvæmanlegt að fylgjast með sandkössum á opnum leiksvæðum í borginni. KATTASKÍTUR Mæður sem koma saman á leikvellinum sópuðu þar saman tals- verðu magni af kattaskít á þriðjudag. KATTASKÍTUR Í SANDKASSA Fjöldi barna kemur saman á leikvelli við Ljósheima í Reykjavík flesta morgna en leika sér ekki í sandkössunum vegna kattaskítsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mál prests til saksóknara Mál séra Gunnars Björnssonar, sókn- arprests á Selfossi, hefur verið sent til ríkissaksóknara. Fjórar stúlkur kærðu Gunnar fyrir kynferðislega áreitni. Hann hefur neitað þeim ásökunum. DÓMSTÓLAR Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 Hrefna, var ísbjörninn ekkert kindarlegur? „Nei, það var ekkert kindarlegt við hann.“ Hrefna Björg Guðmundsdóttir kveðst fullviss um að hafa séð ísbjörn á Skaga, þótt leit hafi engu skilað og einu sporin sem fundist hafi eru eftir kindur. STJÓRNMÁL Ólöf Guðný Valdimars- dóttir mun láta af störfum sem aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra á næstunni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ólöf Guðný varð aðstoðar- maður þegar Ólafur tók við í janúar á þessu ári. Samkvæmt samkomulagi meirihlutans í Reykjavík situr hann sem borgarstjóri til mars á næsta ári, en þá tekur Hanna Birna Krist jáns dóttir við. Ólöf Guðný vildi hvorki staðfesta né neita þegar blaða- maður náði tali af henni. „Ég var í vinnunni í dag og verð í vinnunni á morgun, meira hef ég ekki um það að segja.“ - kóp Ólöf Guðný Valdimarsdóttir: Aðstoðarmaður Ólafs F. hættir ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR ENGLAND, AP Elísabet önnur Englandsdrottning svipti í gær Robert Mugabe, forseta Simbab- ve, titli heiðursriddara. Utanríkisráðherra Bretlands, David Milibrand, beindi því til drottningarinnar að Mugabe yrði sviptur titlinum vegna mannrétt- indabrota stjórnar Mugabes. Mugabe var gerður að heiðurs- riddara árið 1994 þegar litið var á hann sem hetju í baráttunni gegn nýlendustefnunni. Slík svipting er afar óvenjuleg en þó ekki óheyrð. Nicolae Ceausescu, fyrrverandi forseti Rúmeníu, var sviptur titlinum meðan á byltingu stóð í Rúmeníu 1989. - gh Elísabet II. sviptir Mugabe titli: Mugabe sviptur riddaratitli SAFNAMÁL TF-SIF, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar sem lenti í sjónum við Straumsvík í fyrra, hefur verið afhent flugsafni Íslands á Akureyri til varðveislu. Landhelgisgæslan fékk TF-SIF nýja frá verksmiðju árið 1985 og á 22 ára ferli sínum átti Sifin, eins og hún var oft kölluð, þátt í björgun 250 mannslífa, að áætlað er. Hún flaug samtals 7.056 klukkustundir á ferlinum áður en hún lenti í sjónum við Straumsvík á síðastliðnu ári. Vélin var afhent safninu um flughelgi flugsafnsins um liðna helgi. - shá Höfðingleg gjöf: TF-SIF komin á Flugsafn Íslands Á SAFNI Eftir langa þjónustu mun Sifin gleðja augu safngesta. MYND/LHG TRÚMÁL Séra Guðni Már Harðarson verður prestur í Lindaprestakalli frá og með fyrsta september næstkomandi. Valnefnd prestakallsins tók ákvörðun um embættisveitinguna á fundi sínum síðastliðinn mánudag. Umsækjendur um stöðuna voru þrír. Valnefndina skipuðu níu aðilar úr prestakallinu ásamt prófasti Reykjavíkurpróf- astsdæmis eystra. Guðni Már lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 2006. Sama ár var hann vígður til prestsþjónustu sem skólaprestur á vegum Kristilegu skólahreyfingarinnar. - ges Nýr prestur ráðinn í embætti: Sr. Guðni Már í Lindaprestakall DÝRAVERND „Þeir voru bara hjá hús- inu hér á horninu í lokuðum poka sem þeir hefðu líklega getað dáið í ef þeir hefðu verið mikið lengur í honum,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélagsins, sem rekur Kattholt. Í gærmorgun fundust þrír kettir í poka fyrir utan Kattholt og höfðu verið skildir eftir. „Þetta var skelfilegur poki. Það var blessunarlega allt í lagi með kis- urnar en þær höfðu greinilega ekki verið lengi í pokanum því hann var ansi þéttur,“ segir Sigríður sem brá mjög við að finna kettlingana. Hún segir þó ekki algengt að þetta komi fyrir en gerist þó nokkrum sinnum á ári. Venjulegu séu þeir þá í kassa. „Það á samt ekki að koma svona fram við dýr, að senda þau í kassa. Það er þó betra en að þeim sé hent út í hraun.“ Taka verður harðar á dýraníðing- um að mati Sigríðar og hafa háar sektir og viðurlög við þessum brot- um. „Hér hafa kettir verið teknir út úr íbúðum og fólk sleppur alveg með ákæru. Í Bandaríkjunum væri fólki skellt í handjárn fyrir svona fram- komu við dýr.“ Kettlingarnir þrír eru tveggja mánaða gamlir og þeim heilsast vel, þótt einn sé örlítið veikburða. - vsp Við Kattholt biðu þrír kettlingar í gærmorgun sem höfðu verið skildir þar eftir: Skildir eftir í loftlausum poka KISUR Í POKA Hér sjást kettlingarnir þrír í loftlausum poka sem þeir voru skildir eftir í. LÖGREGLUMÁL Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði hátt í tvö hundruð kynferðisbrotamál á síðasta ári. Þar af voru 48 nauðganir og 62 kynferðisbrot gegn börnum. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2007. Þá voru til rannsóknar hjá deildinni fjölmörg mál er varða barnaklám í tengslum við netið. Auk ofangreinds komu fjöldamörg önnur krefj- andi verkefni á borð lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu á árinu. Má þar nefna tvö morðmál, annað á Sæbraut, hitt í fjölbýlishúsi við Hringbraut. Mál sem risu vegna ofbeldisbrota voru rúmlega 900 á síðasta ári. Af þeim voru rúmlega 100 mál flokkuð sem alvarleg. Þá rannsakaði lögregla Fáskrúðsfjarð- ar málið, sem er eitt stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Samtals var 41 rán framið á síðasta ári. Ránsmennirnir voru flestir ungir að árum. Þeir sögðu fjármögnun fíkniefnakaupa hafa verið ástæðu ránanna. Eitt grófasta ránið var framið í Vogahverfi. Þar var jafnframt gengið í skrokk á hinum rænda. Hann var bundinn bæði á höndum og fótum og gúmmímotta dregin yfir höfuð hans meðan á athæfinu stóð. - jss RÁN Rúmlega fjörutíu rán voru framin á síðasta ári. Vel gekk að upplýsa þau. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mörg krefjandi verkefni hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins 2007: Rúmlega 60 kynferðisbrot gegn börnum á einu ári TÆKNI Bilanir í gervihnetti í Basel í Sviss voru valdandi þeim truflunum sem urðu á útsending- um Sjónvarpsins frá leik Þýska- lands og Tyrklands í EM í knattspyrnu í gærkvöldi. Bilanirnar komu oftar en ekki á versta tíma og þurftu lýsendur að geta í eyðurnar. Leikurinn var þrælspennandi og fór 3-2 fyrir Þýskalandi. - kóp Útsendingatruflanir á EM: Bilun í gervi- hnetti í Basel SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.