Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 10
10 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR Þj óð br au t Sm iðj uv ell ir Da lbr au t Sm iðj uv ell ir Ka lm an sv ell ir Es juv ell ir EsjubrautKa lm an sb ra ut Vo ga br au t BÓNUS www.orkan.is -2 krónur á Akranesi í dag! (við Bónus) Sparaðu hjá Orkunni í dag! SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Afsláttur er veittur af almennu verði Orkunnar sem er 174,6 kr. á 95 okt. bensíni og 191,1 kr. á dísel. M.v. verð 26. júní 2008. NÝJU ÁRI FAGNAÐ Töfralæknir í Bólivíu fagnar nýju ári. Samkvæmt tímatali Aymara-indjána hefst nýtt ár við vetrarsólstöður á suðurhveli. Nú er árið 5516. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Þjóðverji á sextugsaldri, Holger Erich Maykopf, átti að fá tíu þúsund evrur, eða sem svaraði þá milljón íslenskra króna, fyrir að smygla hingað til lands rúm- lega 23.400 e-töflum. Þetta kemur fram í dómi yfir manninum en hann hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi, óskilorðsbundið. Maðurinn var gripinn við kom- una til landsins í desember á síð- asta ári. Hann kom með flugi frá Þýskalandi gegnum Kaupmanna- höfn. Við leit tollvarða í farangri mannsins fundust sex pakkningar, vafðar í brúnt límband. Maðurinn bar að hann hefði ætlað að flytja efnin til Íslands fyrir þýskan mann, Thomas að nafni. Hann hefði átt að fá tíu þúsund evrur fyrir viðvikið, auk kostnaðar. Þjóð- verjinn kvaðst vera fyrrum heróín- neytandi. Hefði Thomas þessi útvegað sér heróínið á þeim tíma og þar með gert hann háðan sér. Þjóðverjinn sagðist aldrei hafa séð efnin. Thomas hefði komið þeim fyrir í töskunni. Hann sjálf- ur hefði þó vitað um tegund efnis- ins en ekki magn. Hann kvaðst hafa átt að fara með e-töflurnar á hótel í Reykja- vík. Þar hefði hann átt að afhenda ónefndum manni einn pakka til prufu. Líkaði manninum efnið átti hann að fá alla pakkana til að selja og útvega þannig evrurnar. - jss Þjóðverji sem smyglaði e-töflum fékk þrjú og hálft ár: Var lofað tíu þúsund evrum fyrir Íslandsferð VEÐUR Gróður hefur blómgast tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega í ár, að því er Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður segir. „Þetta er allt svona tveimur til þremur vikum á undan,“ segir hann. Hann reiknar með því að það sé þróun sem sé komin til að vera og megi rekja til hlýnandi veðurfars. „Ég er farinn að fjalla um aldintrjárækt í mínum leiðbeiningum því hér á Suðurlandi eru epli farin að spretta árvisst. Það er merki um nokkuð,“ segir hann glettinn. Sæmundur Guðmundsson hefur ræktað epli á Hellu frá 1993. Hann segist finna fyrir áhrifum hlýnunar: „Já. Þetta er allt saman blómlegra, að minnsta kosti í vor.“ - gh Hlýnun veldur því að gróður blómgast fyrr en áður: Gróður blómgast óvenju snemma GULLREGN Í HALLARGARÐINUM Gullregn er meðal þeirra plantna sem hafa blómgast óvenju snemma í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUR Tafir og truflanir geta orðið á flugi til og frá Íslandi þegar og ef vinnustöðvun flugumferðar- stjóra hefst í fyrramálið. Deiluaðil- ar hittast í dag. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að verið sé að skoða hvernig brugðist verði við. Ekki er ákveðið hvaða vélar fá að fara á loft. Flugmálastjóri hefur nú sam- þykkt þær viðbragðsáætlanir sem Flugstoðir og Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli gerðu vegna verkfallsins. Þær taka mið af til- boði flugumferðarstjóra um fyrstu tvö verkföllin, sem boðuð eru á morgun og mánudag. Samkvæmt þeim leggst allt innanlandsflug niður á morgnana. Flug yfir landið verður hins vegar heimilt og tvær flugvélar mega taka á loft frá Keflavíkurflugvelli á klukkustund meðan á verkfalli stendur, frá klukkan sjö til ellefu. Þetta er veru- leg skerðing því venjulega taka tuttugu vélar á loft á þessum tíma. „Þetta tefur og truflar allt flug og tenginguna milli Evrópu og Ameríku, þetta hefur verulega truflandi áhrif þar. Við erum fyrst og síðast að hugsa um farþega og erum að vinna í því hvernig við bregðumst við á föstudagsmorg- un,“ segir Björg ólfur Jóhannsson. „Við reiknum með að þetta sleppi fyrsta daginn en svo breytast aðgerðirnar og þetta verður allt flóknara.“ Björgólfur vill lítið segja um það hvernig brugðist verður við ef til vinnustöðvunar kemur. Félagið flytji hundruð farþega milli heims- álfa á hverjum degi. Eitt af því sem verið sé að skoða sé hótel fyrir far- þegana en ekki sé víst að herbergi séu laus. Farþegum er bent á að fylgjast með upplýsingum komi til verk- falls en flugtaksheimildum verður skipt á milli íslensku flug félaganna tveggja. - ghs/kóp FARÞEGAR Í LEIFSSTÖÐ Búast má við töfum á millilandaflugi á morgun ef samningar við flugumferðarstjóra nást ekki í tæka tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst í fyrramálið: Tafir og truflanir verða á öllu flugi SAMGÖNGUR Flest bendir til þess að farþegar beri fjárhagslegt tjón sjálfir, til dæmis ef þeir missa af tengiflugi. „Kostnaðurinn lendir ekki á Icelandair en við reynum að gera sem mest til þess að þetta hafi sem minnst áhrif á farþegana,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Hjá Tryggingamiðstöðinni fást þær upplýsingar að verkfalls- aðgerðir séu yfirleitt ekki bótaskyld tjón jafnvel þótt forfallatrygging hafi verið greidd með greiðslukorti. Í sumum tilvikum sé hægt að fá ákveðnar bætur vegna ferðatafar. - ghs Vinnustöðvun í fluginu: Farþegarnir bera tjónið ÍTALÍA, AP Njósnamyndir af egypska klerknum Osama Moustafa Hassan Nasr hafa fundist í tölvu fyrrverandi stjórnanda stöðvar CIA í Mílanó. Á Ítalíu er réttað yfir bandarískum og ítölskum leyniþjónustu- mönnum sem grunaðir eru um að hafa verið viðriðnir ránið á Nasr á götu í Mílanó árið 2003. Nasr var svo fluttur til Egypta- lands. Bandarísku sakborningarn- ir eru ekki viðstaddir réttarhöldin og bandarísk stjórnvöld hafa sagt að þeir verði ekki framseldir. - gh Réttað yfir CIA-mönnum: Njósnamyndir benda til sektar OSAMA MOUSTAFA HASSAN NASR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.