Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 12
12 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR SIMBABVE, AP Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnandstöðunnar í Simbabve, sté skamma stund út úr skjóli hollenska sendiráðsins í Harare í gær til að tala við fjöl- miðla. Meginboðskapur hans var að hvetja leiðtoga annarra Afríku- ríkja til að skerast í leikinn og hafa milligöngu um viðræður til að binda enda á ófremdarástand- ið í landinu. Hann sagði að úrslita- umferð forsetakosninga, sem Robert Mugabe forseti og stjórn hans ætla að láta fara fram á morgun, föstudag, væri engin lausn. Mugabe ætlar að láta kosning- arnar fara fram þó að hann sé sjálfur einn í framboði, eftir að Tsvangirai hætti við þátttöku um síðustu helgi og leitaði skjóls undan ofsóknum handbenda Mugabes í hollenska sendiráðinu. Tsvangirai fékk fleiri atkvæði en Mugabe í fyrri umferð for- setakosninganna en samkvæmt opinberum úrslitum fékk hann þó ekki yfir helming atkvæða og því var boðað til úrslitaumferðar. Tsvangirai sagði að markmið miðlunarviðræðnanna ætti að vera að koma á tímabundinni þjóðstjórn. „Er hann genginn af göflun- um?“ var svarið sem Bright Mat- onga, aðstoðarupplýsingamála- ráðherra í stjórn Mugabes, gaf sem viðbrögð við þessari áskorun Tsvangirais. Utanríkisráðherrar Norður- landanna sendu í fyrrakvöld frá sér sameiginlega yfirlýsingu um ástandið í Simbabve. Þeir taka undir ályktun Sameinuðu þjóð- anna þar sem pólitískt ofbeldi í Simbabve er fordæmt. Skorað er á stjórn Simbabve að stöðva ofbeldisölduna, að láta þegar í stað af hótunum í garð stjórnar- andstæðinga, leyfa opinbera fundi og samkomur og láta lausa stjórnmálaleiðtoga sem hafa verið teknir höndum. Ráðherr- arnir krefjast þess enn fremur að öryggi stjórnarandstöðuleiðtog- ans Tsvangirais verði tryggt. „Binda verður enda á ofbeldi og leggja verður drög að lög- mætri, lýðræðislegri og umbóta- sinnaðri stjórn í Simbabve,“ segir í yfirlýsingu norrænu ráðherr- anna. „Eru Norðurlöndin reiðu- búin að veita slíkum stjórnar- umbótum öflugan stuðning og munu leggja á það höfuðáherlsu í samskiptum sínum við ríkin í sunnanverðri Afríku.“ audunn@frettabladid.is Binda verður enda á ofbeldi og leggja verður drög að lögmætri, lýðræðislegri og umbótasinnaðri stjórn í Simb- abve. ÚR YFIRLÝSINGU NORRÆNU UTANRÍKISRÁÐHERRANNA VILL ÞJÓÐSTJÓRN Tsvangirai á tali við fréttamenn við sendiráð Hollands í Harare í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vill milligöngu Afríkuleiðtoga Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve segir það ekki leysa neitt að láta úrslitaumferð forsetakosn- inga fara fram. Hann hvetur Afríkuleiðtoga til að skerast í leikinn og miðla málum. Faxafeni 12, Reykjavík • Glerárgötu 32, Akureyri. Góð fl ík í lautarferðina Verð 2.800 kr. Þorri barnafl íspeysa frá MAX 66north.is / Júní 2008 Reykjanesbær auglýsir eftir lagi og texta í samkeppni um ljósalagið 2008 sem haldin er í tilefni Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar. Taktu þátt og skilaðu lagi tilbúnu til spilunar ásamt texta á ljosanott.is/ljosalag eða á geisladiski á skrifstofur Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, merktu Ljósalag 2008. Merkja þarf lagið með dulnefni og rétt nafn að fylgja með í lokuðu umslagi. Skilafrestur er til 14. júlí n.k. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á ljosanott.is Verðlaunaupphæð er kr. 500.000. LJÓSALAGIÐ 2008 SÖNGLAGASAMKEPPNI KÍNA, AP Japanskt herskip með 240 manna áhöfn sigldi í gær í höfn í Kína í fyrsta sinn frá heimsstyrj- öld inni síðari. Þykir það vera til marks um batnandi samskipti asísku stórveldanna. Í skipinu voru lyf, teppi og aðrar birgðir fyrir fórnarlömb jarð- skjálftanna í Kína 12. maí. Með heimsókninni endurgjalda Japanar heimsókn kínversks herskips til Tókýó í nóvember. Samskipti land- anna hafa lengi verið stirð enda minningin sár um innrás og her- setu Japana í Kína á fjórða og fimmta áratugnum. Japanar hættu við að senda birgðir á jarðskjálfta- svæðin í maí vegna mótmæla kín- versks almennings. - gh Bætt samskipti Kína og Japans: Söguleg heimsókn herskips til Kína TÍMAMÓT Japanska herskipið Sazanami leggur að í Guangzhouhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.