Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 16
16 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Þróun kaupmáttar Rússar kæra fleiri mál til Mann- réttindadómstóls Evrópu í Strass- borg en nokkur önnur þjóð. Segja lögspekingar það lýsandi fyrir vanda mál rússneska réttarkerfis- ins. Frá því Rússland fullgilti Mann- réttindasáttmála Evrópu árið 1998 hafa dómstólnum borist um 46 þús- und kærur þaðan. Gagnrýnendur segja það vera vegna spillingar og ósjálfstæðis dómara frá stjórn- völdum. Nýr forseti Rússlands, Dmítrí Medvedev, hefur heitið því að berj- ast gegn spillingu og efla réttar- kerfið og vernd mannréttinda. - gh Kaupmáttur hefur dregist saman að undanförnu en líklegt má telja að kaup- máttarskerðingin sé meiri en vísitala Hagstofunnar um kaupmátt gefur til kynna. „Ég áætla að kaupmáttur ráðstöf- unartekna sé að dragast hratt saman um þessar mundir,“ segir Ingunn Þorsteinsdóttir, hagfræð- ingur hjá ASÍ. Hún bætir við að hugsanlegt sé að launþegar verði að taka á sig áframhaldandi kaup- máttarrýrnun á komandi mánuð- um. Kaupmáttur launa hefur dreg- ist saman í sjö af síðustu níu mán- uðum og um 4,2 prósent frá ára- mótum. Ef horft er til síðustu þriggja mánaða og sú breyting færð yfir á tólf mánaða tímabil er kaupmáttarskerðingin um 13,5 pró- sent. Af því má sjá að hraði kaup- máttarskerðingarinnar hefur verið mikill undanfarna mánuði. Kaup- máttur hefur þó aukist um 17,1 pró- sent frá upphafi árs 2000 en hefur hins vegar staðið í stað frá árinu 2006. Spurð um áhrif þess að kaup- máttur launa hefur minnkað í sjö af síðustu níu mánuðum segir Ingunn það alvarlegt mál. „Það er áhyggju- efni fyrir almenning og launafólk hve há verðbólgan er, það er hún sem veldur því að kaupmáttur er að rýrna. Það er forgangsatriði að ná niður verðbólgu og verðbólguvænt- ingum til að draga úr þessari kaup- máttarrýrnun,“ segir Ingunn. Hún segir að útlitið sé ekki bjart þegar greiðslubyrði vex á sama tíma og kaupmáttur minnkar og bendir einnig á að það séu erfiðir tímar framundan í vetur vegna endurnýjar samninga. Erfitt er að segja til um hvernig staða mála verður þegar menn setjast við samningaborðið. Hagfræðingar segja gjarnan að aukning kaupmáttar verði að hald- ast í hendur við aukna framleiðni vinnuafls, þ.e. afköst vinnuaflsins verði að aukast svo kaupmáttur launþega vaxi. Erfitt er að sjá það fyrir sér að framleiðni vinnuafls aukist nú um stundir þegar flest fyrirtæki halda að sér höndum og verkefnastaða þeirra er slæm. Íslenski vinnumarkaðurinn er sveigjanlegur sem endurspeglast meðal annars í því hve auðvelt er að reka og ráða fólk til starfa. Upp- sagnir eru nauðsynlegar hjá mörg- um fyrirtækjum til að forðast gjald- þrot þar sem framleiðni vinnuaflsins er lág. Sveigjanleiki íslenska vinnu- markaðarins mun vinna gegn kaup- máttarskerðingunni en það er ein- ungis spurning hve mikið hann ver kaupmáttinn. Annað merki um sveigjanleika vinnumarkaðarins er aukin ásókn í skóla á krepputímum. Um 95 pró- sent útskriftarnema úr 10. bekk sóttu um inngöngu í framhaldskóla fyrir haustið og aldrei hafa jafn- margir sótt um í Háskóla Íslands. Aukin ásókn í skóla gefur til kynna tilfærslu af vinnumarkaði í skóla- kerfið sem er merki um sveigjan- leika íslenska vinnumarkaðarins, en það er einungis spurning um hve langt sveigjanleikinn fleytir okkur í vörn gegn kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttur ráðstöfunartekna segir til um hve mikið fé stendur eftir af heildarlaunum eftir skatta og kostnað vegna lána að viðbættum fjármagnstekjum og tilfærslum frá ríkinu, til dæmis barnabætur. Kaupmáttur launa tekur hins vegar einungis mið af verðbólgu og launavísitölu Hagstofunnar. Vísitalan tekur einungis tillit til grunnlauna en ekki bónusa eða annarra óreglulegra greiðslna. Margar atvinnustéttir hafa notið ýmissa aukagreiðslna í góðæri und- anfarinna ára og því er líklegt að kaupmáttarskerðingin sé vanmetin í vísitölu hagstofunnar fyrir marga þjóðfélagshópa. Kaupmáttur ráðstöfunartekna gefur betri mynd af raunverulegri stöðu fólks og er betri mælikvarði á kaupmátt. Líklegt má telja að kaupmáttur ráðstöf- unartekna sé að dragast hratt saman þar sem dregið hefur úr aukagreiðslum á sama tíma og skuldabyrði lána er að aukast, á sama tíma og kaupmáttur launa er að dragast saman. Skellurinn er því í raun tvöfaldur, þar sem kaupmáttur ráðstöfunar- tekna er að dragast hraðar saman en kaupmáttur launa samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. KAUPMÁTTUR RÁÐSTÖFUNARTEKNA OG LAUNA Hvað er klukkan á Íslandi? Samræmdur tími á Íslandi var tekinn upp með lögum árið 1907 og skyldu allar klukkur á Íslandi miðast við meðalsóltíma í Reykjavík og vera einni klukkustund og 28 mínútum á eftir miðtíma eða Greenwich-tíma. Höfðu klukkur fram að því verið stilltar eftir meðalsóltíma á hverjum stað þannig að klukkur á Akureyri voru til dæmis 15 mínútum á undan klukkum í Reykjavík og klukkur í Neskaupstað 33 mínútum á undan klukkum í Reykja- vík. Var þessi staðaltími nefndur íslenskur meðaltími eða miðtími og var hann tekinn upp í almanakinu 1908. Hvenær var sumartími tekinn upp á Íslandi? Tíu árum eftir að samræmdur tími var tekinn upp á Íslandi, eða árið 1917 voru sett lög sem heimiluðu Ráðuneyti Íslands að klukkunni væri flýtt um allt að eina og hálfa klukkustund frá íslenskum meðaltíma. Var þessari heimild beitt á árunum 1917 til 1921 þegar klukku var flýtt um eina klukku- stund á sumrin. Frá árinu 1922 til ársins 1938 var klukkunni hins vegar ekki breytt á sumr- in og gilti þá sami tími á Íslandi á sumrin og veturna. Árið 1939 var aftur farið að flýta klukkunni um eina klukkustund yfir sumarmánuði á Íslandi og stóð það fyrirkomulag allt til ársins 1968. Það ár tóku gildi lög sem kváðu á um að sumartíminn, Greenwich-tími skyldi vera staðaltími á Íslandi og gilda bæði að sumri og vetri. Síðan þá hefur sami tími gilt hér á landi. En hvað með önnur lönd? Ísland er ekki eina landið sem fylgir sama tíma allt árið. Í mörgum fjölmennustu löndum heims er klukkunni ekki breytt tvisvar á ári. Má þar nefna Kína, Indland, Indónesíu, Pakistan, Bangladess, Nígeríu og Japan. Í mörgum þeirra hefur þó einhvern tíma verið skipt á milli sumar- og vetrartíma en það er ekki lengur gert. Þá er einnig nokkuð um að svæði innan landa breyti sinni klukku ekki þó löndin fylgi sumar- og vetrartíma. Má þar sem dæmi nefna fylkið Saskat- chewan í Kanada þar sem sumartími gildir allt árið um kring þó að stærsti hluti Kanada skipti milli sumar- og vetrartíma. Í stærstum hluta Arizonafylkis gildir sumartími allt árið um kring þó að í öðrum ríkjum Bandaríkjanna sé klukkunni breytt tvisvar á ári. HEIMILDIR: VÍSINDAVEFURINN OG ÞORSTEINN SÆMUNDSSON, UM TÍMAREIKNING Á ÍSLANDI, ALMANAK HÍ.. FBL-GREINING: SUMAR- OG VETRARTÍMI Tvisvar reynt á Íslandi Hrun kaupmáttarins 6% 4% 2% 0% -2% -4% janúar maí 2000 2008 ÞRÓUN KAUPMÁTTAR LAUNA MINNA FYRIR PENINGANA Kaupmáttur launa hefur dregist saman í sjö af síðustu níu mánuðum. Hagfræðingur ASÍ segir hugsanlegt að launþegar verði að taka á sig áframhaldandi kaupmáttarrýrnun á komandi mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. VÍSTALA KAUPMÁTTAR Kaupmáttur launa hefur staðið í stað frá upphafi árs 2006. Vísitala kaupmáttar sýnir breytingu á kaupmætti launa milli tímabila. Vísitalan vex yfir lengri tímabil ef kaupmáttur launa eykst. MINNA FYRIR PENINGANA Kaupmáttur launa hefur dregist saman í sjö af síðustu níu mánuðum. Hagfræðingur ASÍ segir hugsanlegt að launþegar verði að taka á sig áframhaldandi kaupmáttarrýrnun á komandi mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. „Á meðan verðbólga er svona mikil þá er afar ósennilegt að kauphækk- anir haldi í við verðbólgu og hún þarf að lækka mikið til að von sé til þess að kaupmáttur vaxi á ný,“ segir Sveinn Agnarsson, fræði- maður á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Spurður um áhrif þess að einungis er tekið tillit til grunn- launa í launavísitölunni en ekki aukagreiðslna og bónusa segir Sveinn að líklega sé að kaupmáttar- skerðingin vanmetin meðal hópa sem notið hafa mikilla greiðslna utan grunnlauna. Fyrirtæki reyna að halda launakostnaði í lágmarki um þessar mundir og takmarka yfirvinnu og aukagreiðslur. Hann bendir á að kaupmáttarskerðing þessara hópa sé því líklega töluvert meiri en launavísitalan gefur til kynna. KAUPMÁTTARSKERÐINGIN VANMETIN VERÐBÓLGA ER VANDINN Sveinn Agnarsson, fræðimaður á Hagfræði- stofnun, segir að verðbólga þurfi að lækka mikið til að kaupmáttur vaxi á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI janúar 2006 janúar 2007 janúar 2008 júlí 2006 júlí 2007 maí 2008 95 105 115 125 VÍSITALA KAUPMÁTTAR FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR ARNARSON bjornthor@frettabladid.is RV U n iq u e 0 60 80 2 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hentugt við grillið - einnota borðbúnaður á tilboðsverði Á tilboði í júní 2008Einnota diskar, glös, bollar og hnífapör20% afsláttur TUGÞÚSUNDIR KÆRA Mannréttinda- dómstóll Evrópu í Strassborg annar ekki að afgreiða þau mál sem hrannast upp. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg: 46 þúsund kærur borist frá Rússlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.