Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 26
26 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS M óðurmálskunnátta og ritfærni háskólanema er áhyggjuefni háskólamanna segir í frétt blaðsins í byrjun viku. Sigurður Líndal lagaprófessor segir vankunnáttu háskólanemenda í íslensku auka álag- ið á kennurunum og Kristín Ingólfsdóttir háskóla- rektor tekur undir og segir nauðsynlegt að gerðar verði strangari kröfur um íslenskukunnáttu á fyrri stigum skólakerfisins. Þeir sem fylgst hafa með minnkandi áherslu á kennslu í móðurmálinu eru ekki undrandi á yfirlýsingum þessara tveggja háskólamanna. Móðurmálskennsla hefur átt undir högg að sækja í íslenska skólakerfinu undanfarin ár og áratugi. Ekkert lát virðist á þeirri þróun og ýmislegt bendir til að enn eigi eftir að draga úr áherslu á móðurmálskennslu. Sigurður Líndal bendir á að margir háskólanemar virðist ekki hafa tök á því að skrifa skilmerkilegan texta eða koma frá sér hugsun þannig að heil brú sé í. Víst er að margir háskólakennarar gætu tekið undir með Sigurði. Framhaldsskólakennarar hafa einn- ig kvartað undan því að nemendur komi illa undirbúnir í íslensku úr grunnskóla. Íslensku mæla ekki nema um þrjú hundruð þúsund manns. Það þykja fáir þegar þjóðtunga á í hlut. Ábyrgð þeirra sem eiga íslensku að móðurmáli á vexti og viðgangi tungunnar er því mikil. Hitt skiptir ekki síður máli að haldgóð þekking á móðurmáli og hæfileiki til að nýta málið til að tjá sig í ræðu og riti er hverjum og einum mikilvæg. Í stöðugt minnkandi heimi þarf vitanlega að leggja mikla áherslu á færni í erlendum tungumálum. Sú kunnátta er þeim ekki síður mikilvæg sem deila móðurmáli sínu með fáum en þeim sem deila því með mörgum. Það má hverjum vera ljóst. Vitað er að grundvallarforsenda þess að ná tökum á erlendu tungumálið eftir máltökuskeið er einmitt að eiga sér örugga heima- höfn í móðurmálinu. Þess vegna er staðgóð móðurmáls kunnátta eitt af því sem skiptir þá höfuðmáli sem vilja ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Öll rök hníga að því Íslendingar eigi að leggja meiri rækt við móðurmálið á öllum skólastigum, allt frá leikskóla upp í háskóla. Við eigum að leggja áherslu á að kenna þeim íslensku sem hing- að hafa flust frá öðrum löndum. Einnig eigum við að taka þeim fagnandi sem vilja læra og tala íslensku, líka meðan þeir hafa ekki náð á henni fullum tökum. Ætli þjóðin ekki að varpa móðurmál- inu fyrir róða verður íslenskan áfram að vera það tungumál sem notað er í samskiptum á Íslandi; í námi, atvinnulífi, viðskiptum, fræðimennsku og þar fram eftir götunum. Ástandið sem Sigurður Líndal lýsti í frétt blaðsins á sunnudag- inn er íslensku menntakerfi til vansa. Þróuninni verður að snúa við áður en það er orðið um seinan. Landsliðið í handbolta er þannig skipað, að þar er valinn maður í hverju rúmi. Önnur sjónarmið komast ekki að. Flokksskírteini skipta engu máli. Eða hvernig heldur þú, lesandi góður, að landsliðinu gengi á heimsmeistaramótum, ef stjórnmálaflokkarnir hlutuðust til um, að útvaldir menn á þeirra vegum yrðu að vera í liðinu? Spurningin svarar sér sjálf. Þessi sjálfsagða íþróttaregla, að gjörvuleiki ráði mannvali, er þverbrotin í efnahagslífinu. Seðlabanki Íslands er augljóst dæmi. Fyrir þrem árum skipaði formaður Sjálfstæðisflokksins sjálfan sig í bankastjórnina. Bankaráðið er einnig notað sem mjaltavél handa stjórnmála- mönnum: þar sitja fulltrúar flokkanna, raka saman fé og rétta upp hönd, þegar banka- stjórnin skammtar sjálfri sér kauphækkun. Þetta er ítalska aðferðin: að stinga upp í stjórnar- andstöðuna með því að veita henni aukaaðild að sukkinu. Kröfur um brottvikningu bankastjórnar Seðlabankans, sem hefur reynzt ófær um að gegna lögboðnu hlutverki sínu, heyrðust ekki úr röðum stjórnar- andstæðinga, heldur frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun fór sömu leið og Seðlabankinn: Sjálfstæðis- flokkurinn gerði varaformann sinn að forstjóra fyrirtækisins. Nú bíða sjálfstæðismenn og aðrir þess með lafandi tunguna, að forstjórinn láti af störfum fyrir aldurs sakir. Þetta er lokaður klúbbur. Dæmigert nýmarkaðsland Ástandið sums staðar í einka- geiranum er ekki miklu skárra. Annars var ekki að vænta á fyrri tíð, þegar atvinnulífið var gegnsýrt af stjórnmálum: Eimskipafélagið var íhaldsfyr- irtæki, Sambandið var fram- sóknarfyrirtæki og þannig koll af kolli. Einkavæðingu við- skiptabankanna og annarra ríkisfyrirtækja hefði að réttu lagi átt að stefna gegn þessu ástandi, en önnur sjónarmið urðu ofan á. Stjórnmálamenn höfðu komizt á bragðið með kvótakerfinu og stóðust ekki heldur allar freistingarnar, sem einkavæðingin lagði fyrir þá. Nokkrir flokksmenn rökuðu saman fé, einn áður sjálfskipað- ur seðlabankastjóri keypti sér flugfélag, aðrir létu sér nægja sjálftekin embætti, laun og hlunnindi. Þegar formaður stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins tæpti á einum anga málsins í frægri ræðu í Borgarnesi, supu menn hveljur í herbúðum sjálfstæðismanna, vegna bersöglinnar. Nýmarkaðslönd eru nefnd þau lönd, þar sem stjórnmál flækjast fyrir viðskiptum. Ísland er eftir þessari skilgrein- ingu dæmigert nýmarkaðsland, þótt útlendingar vegna van- kunnáttu um landshagi hirði ekki um að hafa Ísland með á listanum yfir slík lönd. Hvernig er hægt að láta Ísland vanta á listann, þegar forsvarsmenn stærsta fyrirtækis í landinu fullyrða, að fyrirtækið hafi um margra ára skeið sætt pólitísk- um ofsóknum? Margt annað hangir á spýtunni. Mannvalið í stjórnum einkafyrirtækja ber vitni. Í heilbrigðum markaðs- búskaparríkjum er það viðtekin regla, að stjórnir stórfyrirtækja eru skipaðar reyndum kunnáttu- mönnum víðs vegar að til að tryggja rekstrinum aðhald og fjölbreytta sérþekkingu. Hér heima sitja yfirleitt sömu mennirnir og vinir þeirra í stjórnum margra stórfyrirtækja og sýna utanaðkomandi aðhaldi, þekkingu og reynslu lítinn áhuga. Frá þessu munstri eru að vísu ýmsar undantekningar, til dæmis Bakkavör og Íslensk erfðagreining. Í stjórnum margra annarra íslenzkra stórfyrirtækja sitja þó aðallega leppar eigendanna. Aðhaldið, sem sjálfstæðar stjórnir geta veitt rekstrinum, verður þá minna en ella, og sjóndeildar- hringur fyrirtækjanna þrengri. Talsamband við bankann Einn seðlabankastjóranna hélt því nýlega fram í útvarpi, að seðlabankar nýmarkaðslanda gætu þurft að halda gjaldeyris- forða yfir skammtímaskuldum bankanna, en ekki Seðlabanki Íslands. Þessi gjaldeyrisregla, sem er kennd við Greenspan, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og Giudotti, suður-amerískan hagfræðing, er eigi að síður virt víðast hvar. Að vísu er sjaldgæft, að á regluna reyni í rétt nefndum markaðs- búskaparlöndum. Hitt er algengara, að skammtímaskuldir bankanna fari langt upp fyrir gjaldeyrisforðann í nýmarkaðs- löndum, þar sem stjórnmála- menn eru í talsambandi við bankana, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins lýsti sambandi Sjálfstæðisflokksins við Lands- banka Íslands 2004. Annað kennimark nýmarkaðslanda er skyndilegt gengishrun, sem leiðir auk annars af vantrú fjármálaheimsins á seðlabankan- um og stjórnvöldum. Öll rök hníga að því að Íslendingar eigi að leggja meiri rækt við móðurmálið á öllum skólastigum. Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Gengi og gjörvuleiki Lífið er bolti UMRÆÐAN Þorleifur Gunnlaugsson skrifar um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins Jórunn Ósk Frímannsdóttir og Guð-laugur Þór Þórðarsson hafa átt í við- ræðum um rekstarvanda Droplaugar- staða í eitt ár án þess að niðurstaða hafi náðst. Hvernig skyldi standa á því ? Um það er ekki deilt að Droplaugar- staðir eru vel rekið úrræði. Það viður- kennir Jórunn Ósk Frímannsdóttir þegar hún segir að „gripið hefur verið til margs konar ráðstafana til að nýta sem best það fjár- magn sem Droplaugarstaðir hafa úr að spila, m.a. hefur verið farið vandlega yfir mönnun vakta og er vel fylgst með launakostnaði og brugðist við frávikum eftir því sem aðstæður leyfa“. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkið hefur stundað það að svelta úrræðið en síðan greitt niður hallann þangað til nú að allt er komið í óefni. Frjálshyggjupostularnir Jórunn Ósk og Guðlaugur Þór komast ekki að samkomulagi. Er einhver hissa? Undanfarin ár hafa verið erfið fyrir starfsfólk Droplaugastaða. Grundvallarendurnýjun hús- næðisins hefur haft í för með sér mikla aukavinnu, hávaða og önnur óþægindi sem fólk þarf að öðru jöfnu ekki að búa við. Undir forystu Ingibjargar Bernhöft hefur tekist að mynda samfélag sem er til fyrir- myndar en að sjálfsögðu hefur viðvarandi niðurskurður heft starfsemina. Þegar sér fyrir endann á þessu erfiða en metnaðar- fulla verkefni, þá á að fara að bjóða rekst- urinn út. Hvers vegna ? Undirituðum hafa borist upplýsingar um það að hið nýja einkafyrirtæki, Heilsu- verndarstöðin, fái um það bil 25% hærri daggjöld fyrir hvíldarinnlagnir aldraðra en Drop- laugastaðir eru að fá. Tilboð Heilsuverndarstöv- arinnar í margumtalað búsetuúrræði var um 25% hærra en tilboð SÁÁ. Í rökstuðningi fyrir því að taka hærra tilboðinu í því tilfelli segir meðal annars að það sé eitt af markmiðum „Velferðar- sviðs að styðja við þróun og samkeppni á markaði í félags- og heilbrigðisþjónustu“. Eru heilbrigðis- ráðherra og formaður velferðarrráðs að vinna að því markmiði með því að svelta samfélagslegan rekstur en ausa fé í þann einkarekna? Höfundur borgarfulltrúi VG. Næst eru það Droplaugarstaðir ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Vinsæl stefna Samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins er rúmlega helmingur lands- manna mótfallinn frekari stóriðjufram- kvæmdum, ívið fleiri úti á landi en í borginni. Það kemur Merði Árnasyni, vefritstjóra Samfylkingarinnar, ánægju- lega á óvart. Að hans mati eru þessar niðurstöður sérstakt fagnaðarefni fyrir Samfylkinguna, því þær sýni að almenningur styðji umhverfisstefnu flokksins, Fagra Ísland. Nú er sjálfsagt aðeins tímaspursmál þar til Samfylkingin fer að gera það líka. Blessuð hlutlægnin Agnes Bragadóttir skrifar ádrepu í Morgunblaðið um ábyrgð fjölmiðla- fólks, gildi þess að vera reiðubúinn að viðurkenna mistök og skylduna til þess að segja rétt og satt frá. „Við höfum atvinnu af því að upplýsa lesendur, áheyrendur og áhorfendur, um það sem er að gerast, á sem hlut- lægastan hátt,“ skrifar Agnes. Þetta eru orð að sönnu hjá blaðamanninum, sem skaust í leyfi frá viðskiptafréttum til að gera tilboð þegar Síminn var einkavæddur. Rökrétt niðurstaða Þegar Einar K. Guðfinnsson, sjávar- og landbúnaðarráð- herra, er ekki á fjöllum er hann í útlöndum að kynna sér stöðu heimsmála. Einar var í Bretlandi fyrir skemmstu og komst að því að þar glíma heimamenn við sama efnahags- vanda og Íslendingar: lausafjárskort, lítið lánsfé og ofurvexti. Jafnvel breska pundið mæti nú miklum mótvind og sömu sögu er að segja af Bandaríkja- dollar. „Þó eru menn ekki á þeim bæjum að tala um að leggja niður þessar myntir til að taka upp evru!!“ skrifar Einar á heimasíðu sína, svo mikið niðri fyrir að ekki duga færri en tvö upphrópunarmerki. Þetta er líka eina rökrétta niður- staðan sem draga má af samanburði íslensku krónunnar við dollarann og pundið!! bergsteinn@frettabladid.is Íslenskir háskólanemar eru slakir í íslensku. Þróun sem verður að snúa við STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.