Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ásrún Magnúsdóttir er með dömulegan stíl og heldur mikið upp á kápu sem kærasti hennar keypti í Kína. Kærasti Ásrúnar, Þorleifur Örn Gunnarsson eða Tobbi eins og hann er kallaður, hitti sannarlega í mark þegar hann kom færandi hendi heim úr kór- ferðalagi með Hamrahlíðarkórnum í Kína með kápu handa Ásrúnu. „Ég hélt reyndar fyrst að þetta væri náttsloppur og fannst það ekki mjög töff gjöf en áttaði mig svo á því að um var að ræða þessa fínu kápu og varð mjög ánægð. Hún er aðsniðin í mittið og hentar bæði spari og hversdags, en það er svo gott að eiga svoleiðis yfirhöfn,“ segir Ásrún, sem vinnur á leikskólanum Grænuborg en er á leið í samtímadans í Listaháskól- ann í haust. Kápan er frekar þunn en Ásrún getur verið í peysu innan undir, sem gerir það að verkum að hún getur notað hana jafnt sumar sem vetur. Ásrún segist vera með fremur dömulegan smekk og líkar kvenleg snið. „Ég er lítið í gallabuxum en finnst til dæmis frábærar mjúkar gammosíur sem ég nota gjarnan við kjóla.“ Við kápuna er Ásrún í gráum gammósíum úr Amer- ican Apparel sem hún keypti í verslunarferð í New York og támjóum skóm sem hún fékk á slikk í Spútn- ik. Hún hefur stundað nám í Listdansskóla Íslands um margra ára skeið og ætlar sér að helga líf sitt dansin- um næstu árin. vera@frettabladid.is Kínversk kápa í uppáhaldi Ásrún segist klæða sig kvenlega og er mjög hrifin af gammósíum sem hún notar mikið við kjóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 63.316 HÁR OG SKÓR Á efri hæð hárgreiðslu- stofunnar Hár Expó er rekin skóverslunin New Rock Reykjavík. TÍSKA 3 NÁTTÚRULEG VÖRN Heilsuhúsið selur sólarvörn frá bandaríska framleið- andanum Aubrey Organics sem stendur framarlega í lífrænum snyrtivöruiðnaði. HEILSA 5 Laugaveg 54, sími: 552 5201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.