Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 36
 26. JÚNÍ 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Skagfirðingurinn Sesselja Tryggvadóttir hefur unnið á virkjunarsvæðinu fyrir austan í fimm ár, lengst af sem starfs- maður Arnarfells en nú hjá Ístaki. „Ég byrjaði uppi í Kárahnjúkum 2003. Var að keyra trukk til að byrja með. Fór svo á vinnuvélanámskeið og síðan hef ég gripið í þau tæki sem þörf er á hverju sinni. Það er ekki hægt annað í jarðgangagerð.“ Hvað varstu að vinna áður? „Ég var tólf ár samfellt í fiski en er búfræðingur að mennt og byrj- aði búskap á Hofsvöllum í Lýtings- staðahreppi. Sem betur fer hætti ég, því það er ekki bjart hjá sauð- fjárbændum í dag.“ Ég geri ráð fyrir að þú hafir kunn- að á dráttarvélarnar. Varstu líka á tækjum í frystihúsinu? „Já, ég vann nánast öll störf þar. Það er ljósi punkturinn í þeirri vinnu að geta aðeins skipt um handtök.“ Það eru ekki margar stúlkur sem endast eins lengi og þú í svona fjallavinnuflokki. „Nei, ég veit ekki um neina. En þær hafa nokkrar komið og farið. Eink- um til að keyra bíla og búkollur.“ Er það léttast? „Ég veit það nú ekki. Það er kannski bara eðlilegt framhald af því að flestir eru með bílpróf. Ég veit satt að segja ekki af hverju konur eru ekki meira í þessum störfum.“ Eru engin átök við þetta? „Nei, ekki á vélarnar. En jarðganga- gerðin getur verið bölvað puð.“ Þú hefur manninn með þér. „Já, ég fann hann hér á fjöllum. Hann er frá Ólafsfirði og heitir Stefán Marinósson. Er gott fyrir sambandið að vera saman allan sólarhringinn? „Ja, það hentar okkur vel og við höfum þá frí saman líka.“ Áttu einhver börn? „Ég á tvær stálpaðar stelpur frá fyrra hjónabandi. Sú yngri var hér á valtara í fyrrasumar. Hún er bæði komin með vinnuvélaréttindi og meirapróf.“ Svo áhuginn leggst í ættir? „Ég segi að þetta sé sjálfsbjargar- viðleitni. Stelpur eiga ekkert að vera að hanga inni í sjoppum fyrir skítalaun þegar annað betra er í boði.“ Færð þú sömu laun og karlarn- ir? „Já, já, og er þokkalega sátt við þau. Við vinnum í tíu daga, 12 tíma á sólarhring frá sjö til sjö og skipt- umst á að taka dagvaktir og næt- urvaktir. Svo fáum við frí í fimm daga. Þá förum við norður.“ Nú sér fyrir endann á þessu verki. Veistu hvað tekur þá við hjá þér? „Nei, og hef engar áhyggjur af því. Ég verð kannski bara fín frú með naglalakk og fer að afgreiða í búð.“ - gun Verð kannski bara fín frú með naglalakk Sesselja Tryggvadóttir grípur í þau tæki sem þarf á Kárahnjúkum. Hún segir jarðgangagerðina geta verið bölvað puð. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNÞÓRA Vörumiðlun á Sauðárkróki var að fá tvo nýja vagna í tækjaflot- ann sinn. „Annar er vagn frá Ekeri. Þetta er fyrsti kælivagninn okkar frá því fyrirtæki. Hann er tíu metra langur og 2,6 metrar á breiddina. Vagninn er með heilhliðaopnun og fullkomnustu kæli- og frystivél sem völ er á í dag,“ segir Baldur Ingi Baldurs- son, verkstjóri hjá Vörumiðlun, sem er framarlega í þessum tækjabún- aði á Íslandi. „Það er mögulega eitt annað fyrirtæki á Íslandi með svona vagn. Við getum flutt allt milli him- ins og jarðar í þessu og erum til dæmis mikið að flytja matvæli í vagninum.“ Vagn- inn frá Ekeri er með mjög góðan búnað og er afar vönduð smíði. „Þetta er bara hrein aukning hjá okkur, við áttum þrjá vagna af þessari stærð fyrir.“ Vagninn má vera 24 tonn í heildarþunga þó að hann sé skráður á þrjátíu tonn hjá verksmiðjunni. „Það nýtist okkur ekki hér því vagninn má aðeins flytja þrettán tonn samkvæmt íslenskum reglugerðum.“ Hinn vagninn er þriggja öxla beislisvagn frá Fliegl. „Beislis- grindin er fyrir fjörutíu feta gáma eða tvo tuttugu feta. Burð- argeta er 32.500 kíló þó að heildarvigtin sé 40.000 kíló. Þetta er þriðja gámagrindin sem Vörumiðlun fær frá Fliegl. Nýtt er vissulega alltaf betra.“ - mþþ Nýtt er alltaf betra Vörumiðlun var að fá 3 öxla beyslivagn frá Fliegl. MYND/ÞORSTEINN F. GUÐMUNDSSON Fyrsti kælivagninn sem Vörumiðlun fær frá Ekeri.MYND/ÞORSTEINN F. GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.