Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 38
 26. JÚNÍ 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Bílasmiðurinn hf. Bíldshöfða 16 s. 567 2330 Eitt mesta úrval landsins af ljósum og glitmerkjum fyrir vagna og farartæki Vélasvið Heklu tók nýjan smur- þjónustubíl af fullkomnustu gerð í notkun fyrir skemmstu. Bíllinn er af gerðinni Scania P270 og útbúinn samkvæmt ströngustu stöðlum frá Cater- pillar, í samstarfi við Skeljung. „Þegar ákveðið var að fara út í gerð nýja smurþjónustubílsins settumst við niður, mestu reynsl- uboltarnir í smurþjónustunni, og skrifuðum niður á lista hvað þyrfti að vera til staðar svo bíllinn yrði eins góður og mögulegt væri. Þar ákváðum við að allar loft-, vatns- og olíulagnir yrðu í upprúlluðum slöngum með aðgengi í gengum lúgu utan frá, svo ekki þyrfti að fara inn í bílinn og valda þar kámi og óhreinindum meðan þau störf væru unnin,“ segir Sveinn Sím- onarson, þjónustustjóri Vélasviðs Heklu, um nýja smurþjónustubíl- inn sem hlotið hefur verðskuld- aða aðdáun Caterpillar, stærsta vélaframleiðanda heims. „Caterpillar sendi hingað menn til að taka út verkstæði okkar og þjónustubílana, og þeir urðu svo hrifnir af nýja smurþjónustubíln- um að þeir tóku af honum myndir til að sýna öðrum og stærri um- boðsaðilum í Evrópu hvernig ætti að gera góða hluti,“ segir Sveinn stoltur um nýjasta þjón Véla- sviðs, sem samanstendur af tólf mismunandi þjónustubílum, en alls starfa fjörutíu vélvirkjar á Vélasviði Heklu. „Þjónustubílarnir eru full búin verkstæði á hjólum, með verk- færi upp á hundruð þúsunda í hverjum bíl. Þeir fara þangað sem vinnuvélar bila, en einnig á vinnusvæði til að sinna skoðun- um og eftirliti margra vinnuvéla í einu. Við leggjum mikinn metn- að í að geta veitt viðskiptavinum þjónustu sem hann þarfnast á því vinnusvæði sem hann er. Það er gríðarlega dýrt fyrir bæði eig- endur vinnuvéla og skattgreið- endur að burðast með fleiri tuga tonna þungar vinnuvélar í gegn- um höfuðborgina til þess eins að stoppa við í klukkutíma viðgerð á verkstæðinu okkar. Þess vegna förum við með verkstæðið til þeirra,“ segir Sveinn. Allur búnaður og uppsetning nýja smurþjónustubílsins miðast við að hægt sé að bjóða viðskipta- vinum fullkomnustu smurþjón- ustu sem völ er á. Sem fyrr segir liggur slöngubúnaður á keflum til að auðvelda vinnu og viðhalda hreinleika, hvort heldur sem um er að ræða háþrýstiþvottatæki, olíur, loft eða vatn. Gömul olía er sogin upp í tank og gamlar síur settar í hólf utan á bílnum. Í nýja smurþjónustubíln- um er einnig tæki til að greina hreinleika olíunnar (e. particle counter). Með því er unnt að grípa inn í áður en skaði verður, ef eitt- hvað finnst að olíu sem ekki á að skipta um. Á næstu vikum munu starfs- menn Vélasviðs Heklu kynna þá fjölbreyttu möguleika sem við- skiptavinum bjóðast með tilkomu nýja þjónustubílsins; smurþjón- ustu, þjónustuskoðanir og fleira. Þjónusta þessi stendur eigendum allra tegunda vinnuvéla til boða, hvort sem um er að ræða Caterp- illar eða aðrar tegundir. - þlg Fullkomin smurstöð á hjólum Sveinn Símonarson, þjónustustjóri Vélasviðs Heklu, við einn af tólf þjónustubílum fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýi smurþjónustubíllinn er fullkomnasti smurbíll sem starf- ræktur er af umboðsaðilum Caterpillar í Evrópu. Í nýja smurþjónustubílnum er lögð áhersla á gott vinnuum- hverfi til viðgerða og olíuskipta, en ekki síður mikið hreinlæti við starfannEinn af sportlegri þjónustubílum Vélasviðsins, sem skýst á vinnusvæði til viðgerða. Hér sést rafstöðin sem knýr öll tæki og tól sem notuð eru á þessari fullkomnu smurstöð á hjólum. Starfsmann Vélasviðs Heklu sjást hér draga út slöngu utan á smurþjónustubílnum, en hönnun og hugmynd á þessum búnaði er íslensk að uppruna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.