Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 64
36 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > SMART SPÆJARI SNÝR AFTUR Sjónvarpsserían Get Smart gekk frá árinu 1965 til 1970. Þættirnir voru sýndir á Íslandi undir heitinu Smart spæjari og nutu hylli í sauðalitunum. Reynt var að endurvekja seríuna í sjón- varpi árið 1995 en það var skamm- líf endurkoma. Í síðustu viku kom kvikmyndin Get Smart með Steve Carell í hlutverki Smarts og virðist hún ætla að slá í gegn, var best sótta myndin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Myndin er væntanleg til Íslands um miðjan ágúst. Það er sumar og sól og bíóin því kannski ekki að spila út stærstu trompunum sínum. Aðeins tvær myndir eru frumsýndar í þess- ari viku, hasarmyndin Wanted með Angel- inu Jolie og grínmyndin Big Stan með Rob Schneider. Wanted hefur fengið fína dóma og þykir vel heppnuð spennumynd. Hún er lauslega byggð á samnefndri teiknimyndaseríu eftir Mark Millar. Hann er skoskur en hefur starfað fyrir Marvel, meðal annars samið og teiknað Spider-man og Fantastic Four. Leikstjórinn Timur Bekmambetov er samlandi Borats, er frá Kasakstan og hefur gert auglýsingar og nokkrar myndir í Rússlandi sem slegið hafa í gegn. Wanted er fyrsta myndin sem hann gerir í Hollywood. Rekald verður hetja Wanted segir frá hinum 25 ára Wesley Gibson, sem í byrjun myndarinnar er stefnulaust rekald á skrifstofu. Hann er niðurlægður af kærustunni og yfirmanninum og framtíðin virðist allt annað en björt. Wesley er leikinn af Skotanum James McAvoy, sem lék meðal annars eftirminnilega á móti Forest Whitaker í The Last King of Scotland. Líf hins stefnulausa rekalds tekur stakkaskiptum þegar hann hittir hina funheitu Fox, sem leikin er af Angelinu Jolie. Á svipuðum tíma er pabbi Wesleys myrtur, en hann var leigumorðingi. Fox tekur Wesley inn í Bræðralagið, leynisamtök mikil, og þjálfar hann til að hefna föður síns og leysa úr læðingi ógurlega krafta sem búa innra með honum. Taka nú við ýmsir hörkuspennandi atburðir og inn í plottið blandast Morgan Freeman, sem leikur Sloan, höfuð Bræðalagsins, og Terence Stamp, sem leikur aðal vonda karlinn. Í Wesley takast á hetjudáð og hefndarhugur en í lokin kemst hann að einu: Hann einn stýrir örlögum sínum. Wanted hefur fengið góða dóma, til dæmis 83 hjá netmiðlinum Rotten Tomatoes, 78 hjá Metacritic og 77 á Imdb. Myndin er frumsýnd í Sambíóunum í dag, en verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Fangelsisgrín Grínmyndir Robs Schneider verða seint taldar til þroskuðustu verka kvikmyndasögunnar, en fullt af fólki hefur þó gaman af myndum eins og The Animal, Deuce Bigolow og The Hot Chick. Big Stan er nýjasta myndin og verður frumsýnd í Smára-, Háskóla- og Borgarbíói á Akureyri, á morgun. Í útvarpsviðtali nýlega sagði Rob að Big Stan væri „grínmynd gegn nauðgunum í fangelsum“. Rob leikur Stan Minton, smákrimma í fasteigna- bransanum, sem fer á taugum þegar hann er dæmdur til fangelsisvistar. Hann hræðist svo að vera nauðgað innan múranna að hann ræður dularfullan gúrú (David Carradine) og fær hann til að kenna sér bardagalistir. Þegar Stan fer í fangelsi er hann útlærður bardagamaður og notar nýfundna hæfileik- ana til að kúga hina fangana. Hann verður að lokum foringi fanganna og kemur á friði og ró. Spilltum yfirfangaverði líst þó alls ekki á þetta ástand og gerir allt sem hann getur til að koma Stan í klípu. Big Stan er fyrsta myndin sem Rob leikstýrir sjálfur. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjum í haust og hefur því ekki fengið dóma ennþá. gunnarh@frettabladid.is Hetjuhasar og fangelsisgrín LÚÐINN ORÐINN HETJA James McAvoy dritar niður vondu karlana í Wanted. Annað tölublað DVD-sjón- tímaritsins Rafskinnu er væntanlegt. Í tímaritinu verður að finna aldarfjórð- ungsgamla stuttmynd eftir listahópinn Oxsmá í leik- stjórn Óskars Jónassonar, Oxsmá pláneta. Myndinni fylgir möguleikinn á sér- stakri leiðsögn (e. comm- entary) þeirra Óskars og Hrafnkels Sigurðs- sonar, myndlistamanns og aðalleikara myndar- innar. „Við höfðum nýlega séð Leitina að eldinum og vorum að tala um hvað það væri auðvelt að gera svona mynd,” segir Óskar á disknum um tilurð þessarar framtíðarmyndar um frum- stæðu plánetuna Oxsmá. „Við þyrftum bara að fara með nokkra apabúninga upp í Heiðmörk og málið væri dautt.“ Margt fleira spennandi er í nýju Rafskinnu. Þrívíddar- gleraugu, sem gera áhorf- endum kleift að sjá nýtt myndband Bjarkar við lagið „Wanderlust“, fylgja með og meðal listamanna sem eiga verk í ritinu eru Arcade Fire, Hjaltalín, múm, The Rapt- ure, Hreinn Friðfinnsson, Huldar Breiðfjörð, Músik- vatur, Botton og Takashi Homma. Í apabúningum í Heiðmörk Fátt setti jafn sterkan svip á menn- ingu tíunda áratugarins og sjón- varpsþættirnir X-files með þeim Mulder og Scully og yfirnáttúru- legum ævintýrum þeirra. Þættirn- ir náðu níu árgöngum í sýningu og voru sýndir frá 1993 til 2002. Kvik- myndin The X-Files: Fight the Fut- ure var sýnd árið 1998 og nú, að því er virðist upp úr þurru, er von á myndinni The X-Files: I Want to Believe. Myndin verður frumsýnd í júlí í Bandaríkjunum. Myndin var fyrst boðuð árið 2001 en velktist í stúdíókerfinu árum saman. Allt gamla gengið er á sínum stað; David Duchovny og Gillian Anderson leika auðvitað Mulder og Scully, Chris Carter, höfundur X-files, leikstýrir mynd- inni og Mark Snow, höfundur X- files-lagsins, semur tónlistina. Mikil leynd er yfir söguþræði myndarinnar. Hún mun gerast sex árum eftir að atburðir sjóvarps- þáttanna áttu sér stað og sagan er sjálfstæð og tengist ekki flókinni fortíð þáttanna. Myndir af aðal- leikurunum í innilegum faðmlög- um á tökustað birtust á netinu og kveiktu kjaftasögur um að Mulder og Scully hefðu loksins náð saman. Síðar viðkenndu þau að þetta hefði verið sviðsett grín. Mulder og Scully mæta aftur til leiks GLEYMDUR GULLMOLI GRAFINN UPP Oxsmá pláneta, stuttmynd Oxsmá- hópsins, er að finna í væntanlegu tölublaði Rafskinnu. Þetta var fyrsta kvikmyndin sem Óskar Jónasson leikstýrði. KÆRASTAN HEIMSÆKIR FANGANN Rob Scneider í Big Stan með kærustunni, sem leikin af er af Jennifer Morrison úr House-sjónvarpsþáttunum. EN NENNIR EINHVER Á ÞAU? X-files fólkið snýr aftur á hvíta tjaldið. Smáralind ÚTSALA 30-70% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.