Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 68
40 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > ENGIN DÍVA Charlize Theron segir að hún muni aldrei verða díva þar sem hún sé allt of löt. „Það er mikil vinna að vera díva. Fólk gleymir því. Það er erfitt að öskra á fólk og það er mjög erfitt að slá það. Ef ég hefði meiri orku myndi ég gera það,“ segir leikkonan. Britney Spears mun hafa fengið aukinn umgengnisrétt við syni sína tvo, Sean Preston, tæplega þriggja ára, og Jayden James, tuttugu mán- aða, í gær. Forræðismál Britn- eyjar og Kevin Federline var tekið fyrir fyrir rétti í gær, og umgengnisrétti Britneyj- ar breytt. Talsmaður dóm- stólsins staðfesti að breyt- ingar hefðu verið gerðar, en mátti hins vegar ekki tjá sig um hvers eðlis þær hefðu verið. Talið er lík- legast að söngkon- an hafi nú leyfi til að hafa syni sína hjá sér yfir nótt. Þegar blaðamenn inntu hana eftir því hvort hún væri ánægð með niðurstöðuna játaði hún því brosandi. Britney missti forræði yfir sonum sínum í október. Í janúar missti hún svo allan umgengn- isrétt, eftir að hafa fengið ein- hvers konar áfall og neitað að láta synina af hendi þegar heimsóknartíma þeirra lauk. Umgengnisréttur hennar hefur hins vegar verið aukinn hægt og rólega síðan, og Britney virðist hafa verið að ná tökum á lífi sínu að nýju upp á síðkast- ið. Margir vilja þakka það föður hennar, Jamie Spears, sem sér um fjármál Britn- eyjar og hefur verið henni innan handar nótt sem dag síðustu mánuði. Forræðismálið verður aftur tekið upp 15. júlí næst- Britney fær aukinn umgengnisrétt FÆR AÐ SJÁ MEIRA AF SONUM SÍNUM Britney hefur fengið aukinn umgengnisrétt við syni sína tvo. ÁNÆGÐUR Kevin Federline, sem hefur nú forræði yfir sonum hans og Britneyjar, segist ekki vilja neitt frekar en að mamma þeirra verði aftur hluti af lífi þeirra. Þrátt fyrir látlaust krepputal síðan um páska rísa nú tvær risavaxn- ar verslanir hvor sínum megin við Vesturlandsveg. Það styttist óðfluga í að þarna fái Íslendingar nærri 70.000 nýja fermetra til að versla í. Korputorg nefnist 48.000 fermetra ílangt hús á vinstri hönd sé ekið í átt til Mosfellsbæjar. Þetta verður stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi á einni hæð og þriðji stærsti verslun- arkjarni landsins; aðeins Smáralind (62.000 fm2) og Kringlan (54.000 fm2) eru stærri. Við bygginguna verða fjórtán hundruð bílastæði. „Auðvitað hefði verið ákjósanlegra að opna á öðrum tímum, en það er ekki á allt kosið í þessu lífi,“ segir Arnar Hallsson, fram- kvæmdastjóri Stekkjarbrekkna, rekstraraðila Korputorgs. „En það er langt síðan ákvörðun var tekin um þessar framkvæmdir og auðvitað verður staðið við hana.“ Arnar segir húsið einfalt og leigu því hagstæða. Í fyrstu atrennu, 16. ágúst næst- komandi, verða verslanir Rúmfatalagersins, The Pier, Toys R Us, Bónus, Europris, Office One og Ilva opnaðar í Korputorgi. Ilva er nýtt fyrirtæki á markaði hér. Þetta er upprunalega dönsk húsgagnakeðja, en er nú í ráðandi eigu Lagersins, félags í eigu Jákups Jacobsen. Ilva- búðirnar eru nokkuð áþekkar verslunum Ikea og útibúinu hér er eflaust ætlað að hleypa lífi í húsgagnasamkeppnina. Fleiri verslanir verða svo opnaðar síðar við Korputorg. Hinum megin við Vesturlandsveginn rís 20.000 fermetra Bauhaus-verslun, sem verður stærsta byggingarvöruverslun landsins. Fyrirtækið er þýskt og rekur 190 verslanir í tólf löndum. Það hefur lengi haft áhuga á að starfrækja útibú hér og lofar 20 prósentum lægra verði en íslensku samkeppnisaðilarnir. Fyrirhugað er að Bauhaus á Íslandi verði opnað í desember en hornsteinn verður lagður að versluninni í dag. gunnarh@frettabladid.is Risabúðir rísa í kreppunni 48.000 FERMETRAR AF VERSLUNARHÚSNÆÐI Korputorg verður opnað 16. ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍSLENSKT ÚTIBÚ BAUHAUS OPNAR Í DESEMBER Og lofar 20 prósent lægra verði en keppinautarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Danski söngvarinn og lagasmið- urinn Mads Mouritz spilar ásamt Dísu á Organ í kvöld. Hafa þau bæði fengið frábæra dóma fyrir plötur sínar. „Við kynntumst í lagasmiðavinnubúðum Árósum og sömdum saman tvö lög, sem við fluttum á Spot Festival,“ sagði Dísa, en hátíðin var í byrjun júní. Mads hefur tvisvar verið tilnefndur til Steppenwolf- verðlaunanna, sem eru Grammy- verðlaun Dana, sem „von ársins“, eða besti nýliðinn. Þá hefur hann unnið með listamönnunum K.D. Lang og Teiti, hinum færeyska, sem Dísa hefur líka unnið með. „Hann er með eina fallegustu rödd sem ég hef heyrt og ég er ekki að ýkja. Fyrst þegar ég heyrði í honum var ég dolfallin.“ Frítt er inn á tónleikana sem byrja hálftíu. - kbs „Von Dana“ og Dísa spila 30-60% ÚTSALA AFSLÁTTUR SMÁRALIND smáralind & kringlu útsala 30-60%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.