Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 74
46 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Það vakti athygli sjónvarpsáhorfenda að Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, neitaði að taka í höndina á FH-ingnum Davíð Þór Viðarssyni eftir leik liðanna á þriðjudag. Hann lét ekki þar við sitja heldur kallaði einhver ókvæðisorð á eftir Davíð en Willum var frekar heitt í hamsi eftir svekkjandi tap. „Hann var greinilega eitthvað fúll og ég held að hann hafi ekki verið ánægður með mig og mína framgöngu. Hann lét mig aðeins heyra það. Honum fannst ég spila gróft eða eitthvað álíka og var að öskra það á mig. Þetta var óþarfa æsingur í honum,“ sagði Davíð Þór við Fréttablaðið í gær. Davíð er ekki í miklum metum hjá Valsmönnum eftir að hann braut illa á Dennis Mortensen skömmu fyrir mót sem gerði það að verk- um að Dennis spilar ekkert í sumar. „Það var algert óviljaverk en ég sá í sjónvarpinu að það var of gróf tækling hjá mér. Svo var Willum eflaust svekktur að tapa svona í lok leiks- ins. Hann gat nú samt ekki kvartað yfir mér í þessum leik enda var ég ekkert grófur. Ótrúlegt en satt,“ sagði Davíð léttur. „Mér finnst algjör óþarfi hjá honum að taka ekki í höndina á mér en Willum er toppnáungi og ég er ekkert að erfa þetta við hann. Auðvitað á maður samt alltaf að taka í höndina á mönnum, sama hvernig maður tapar eða hvort manni líki við leikmanninn. Ég veit ég er ekki skemmtilegasti maður í heimi inni á vell- inum og er fyrstur til að viðurkenna það en ég er ágætur utan vallar,“ sagði Davíð augljóslega enn kátur með sigurinn. - hbg Willum neitaði að taka í höndina á Davíð eftir leik og lét hann svo heyra það: Þetta var óþarfa æsingur í Willum WILLUM ÞÓR Var heitt í hamsi eftir tapið gegn FH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur útbúið miða til að merkja húsnæði þar sem gaskútar til heimilisnota eru geymdir. Komi upp eldur er mikilvægt að slökkviliðsmenn geti áttað sig á hvort gaskútar eru í húsnæðinu því af þeim getur stafað mikil sprengihætta. Dreifing miðanna fer fram í samvinnu við bensínstöðvar og verslanir sem selja gas og búnað vegna þess. Unnt er að fá eins marga miða og þörf krefur. SHS hvetur þá sem geyma gaskúta innan dyra til að nota límmiðana samkvæmt leiðbeiningum í bæklingi sem fylgir þeim. Í bæklingnum er einnig að finna áríðandi skilaboð um gas og meðferð þess. Skógarhlíð 14 · 105 Reykjavík sími 528 3000 · shs@shs.is · www.shs.is Ráðgjöf og nánari upplýsingar Forvarnasvið SHS veitir fúslega ráðgjöf og upplýsingar í gegnum síma eða tölvupóst. Ítarlegar upplýsingar er einnig að finna á www.shs.is. VARÚÐ –GAS! JÚDÓ Júdókappinn og Norður- landameistarinn Þormóður Árni Jónsson verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Peking í águst en hann fékk úthlutað auka- sæti af alþjóða ólympíunefnd- inni, svokallað „wild card“. Þor- móður tekur þátt í þyngsta flokknum (+100 kg) og verður fyrsti júdómaðurinn í tólf ár til þess að keppa á Ólympíuleikun- um, en Vernharð Þorleifsson var með í Atlanta 1996. „Ég vissi alltaf að þetta væri möguleiki og var að bíða eftir því að nefndin myndi segja af eða á,“ segir Þormóður, sem ætlaði sér þó að fara hina leiðina. Aðeins níu sæti voru í boði fyrir alla Evrópu en samkeppnin þar er mjög hörð. „Samkeppnin er miklu meiri í Evrópu en til dæmis í Bandaríkjunum og ég hef unnið þann sem er efstur í Bandaríkjunum,“ segir Þor- móður. Hann er viss um að gott gengi að undanförnu hafi hjálpað honum að fá þetta boð á leik- ana. „Ég held að það hafi hjálpað mér mikið að ég lagði ekki árar í bát þegar tímabilið var búið um miðjan apríl. Ég hélt áfram af því að ég vissi að það væri möguleiki,“ sagði Þormóður, sem varð bæði Íslandsmeistari og Norðurlandameistari auk þess að ná mjög góðum árangri á tveim- ur stórum mótum. „Ég varð þriðji á Opna breska mótinu, sem er frekar sterkt mót. Ég náði síðan að verða Norður- landameistari og fór síðan helg- ina eftir það á heimsbikarmót í Madríd þar sem ég rétt missti af þriðja sætinu og varð sjöundi. Það gekk vel þarna og ég held að þessi mót í Bretlandi og í Madríd hafi hjálpað mér mikið,“ segir Þormóður, sem ætlar að standa sig í Peking. „Ég hef keppt á heimsmeist- aramóti og Evrópumeistaramóti en þetta náttúrlega langstærsta mótið. Svo verður bara að koma í ljós hvort þetta verður stærsta mótið manns á ferl- inum. Það er ekki nóg að komast á leikana því maður ætlar að reyna að gera eitt- hvað. Ég var númer þrettán á heimsmeistara- mótinu af 49 og það væri ágætt að gera betur,“ sagði Þor- móður kappsfullur fyrir átök haustsins. - óój Íslenskur júdómaður á ÓL í fyrsta sinn síðan 1996: Þormóður til Peking VÍGALEGUR Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EM 2008 Það verður dansað á götum Berlínar fram á sunnudag eftir undanúrslitaviðureign Tyrkja og Þjóðverja í gær. Dramatíkin var í öndvegi en Philipp Lahm tryggði Þjóðverjum sigur á síðustu mín- útu leiksins. Tyrkir hófu strax skothríð að marki Þjóðverja. Jens Lehmann var mjög ótraustur í markinu og hann hefði átt að gera betur þegar Tyrkir komust yfir. Eftir fyrirgjöf frá hægri skaut Kazim Kazim í slána, rétt eins og hann gerði skömmu áður, Lehmann var úti á túni og Ugur Boral ýtti boltanum á milli fóta hans og inn í markið. Þjóðverjar höfðu vart komist yfir miðju gegn sprækum Tyrkj- um en þeir jöfnuðu aðeins fjórum mínútum síðar. Bastian Schwein- steiger sneiddi boltann þá snyrti- lega í fjærhornið með hægri fæti eftir laglegan undirbúning Lukasar Podolski. Bæði lið fengu ágæt færi án þess að skora en staðan í hálfleik var 1-1. Seinni hálfleikur byrjaði fjör- lega þar sem Þjóðverjar virtust vera að herða tök sín á leiknum. Strax á 51. mínútu gerðu Þjóðverj- ar sterklega tilkall til vítaspyrnu þegar greinilega var brotið á Philipp Lahm á vítateigslínunni en dómarinn kaus að flauta ekki. Þjóðverjar voru meira með bolt- ann í framhaldinu en náðu ekki að skapa sér almennileg marktæki- færi framan af. Þegar um stundarfjórðungur lifði leiks datt útsending frá leikn- um út í um það bil tíu mínútur. En þegar gervihnattarsamband náð- ist að nýju kom í ljós að þessar tíu mínútur voru vægast sagt við- burðaríkar. Miroslav Klose kom fyrst Þjóð- verjum yfir á 79. mínútu áður en Semih Senturk jafnaði leikinn fyrir Tyrki á 86. mínútu. Þjóðverjar létu þetta ekki slá sig út af laginu og Lahm skoraði sigurmarkið á lokamínútu venju- legs leiktíma og það mark var ekki af ódýrari gerðinni. Lahm óð upp vinstri kantinn og tók þríhyrn- ingsspil við Hitzelspherger og þrumaði boltanum í markið og það nægði Þjóðverjum til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn í Vín á sunnudag. - hþh/ óþ Þjóðverjar áttu lokaorðið í Basel Lygasögu Tyrkja er lokið á EM en þeir fara heim með reisn. Þeir sýndu frábæran leik gegn Þjóð verj- um en þýska stálið átti lokaorðið og komst til Vínar. FRÁBÆR Schweinsteiger fagnar enda rík ástæða til. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G ETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.