Fréttablaðið - 27.06.2008, Side 1

Fréttablaðið - 27.06.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hrönn Harðardóttir, deildarstjóri dauðhreins unar deildar Land í Sjávarréttir efst á listanum Hrönn býður fjölskyldu sinni og gestum oft upp á sjávarréttaspagettí. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SUMARLEGT SALATLéttur matur sem auðvelt og fljótlegt er að búa til er tilvalin sumarfæða. MATUR 2 VEGGTEPPI Í GARÐIÍ Gerðaskóla í Garði stendur yfir sýning á saumuðum myndverkum Guðrúnar Guðmunds-dóttur og er hún opin fram yfir helgi. HELGIN 3 6.490 kr. 4ra rétta tilboðog nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Kókos- og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Côte Rôtie „La Mouline“ 2003 | Rhône, FrakklandOpus One 1995 | Napa Valley, Bandaríkin NÝTT! Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 19 eðalvínum með mat V ð brúðkaupFÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 Frumlegt og flottí brúðartískunni í ár BLS. 2 Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 27. júní 2008 — 173. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG BRÚÐKAUP Hátíska, hefðir, gjafir og eftirminnileg bónorð Sérblað um brúðkaup FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG SPÁ - ÍTA 59,0% HOL - RÚS 58.8% POR - ÞÝS 56,0% FRA - ÍTA 53,6% TYR - TÉK 52,3% ÍSLENDINGAR ELSKA EM! Fimm vinsælustu dagskrárliðir í sjónvarpi á Íslandi vikuna 16. til 22. júní. Skv. Capacent. Uppsafnað áhorf 12-80 ára. SVALT NYRÐRA Í dag verða norðan 3-8 m/s. Bjart með köflum en skýjað og dálitlitlar skúrir norðan og austan til. Hiti 5-15 stig, hlýjast til landsins á Suður- og Vesturlandi. VEÐUR 4 12 7 7 9 10 HRÖNN HARÐARDÓTTIR Fjölskyldan hrifin af sjávarréttaspagettíi • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Glatt á hjalla í Garði Sólseturshátíð verður í Garði um helgina. TÍMAMÓT 24 Dúsa og Arnar í Skaparanum Dreymir ekki um frægð og frama en hafa vakið athygli fyrir fatahönnun í New York. FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR Á tvö hús í Garðabænum HEIÐRÚN LIND MARTEINSDÓTTIR Ætlar að láta jarða sig í Dolce & Gabbana Leikari á Harley Darri Ingólfsson lét gamlan draum rætast og keyrir nú um á Harley Davidson-mótor- hjóli. FÓLK 42 HEILBRIGÐISMÁL Lyfjafyrirtækið Actavis reyndi að koma í veg fyrir að kódínlyf yrðu gerð lyfseðils- skyld, þrátt fyrir vitneskju um mikla misnotkun þeirra. Í bréfa- skiptum á milli fyrir tækisins og vinnuhóps á vegum Lyfjastofnun- ar og Landlæknisembættisins var tekist á um réttmæti ákvörðunar um að taka lyfin úr lausasölu. For- stjóri Lyfjastofnunar segir ekki óalgengt að hagsmunaaðilar „beiti sér“ við stofnunina til að verja hagsmuni sína. Vinnuhópurinn var settur á fót vegna gruns um mikla misnotkun kódínlyfja eftir að tekið var að selja þau í lausasölu. Actavis reyndi að koma í veg fyrir að lyfin yrðu gerð lyfseðilsskyld að nýju og vegna andmæla fyrirtækisins tafðist það að lausasölu kódínlyfja yrði hætt. Fyrirtækinu voru kynnt rök Lyfjastofnunar að misnotkun þeirra væri orðin það alvarlegt vandamál að nauðsynlegt væri að gera þau lyfseðilsskyld. Kódínlyf voru tekin úr lausasölu 1. október 2005, átta mánuðum seinna en áætlað var. Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, telur Acta- vis ekki hafa beitt sér með óeðli- legum hætti. „Það er ekki óalgengt að hagsmunaaðilar beiti sér við Lyfjastofnun þegar verið er að taka íþyngjandi ákvarðanir. Sem stjórnsýslustofnun, sem stundum þarf að taka óvinsæla ákvörðun, verður Lyfjastofnun að fara eftir stjórnsýslulögum og veita hags- munaaðilum andmælarétt og taka ákvörðun sem tekur tillit til sjónar- miða viðkomandi.“ Rannveig segir að slíkur ferill getur verið tíma- frekur og í umræddu tilviki hafi þurft að huga að ýmsum atriðum, svo sem hagsmunum almennings og fyrirtækisins. Ólöf Þórhallsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Actavis á Íslandi, segir það ekkert launungarmál að Actavis mótmælti því að kódínlyf yrðu tekin úr lausasölu en hafnar því alfarið að samskipti fyrirtækis- ins hafi verið óeðlileg, eins og heimildarmaður Fréttablaðsins heldur fram. „Við óskuðum ein- faldlega eftir að fá andmælarétt samkvæmt stjórnsýslulögum þegar okkur var tilkynnt um að lyfið yrði gert lyfseðilsskylt. Við fórum fram á rökstuðning fyrir ákvörðuninni því skoðun okkar á þeim tíma var að lyfin ættu að fást í lausasölu eins og víða erlend- is.“ Árið 2004 var neysla kódínlyfja á Íslandi áttfalt meiri en í Dan- mörku og um sjötíu einstaklingar lögðust inn á Vog það ár vegna kódínfíknar. Rúmu ári eftir að kódínlyf voru tekin úr lausasölu voru ný tilfelli á Vogi helmingi færri en á fyrra ári. Fréttablaðið hefur í krafti upp- lýsingalaga óskað eftir því við Lyfjastofnun að fá öll bréfaskipti Actavis og stofnunarinnar afhent. - shá Actavis vildi lausasölu lyfs þrátt fyrir fíknivandamál Actavis reyndi að koma í veg fyrir að kódínlyf yrðu gerð lyfseðilsskyld. Neysla lyfjanna hér á landi var átt- föld miðað við Danmörku árið 2004. Það ár leituðu sjötíu manns sér aðstoðar á Vogi vegna kódínfíknar. FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið komst skrefi nær úrslitakeppni Evrópumótsins með 7-0 stórsigri á Grikkjum í síðasta heimaleik undankeppninnar á Laugardalsvellinum í gær. Með sigrinum komst liðið í efsta sæti riðilsins og nægir því jafntefli á móti Frökkum í lokaleiknum til þess að tryggja sér farseðil til Finnlands. Stelpurnar unnu tvo stórsigra á Slóvenum og Grikkjum með fimm daga millibili og sýndu þar að þær ætla sér ekkert annað enn í úrslitakeppnina. „Yfirburðir okkar í þessum leik voru algjörir og ég reiknaði ekki með svona stórum sigri. Ég hafði fulla trú á því að við myndum vinna þennan leik en við sýndum mjög mikla yfirburði yfir Grikkjunum á öllum sviðum knattspyrnunnar,“ sagði landsliðs- þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson en íslenska liðið hefur unnið tólf af átján leikjum sínum undir hans stjórn. „Við erum búnar með sjö skref af átta og við ætlum okkur á EM,“ sagði Hólmfríður Magnús- dóttir, sem skoraði þrennu í leiknum í gær. - óój, hþh / sjá síðu 36 Stelpurnar okkar yfirspiluðu þær grísku í undankeppni Evrópukeppninnar í gær: Búnar með sjö skref af átta FYRSTA MARKIÐ Sara Björk Gunnarsdóttir kom Íslandi á bragðið gegn Grikkjum í gær og fagnar hér markinu ásamt þeim Dóru Stefánsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Spánverjar í svaka stuði Spánn og Þýskaland mætast í úrslita- leiknum á EM 2008. ÍÞRÓTTIR 38 DÝRALÍF Stærsta urriðahrygna sem veiðst hefur hér á landi, svo vitað sé, hefur nú verið stoppuð upp. Hún veiddist í Þingvallavatni 18. maí á síðasta ári og reyndist 26 pund. Sá sem dró þennan risa fisk úr vatninu er Börkur Birgisson. Sveinbjörn Sigurðsson hamskeri hefur haft veg og vanda af því að stoppa þennan einstaka fisk upp. Hann segir ferlið hafa tekið um mánuð frá því að hann fékk hrygn- una í hendur. Jóhannes Sturlaugs- son, líffræðingur hefur rannskað hrygnuna ítarlega. - jss / sjá síðu 12 Stærsta hrygna sögunnar: Einstakur fiskur stoppaður upp JÓHANNES STURLAUGSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.