Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 4
4 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR NÁTTÚRA Íbúar í Flóahreppi á Suðurlandi hafa verið beðnir um að stilla vatnsnotkun í hóf til að fyrirbyggja vatnsskort. Sveitar- stjóri óttast að vatnsskortur líkt og plagaði sveitir á Suðurlandi síðasta sumar geri vart við sig, rigni ekki á næstunni. „Við erum að reyna að fyrir- byggja að það ástand skapist aftur,“ segir Margrét Sigurðar- dóttir sveitarstjóri. „Staða vatnsbóla í hreppnum er metin nær daglega, og stefnt er á að fyrirbyggja vatnsskort með því að grípa snemma til aðgerða,“ segir Margrét. Afar sjaldgæft er að vatnsskortur sé vandamál á Íslandi. - bj Flóahreppur á Suðurlandi: Óttast vatns- skort rigni ekki EFNAHAGSMÁL „Verðmælingin nú er með því hagstæðasta sem sést hefur undangengna mánuði. En það er ólíklegt að þessi hjöðnun verðbólgunnar haldi áfram. Þvert á móti þá hefur gengið lækkað verulega síðan síðasta verðmæl- ing var tekin og því eru yfirgnæf- andi líkur á að verðbólgan taki vænan kipp upp á við í nokkrum næstu mælingum,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann segir hins vegar óvíst hversu mikið verðbólgan aukist og hversu lengi hún vari, það ráð- ist af því hversu hratt innflytjend- ur renni gengisbreytingum inn í verðlagið. Verðbólga eykst um 0,9 prósent í þessum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Sam- kvæmt því mælist tólf mánaða verðbólga nú 12,7 prósent. Sé miðað við síðustu þrjá mánuði er verðbólgan ríflega 25 prósent. Mestu munar um verðhækkanir á eldsneyti í hækkun vísitölunnar. Greiningardeildir Landsbank- ans og Kaupþings gera ráð fyrir að verðbólgan aukist ekki jafn mikið næst, því nú byrji útsölur. Hins vegar dragi úr líkum á „hóflegum“ hækkunum á vísitölu neysluverðs á næstunni haldist gengi krónunn- ar áfram veikt. Gengisþróunin ráði miklu um framhaldið. Verðbólgan hefur verið töluverð allt árið. Höfuðstóll tuttugu millj- óna króna láns, sem tekið var í árs- byrjun 2005, hefur hækkað um næstum eina og hálfa milljón króna það sem af er ári. Þá er miðað við verðtryggt lán til 25 ára, sem tekið var þegar lánakjör voru góð. Lánið er með jafnaðarafborg- unum og hefur alltaf verið í skil- um. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var fullvinnandi verkakona með um 170 þúsund krónur í mánaða- laun í fyrra. Hefði hún tekið lánið, þá yrði hún næstum ár að vinna sér inn fyrir verðbótum sem lögð- ust á lánið á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta tæki iðnaðarmann af gagn- stæðu kyni, með 300 þúsund á mánuði, ríflega hálft ár. ingimar@markadurinn.is Yfirgnæfandi líkur á enn meiri verðbólgu Verðbólga eykst um 0,9 prósent í mánuðinum. Viðbúið að hún aukist enn, segir prófessor. Það tæki verkakonu heilt ár að vinna fyrir verðbótum sem lagst hafa á tuttugu milljóna króna lán það sem af er ári. VIÐ FÆRIBANDIÐ Verðbætur af tuttugu milljóna króna íbúðaláni á fyrstu sex mánuðum ársins nema árslaunum verkakonu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LEIÐRÉTTING Ranghermt var í blaðinu í gær að efnið títandíoxíð væri ekki að finna í sólarvörnum frá bandaríska framleið- andanum Aubrey Organics. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 7 7 7 5 6 5 5 7 1010 8 8 8 1212 12 18° 19° 19° 23° 18° 19° 20° 20° 21° 20° 22° 27° 22° 26° 28° 30° 30° 23° 6 9 Á MORGUN NA 10-18 m/s vestan og NV-til, annars 5-10 m/s. 8 SUNNUDAGUR 5-10 m/s. 10 10 12 11 6 6 5 6 1 5 5 6 5 15 BÆTIR Í VIND Hann andar norðri og því víða svalt norðan til. Til að bæta gráu ofan á svart fer vindur vaxandi í nótt á norðvestanverðu landinu og vestan til og á morgun má búast við 13-18 m/ s þar sem hvassast verður, frá Snæ- fellsnesi til norðurs að Húnavatnssýsl- um. Annars verður vindur hægari. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum hefur upplýst þjófnað á skjávarpa, effect-ljósi og olíu. Tækin var Leikfélag Vestmannaeyja með í láni frá Vestmannaeyjabæ. Olíunni var stolið úr tanki sem er í Viðlaga- fjöru. Við yfirheyrslur kom í ljós að einn var að verki við þjófnaðinn á skjávarpanum og ljósinu en alls komu sjö ungmenni að þjófnaðin- um á olíunni. - jss Þjófnaðarmál upplýst: Þýfi fannst við húsleit í Eyjum IÐNAÐUR Fulltrúi Alcoa og iðnaðar- ráðherra, ásamt sveitarstjóra Norðurþings, framlengdu í gær viljayfirlýsingu frá árinu 2006 um álver á Bakka við Húsavík. Bernt Reitan frá Alcoa sagði að fyrirtækið hefði knappan tíma, en yfirlýsingin gildir fram í okt- óber 2009. Heimildir herma að Alcoa hafi viljað mun rýmri gildis- tíma. Þá sagði Reitan að yfirlýsingin hefði verið endurskoðuð lítillega, en vildi ekki skýra það nánar. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra sagði að Alcoa ætti að fá færi á því að ljúka verkinu. Hann væri ekki lagalega skuldbundinn til að framfylgja ákvörðun fyrr- verandi ráðherra. „En ég styð álver á Bakka.“ Þessi skoðun hans hefði komið fram löngu fyrir kosningarnar síð- ustu. „Ef fara á í svona framkvæmdir á að gera það á svæðum sem fara halloka vegna fólksfækkunar,“ sagði hann og benti á að þetta yrði fyrsta álver í heimi sem gengi ein- ungis fyrir jarðhita. Spurður hvort einhugur ríki um álver á Bakka í þingflokki Sam- fylkingarinnar sagði Össur að á þingflokksfundi í fyrradag hefði engin mótmælt þessum áformum. Bergur Elías Ágústsson sveitar- stjóri sér fram á betri tíð á Húsa- vík. - kóþ Framlengd viljayfirlýsing um hagkvæmnisrannsóknir vegna álvers á Bakka í gær: Hafa lítinn tíma til umráða BERGUR ELÍAS OG BERNT REITAN Reitan sagði að í álveri á Húsavík yrðu sömu áherslur og á Reyðarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Afkoma atvinnu- fyrirtækja í eigu Íslendinga sem skráð eru í Kauphöll Íslands var mun lakari á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma árið 2007 segir í Hagvísum Seðlabanka Íslands. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 7,4 prósentum en var 9,7 prósent á sama tíma í fyrra. Tap eftir skatta var 13,3 prósent samanborið við tæplega tveggja prósenta hagnað í fyrra. Fjármagnsliðir sem hlutfall af veltu námu 15,6 prósentum og eiginfjárhlutfall lækkaði úr tæplega 36 prósentum í rúmlega 24 prósent. - bþa Hagvísar Seðlabanka Íslands: Mun lakari af- koma fyrirtækja AKRANES Samningur um bygg- ingu nýs bókasafns á Akranesi var undir ritaður í gær. Bókasafnið verður hluti af verslunar- og þjón- ustumiðstöð, sem meðal annars hýsir tónlistarskólann. Þá verður reist viðbygging við safnið og verða húsnæðisvandræði bókasafnsins, ljósmyndasafns og héraðsskjalasafns Akraneskaup- staðar leyst með því. Nokkur styr hefur staðið um bókasafnið og um tíma stóð til að endurnýja núverandi húsnæði, en fallið var frá þeim áformum. Sam- kvæmt samningum verður húsið tilbúið í febrúar 2009, en kostnaður er tæpar 300 milljónir króna. - kóp Framkvæmdir á Akranesi: Nýtt bókasafn í burðarliðnum REYKJAVÍK Fulltrúar minnihlutans í borgarráði – Vinstri grænna og Samfylkingar auk Margrétar Sverrisdóttur – lögðu á fundi ráðsins í gær fram fyrirspurn um hreinsunarátak í miðbænum. Óska þeir eftir upplýsingum um bréf sem íbúum miðbæjar hafa verið send, um þrifnað og snyrtilegheit, og á hvaða réttar- heimildum þau bréf byggja. Þá er óskað upplýsinga um verklag og samskipti við íbúa þar sem veggir í einkaeigu hafa verið málaðir og hvort íbúum hafi verið gerð grein fyrir því fyrir fram. Fréttablaðið hefur greint frá óánægju eigenda með aðgerðir borgarinnar. - kóp Minnihluti borgarráðs: Fyrirspurn um hreinsunarátak SPURT UM HREINSUN Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, í hreinsunarátaki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GENGIÐ 26.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 162,3 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 80,46 80,84 159,41 160,19 126,27 126,97 16,926 17,026 15,873 15,967 13,417 13,495 0,7456 0,75 130,68 131,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.