Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 6
6 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR IÐNAÐUR Bætist tvö álver í hóp þeirra þriggja sem þegar eru starfandi hér á landi mun álfram- leiðsla aukast um ríflega 63 pró- sent þegar fullri framleiðslugetu verður náð í nýju álverunum. Viljayfirlýsing um álver Alcoa á Bakka við Húsavík var endurnýj- uð í gær, en þar er stefnt á að reisa álver með 250 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári. Þá er vinna við 250 þúsund tonna álver Norðuráls í Helguvík hafin. Álver Alcoa á Reyðarfirði, Rio Tinto Alcan í Straumsvík og Norðuráls á Grundartanga fram- leiða í dag samtals um 780 þúsund tonn af áli á ári. Samtals starfa um 1.350 starfs- menn í þeim álverum sem nú eru starfandi. Búist er við að um 700 fái störf í nýju álverunum. Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið afar hátt undanfarið og hækkað mikið frá áramótum. Í gær stóð verðið á hverju tonni af áli í 3.038 Bandaríkjadölum, um 245 þúsund krónum, á málmmark- aðinum í London. Verðið fór í tæplega 3.200 dollara í mars, en um áramót var það nálægt 2.300 dollurum. Miðað við verðið eins og það stóð í gær er verðmæti álfram- leiðslu hér á landi um 193 millj- arðar króna á ári, eða rúmar 500 milljónir króna á dag. Haldist verðið óbreytt, sem ómögulegt er að segja fyrir um, yrði verðmæti framleiðslu þegar álverin á Bakka og Helguvík hafa náð fullri framleiðslugetu rúmir 300 milljarðar króna á ári, eða tæpar 900 milljónir króna á dag. brjann@frettabladid.is Stóraukin framleiðsla Álframleiðsla hér á landi mun aukast um 60 prósent frá því sem nú er þegar álver Alcoa og Norðuráls verða tilbúin. Störfum mun fjölga um helming. Verð- mæti framleiðslu álvera á einum degi er um hálfur milljarður króna. Kringlunni • sími 568 1822 www.polarnopyret.is HEILBRIGÐISMÁL Leifar af miltisbrandssýktum dýrabeinum sem fundust í Garðabæ á miðvikudag voru í gær fjarlægðar ásamt jarðvegi af svæðinu. „Við munum pakka jarðveginum vandlega inn og setja hann í gáma. Svo munum við eyða honum síðar,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson héraðs- dýralæknir. Óvíst er hvenær eyðingin á sér stað, en í nóvember síðastliðnum fundust tvö miltisbrands- sýkt dýrahræ sem enn hefur ekki verið eytt. „Það er auðvitað ekki gott að þetta ferli taki svona langan tíma en ég vil taka fram að það stafar engum hætta af þessum leifum. Það er svo vel frá þeim gengið,“ segir Gunnar og bætir við að málið sé enn þá í biðstöðu. Páll Stefánsson hjá heilbrigðiseftirlitinu telur biðina stafa af því að menn séu að bíða eftir kaupum á heppilegum brennsluofni. „Það er búið að taka ákvörðun um að umhverfisstofnun kaupi svona ofn sem er nauðsynlegur svo hægt sé að brenna hræ af þessu tagi og annan sóttnæman úrgang,“ segir Páll en samsinnir því að engin hætta sé á ferðum í þessu tilviki. Þó svo að engin hætta stafi af þessum ákveðnu hræjum má ímynda sér að ofnleysið geti haft uggvænlegar afleiðingar, ef ske kynni að stærra mál, eins og til dæmis riðuveiki, kæmi upp. - ges Miltisbrandssýktar beinaleifar og jarðvegur fjarlægður úr Garðabæ í gær: Miltisbrandurinn í öruggt skjól MILTISBRANDSSÝKTUR JARÐVEGUR Hefur ekki verið eytt en er þó kominn bak við vel luktar dyr. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun gagnrýnir skipurit Vegagerðarinnar í stjórnsýsluúttekt sinni um samgönguframkvæmdir. Í úttektinni er sjónum beint að skipulagi og stjórnun Vegagerðarinnar og Siglingastofnun- ar Íslands. Einnig er lagt til að stjórnvöld kanni breytta stofnanaskipan samgöngumála. Ríkisendurskoðun segir að þrátt fyrir að skipurit stofnananna sé í grundvallaratriðum rökrétt, þá séu dæmi þess að hjá Vegagerðinni sé það óþarflega flókið og boðleiðir langar. Rekstur stofnananna hefur jafnan verið innan fjárheimilda utan ársins 2006 þegar Vegagerðin stóð að endurbótum á nýrri ferju án skýrra heimilda. Samgönguáætlun er hins vegar breytt oft og mikið og fellur nokkuð stór hluti framkvæmda utan eðlilegra frávika um kostnaðaráætlun. Siglingastofnun hefur tekist að fá hluta starfsemi sinnar gæðavottaðan. Hins vegar hefur Vegagerðinni gengið illa að að fara að samgönguáætlun. Þeim er breytt mikið og ört og að auki sé ekki nægilega vel haldið utan um kostnaðaráætlanir, á öllum undirbúningsstig- um framkvæmda. Ríkisendurskoðun telur það mikilvægt að samgöngumannvirki séu byggð samkvæmt vel skilgreindum stöðlum. Flugvallafram- kvæmdir eru komnar lengst að þessu leyti en þær eru miðaðar við og teknar út samkvæmt stöðlum Alþjóðaflugmálastjórnarinnar. Vegagerðin hefur komið sér upp eigin stöðlum auk þess að notast við staðla frá nágrannalöndunum en þeir eru frekar notaðir sem viðmið en reglur. Ríkisendurskoðun metur það „brýnt að stjórnvöld samgöngu- mála móti skýra staðla um gæði og gerð vegmannvirkja og fari eftir þeim“. - hþj Ríkisendurskoðun segir framkvæmdir Vegagerðarinnar breytast mikið og ört: Gengur illa að fara að samgönguáætlun AUSTUR-TÍMOR, AP Forseti Austur- Tímors, „Íslandsvinurinn“ José Ramos-Horta, tilkynnti í gær að hann íhugaði að sækjast eftir embætti æðsta erindreka Sameinuðu þjóðanna í mannrétt- indamálum. Ramos-Horta hlaut friðarverð- laun Nóbels árið 1996 fyrir hlut sinn í friðsamlegri baráttu fyrir sjálfstæði Austur-Tímors frá Indónesíu. Hann var kjörinn forseti Austur-Tímors á síðasta ári. - gh Forseti Austur-Tímor: Horta sækist eftir SÞ-stöðu Samtals munu álverin framleiða 1.289.000 tonn af áli, nota 2.170 megavött af rafmagni og af þessu munu 2.050 manns hafa atvinnu. Framleiðsla hófst 2007 Framleiðsla hófst 1998 Framleiðsla hefst 2012 - 2014 Framleiðsla hefst 2010 Framleiðsla hófst 1969 GrundartangiFjarðaál á Reyðarfirði Bakki Norðurál í Helguvík 450 störf 450 störf 400 störf 400 störf 450 störf Framleiðsla: 346.000 tonn á ári Framleiðsla: 260.000 tonn á ári Framleiðsla: 250.000 tonn á ári Framleiðsla: 250.000 tonn á ári Framleiðsla: 183.000 tonn á ári Straumsvík Orkunotkun: 560 MW á ári Orkunotkun: 440 MW á ári Orkunotkun: 400 MW á ári Orkunotkun: 435 MW á ári Orkunotkun: 335 MW á ári Finnst þér að stjórnvöld eigi að rannsaka veikingu krónunnar? Já 94,4% Nei 5,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Er álver á Bakka í mótsögn við umhverfisáætlun Samfylkingar- innar, Fagra Ísland? Segðu skoðun þína á vísir.is. FRAMKVÆMDIR VEGAGERÐARINNAR Vegagerðin starfar ekki samkvæmt föstum stöðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRUNI „Þetta er klárlega milljón- atjón en nákvæmari tölu er að vænta á næstu dögum,“ segir Eyjólfur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Eldur kom upp í viðgerðarverkstæði fyrirtækisins í Njarðvík um hádegisbil í gær. „Það var mjög mikill eldur og mikill hiti þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang,“ segir Jón Guðlaugsson, varaslökkviliðs- stjóri hjá Brunavörnum Suður- nesja. Það tók rúmlega tuttugu slökkviliðsmenn þrjár stundir að ráða niðurlögum eldsins auk þess sem kalla þurfti til liðsauka frá Sandgerði. „Menn voru aldrei í hættu og það skiptir mestu máli,“ segir Eyjólfur Gunnarsson. - ges Milljónatjón á verkstæði: Börðust við eld- inn í þrjá tíma ELDUR Í NJARÐVÍK Slökkviliðsmenn börðust við eld hjá Íslenskum aðalverk- tökum í þrjá tíma. MYND/VÍKURFRÉTTIR Lýst eftir vitnum Lögreglan lýsir eftir vitnum að aðdraganda slyss sem átti sér stað á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk aðfaranótt laugardagsins 21. júní. Í tilkynningu lögreglu segir að vegna rannsóknar málsins sé brýnt að vitni hafi samband í síma 444-1100. LÖGREGLUFRÉTTIR UMHVERFI Forsætisráðuneytið hefur endurnýjað samning við Kolvið um kolefnisbindingu vegna bílaflota ríkisins fyrir árið 2008. Slíkur samningur var einnig gerður í fyrra. Á heimasíðu Kolviðar kemur fram að Áætlað sé að losun frá ríkisflotanum muni nema um 9.000 tonnum af koldíoxíði (CO2) á þessu ári. Til að binda samsvar- andi magn kolefnis mun Kolviður gróðursetja um 84 þúsund plöntur á Geitasandi á Rangárvöllum. Þar er mjög gróðursnautt. Markmið ríkisstjórnarinnar er að minnka nettólosun á CO2 fyrir árið 2050. - kóp Kolviður kolefnisjafnar: Gróðursett fyr- ir bíla ríkisins SAMIÐ Á NÝ Kolviður kolefnisjafnar bíla- flota ríkisins í ár líkt og í fyrra. Guðfinna Bjarnadóttir er talsmaður Kolviðar. Bruni í vörubíl Vörubílstjóri slapp ómeiddur þegar eldur kom upp í bíl hans við Háöldu- kvísl á Suðurlandsvegi um kaffileytið í gær. Stýrishúsið skemmdist mikið en farmur bílsins, sjávarfang, var heilt. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.