Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 10
10 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR GRÆNEÐLA OG KOMODO-DREKI Græneðla af tegund í útrýmingarhættu stendur á höfði komodo-dreka í dýra- garði í Sydney í Ástralíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Ég fór á Snæ- fellsnesið um síðustu helgi og það var alveg dýrðlegt, þetta er einn af mínum uppáhalds- stöðum í Evrópu,“ segir Charlotte, sem hefur þó víða farið og kallar ekki allt ömmu sína í ferðamálum. En það er líka gott í bænum. „Kærasti minn hélt upp á afmæli sitt í vikunni og þá var hátíðlegur matur í foreldrahúsum hans. Að honum loknum fór ég með móður hans í hjólreiðatúr í miðnætur- sólinni en karlarnir fóru í golf. Þetta eru náttúrlega forréttindi að geta leikið golf á miðnætti, einn af mörgum kostum við íslenska sumarið.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir: Dýrð undir Jökli „Ég var í grillpartíi um helgina í bakgarði hjá vinafólki sem býr í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Junphen. „Veðrið var alveg frábært og við lágum í sólbaði næstum allan daginn. Hitinn var þvílíkur að mér fannst ég komin heim til Taílands, hverjum hefði dottið það í hug að ég ætti eftir að upplifa slíkt hér á Íslandi.“ En þó að veðrið sé gott skiptast á skyn og skúrir í einkalífinu. „Ég fékk þær fregnir frá móður minni að hún komist ekki hingað í sumar. Þetta eru mikil vonbrigði, mig lang- ar nefnilega að sýna henni hversu fagurt Ísland er að sumarlagi.“ Junphen Sriyoha: Minnir á Tailand „Nú yfir hásumarið er mun meira að gera í vinn- unni,“ segir Rachid, sem vinnur á Grand hóteli. „Enda fjölmargir ferðamenn á ferli núna. Flestum er umhugað að hafa það gott í fríinu svo fólk sýnir sínar bestu hliðar. Og hingað kemur auðvitað fólk af ýmsu þjóðerni. Reyndar hef ég aldrei hitt fólk hér frá heimalandi mínu, Marokkó, en þó hef ég hitt nokkra araba, til dæmis frá Sameinuðu furstadæm- unum. Það er eiginlega eins og að hitta heimamenn; þeir tala sama mál og við Marokkóbúar og eru sömu trúar.“ Rachid Benguella: Allra þjóða fólk NEYTENDUR Verslunin IKEA innkallar svonefnda Barnslig- svefnpoka. Fyrirtækið hefur fengið tvær tilkynningar frá viðskiptavinum þar sem botninn á rennilásnum hefur losnað frá en það gerir það mögulegt að sleðarofinn losni frá. Báðir þessir hlutir geta skapað hættu á köfnun fyrir lítil börn. IKEA hefur hætt fram- leiðslu á svefnpokunum. - hþj Svefnpokar skapa hættu: IKEA innkallar Barnslig-poka VIKA 21 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Filipe Figueredo: Kærkomið frí „Dagarnir eru afskaplega lengi að líða nú þegar fríið er á næsta leiti,“ segir Filipe. „Ég fer heim til Portú- gals næsta miðvikudag. Ég get ekki annað sagt en að sumarið sé svo sannarlega komið hér á Ísafirði en mér er sama, ég er farinn að þrá portúgalska sumarið. Meðal þess sem ég mun gera er að fara á heimstónlistarhátíð sem haldin er í sjávarbænum Sine. Þar mun ég slá tvær flugur í einu höggi því í Sine býr vinur minn sem ég hef ekki séð lengi svo þar mun ég una við góða tónlist og svo skemmtilega endurfundi,“ segir Fil- ipe, sem er þegar kominn á loft og hálfa leið í huganum á vestanverð- an Íberíuskaga. SKOÐANAKÖNNUN Rétt rúmlega helmingur, eða 53,2 prósent, segir að skattar á bifreiðar eigi að hækka í samræmi við hversu mikið þeir menga, samkvæmt nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins. Því mótfall- in eru 46,8 prósent. Hugmyndir um slíka skatta eru í samræmi við til- lögur starfshóps um heildarstefnu- mótun um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Starfshópurinn skil- aði af sér tillögum í lok maí. Tillög- ur nefndarinnar eru til umræðu hjá fjármálaráðuneytinu, sem hefur skatta á sinni könnu, en ekki hafa komið fram tillögur í þessa veru frá Árna M. Mathiesen fjármála- ráðherra. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir kyni og eru konur frekar því fylgjandi að bifreiðaskattar hækki með aukinni mengun en karlar. Vilja 57,2 prósent kvenna að slíkur skattur sé lagður á, en rétt tæpur helmingur karla, 49,4 prósent. Þá er einnig nokkur munur á afstöðu til mengunarskatta á bif- reiðar eftir búsetu og eru íbúar höfuð borgarsvæðisins frekar fylgj- andi slíkum sköttum. Þeim fylgjandi eru 58,0 prósent íbúa á höfuðborgar- svæðinu, en 45,4 prósent íbúa á landsbyggðinni. Þá eru kjósendur þriggja stjórn- málaflokka fylgjandi stighækkandi bifreiðasköttum: 55,0 prósent kjós- enda Framsóknarflokks, 64,4 pró- sent kjósenda Samfylkingar og 76,5 prósent kjósenda Vinstri grænna. Meirihluti kjósenda Sjálfstæðis- flokks og Frjálslynda flokksins er hins vegar andvígur slíkum skött- um: 60,0 prósent kjósenda Sjálf- stæðisflokksins og 54,5 prósent kjósenda Frjálslynda flokksins. Hringt var í 800 manns laugar- daginn 21. júní og skiptust svarend- ur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Eiga bif- reiðaskattar að hækka í samræmi við hversu mikið bílar menga? Tóku 85,5 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is Konur eru hlynntari mengunarskatti á bíla Rétt rúmur helmingur landsmanna er því fylgjandi að skattar á bifreiðar hækki í samræmi við hve mikið þeir menga. Tæpur helmingur er þessu and- snúinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. EIGA SKATTAR Á BÍLA AÐ HÆKKA EFTIR ÞVÍ HVAÐ ÞEIR MENGA MIKIÐ? Skv. könnun Fréttablaðsins 21. júní Já Nei 46,8% 53,2% SVIFRYK Í REYKJAVÍK Nokkur munur er á afstöðu til mengunarskatta á bíla eftir búsetu og eru íbúar höfuðborgarsvæðisins frekar fylgjandi mengunarsköttum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AKRANES Eyjólfur R. Stefánsson, tölvurekstrarfræðingur á Akra- nesi, hefur sent bæjarráði bréf þar sem hann gerir athugasemdir við það í 26 liðum hvernig staðið var að því að ganga til samninga við fyrirtæki um endurnýjun á tölvukerfi bæjarins. Til stóð að bjóða verkið út og hafði fyrrverandi bæjarstjórn þegar látið undirbúa útboðið fyrir 650 þúsund krónur. Hætt var við útboðið á síðustu stundu og ákveð- ið að ganga til samninga við tölvu- þjónustufyrirtækið sem hefur þjónustað bæinn árum saman. Í bréfi sínu, sem barst bæjar- yfirvöldum 9. júní, mælist Eyjólfur til þess að samningsgerðinni verði frestað þar til athugasemdir hans hafi verið teknar fyrir og spurn- ingum hans svarað. Engu að síður voru samningarnir undirritaðir tveimur dögum eftir að bréfið barst. Gísli S. Einarsson bæjar- stjóri segir svars að vænta frá bænum. Í öðru bréfi sem Eyjólfur sendi sama dag tekur hann fram að hann hafi hitt Gísla í fyrirtæki sínu, sem er á efri hæð í sama húsi og bæjarskrifstofur Akraness. Þar segir að Gísli hafi minnst á fyrra bréfið við Eyjólf, sagt það miður fallegt og verða Eyjólfi ekki til vinsælda. Gísli segir að um sak- leysisleg ummæli hafi verið að ræða, sem hann lét falla þegar Eyjólfur innti hann eftir skoðun á fyrra bréfinu. - sh Tölvurekstrarfræðingur á Akranesi vill skýringar á samningi um tölvukerfi: Gagnrýnir yfirvöld í 26 liðum AKRANES Fyrirtæki Eyjólfs er til húsa beint fyrir ofan bæjarskrifstofur Akra- ness. DÓMSMÁL Fimm menn hafa í Hér- aðsdómi Reykjavíkur verið dæmdir í fangelsi fyrir innflutn- ing á rúmum 700 grömmum af mjög sterku kókaíni til landsins í október 2006. Efninu var smyglað til landsins í tvennu lagi, en það var falið í skóm. Tveir menn, Anton Kristinn Þórarinsson og Jón Halldór Arnar- son, hlutu tveggja ára fangelsis- dóm hvor fyrir að skipuleggja smyglið. Anton neitaði öllu og sagðist hvergi hafa komið nærri brotinu. Enginn hinna mannanna benti á Anton, en dómurinn taldi niður- stöður lögreglurannsóknar, meðal annars hleranir, gefa full- nægjandi sönnun á því að Anton hefði verið höfuðpaur smygls- ins. Jón Halldór játaði sök að hluta, en sagðist eingöngu hafa verið milliliður í smyglinu. Það var ekki tekið trúanlegt. Þrír menn á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri hlutu sex, níu og tólf mánaða dóma fyrir að flytja efnið til landsins í skónum sínum. Einn var sýknaður, en ekki þótti sannað að hann hefði vitað að um fíkniefnasmygl var að ræða þegar hann bar skilaboð um fjármál á milli manna. Allir eiga mennirnir sakaferil að baki, þótt mismikill sé. Anton hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2000 fyrir kaup og sölu á hundruðum e-taflna. - sh Fimm hlutu dóm fyrir að flytja til landsins 700 grömm af sterku kókaíni í skóm: Fimm í fangelsi fyrir kókaínsmygl Lögreglan lagði hald á fleira en 701,54 grömm af kókaíni við rannsókn málsins. Annað sem gert var upptækt var: ■ 0,95 grömm af amfetamíni ■ 9,62 grömm af hassi ■ Slöngvubyssa ■ Kastöxi ■ Butterfly-hnífur EKKI BARA KÓKAÍN OFBELDI Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum var í gær. Af því tilefni skoraði Amnesty Inter- national á öll ríki heimsins að láta af pyntingum. Í síðustu ársskýrslu Amnesty kom fram að pyntingar voru stundaðar í 81 ríki í fyrra. Nú er 21 ár síða Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu gekk í gildi. Amnesty krefst þess að öll ríki fullgildi og virði reglur samnings- ins. Þá verði allir fyrirvarar við hann dregnir til baka og eftirlits- fólki engar skorður settar. - kóp Amnesty gegn pyntingum: Pyntað í 81 landi í fyrra ABU GHRAIB Amnesty hefur sakað Bandaríkin um að beita fanga sína pyntingum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAR Bloggsíðu Ólafs Þórs Eiríkssonar á visir.is var lokað í fyrradag eftir að kvartanir bárust til forsvarsmanna Vísis frá lesendum síðunnar vegna mynda sem höfðu birst á henni. Myndirnar voru af fóstureyð- ingum og þótti sumum nóg komið. Vísi höfðu oft áður borist kvartanir vegna Ólafs að sögn ritstjóra Vísis en færslur hans hafa oft þótt klámfengnar. Ólafur hafði áður bloggað á mbl.is en var, rétt eins og á Vísi, bannaður á bloggsíðunni. - vsp Ljósmyndir vöktu óhug: Bloggari rekinn vegna kvartana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.