Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 12
12 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Langstærsta urriðahrygna sem veiðst hefur hér á landi fyrr og síðar, svo vitað sé, hefur nú verið stoppuð upp. Hún veiddist í Þingvalla- vatni 18. maí á síðasta ári og reyndist vera 26 pund. Sá sem dró þennan risa- fisk úr vatninu er Börkur Birgisson. Það er Sveinbjörn Sigurðsson hamskeri sem hefur haft veg og vanda af því að stoppa þennan ein- staka fisk upp. Hann segir ferlið hafa tekið um mánuð frá því að hann fékk hrygnuna í hendur. Jóhannes Sturlaugsson, líffræð- ingur hjá Laxfiskum, hafði urriða- hrygnuna til rannsóknar eftir að hún var dregin á land. Líkamsburðir húsfreyju Þingvalla- vatns „Í stærð slær hún líklega út allar kynsystur sínar sem dregnar hafa verið á land hérlendis,“ segir Jóhannes. Þegar Sveinbjörn leysti hrygnuna vænu úr fjötrum frostsins, til að hefja uppstoppunarvinnuna, mætti Jóhannes til að mæla skepnuna og taka sýni. Þá reyndist þyngd hrygn- unnar blóðgaðrar vera 10.715 grömm þannig að hún hefur óblóðguð klárlega náð ellefu kílóa þyngd. „Þetta þýðir að hrygnan hefur verið 22 pund samkvæmt okkar tíma skilgreiningum á pundum,“ útskýrir Jóhannes. „Lengd hennar var 87 sentímetrar sléttir og af feng- inni reynslu af hlutfallslegum sam- drætti fiska í frosti er ljóst að hún hefur verið að minnsta kosti 88 sentímetra löng áður en hún var fryst. Mesta ummál hennar var heilir 57,5 sentímetrar enda kviður- inn með þeim efnismeiri sem menn hafa litið. Þegar litið er til þeirra urriða sem dregnir hafa verið á land hérlendis þá bendir allt til þess að urriðahrygnan sem Börkur veiddi sé sú stærsta sem sögur fara af.“ Jóhannes bendir á að hafa þurfi þó í huga að í frásögnum af flestum stærstu urriðum sem veiðst hafi hérlendis hafi ekki fylgt sögunni af hvoru kyni fiskarnir voru. Lífssagan í hreistrinu Hreistur var tekið og lesið til að átta sig á aldri hrygnunnar ítur- vöxnu og skoða ummerki eftir hrygningu. Hrogna ástand var skoðað og lífsýni tekin sem nýtt verða til greiningar á erfðaefni og mælinga á kvikasilfri. „Fyrst ber að nefna að þessi „mittismikla“ risahrygna var ein- ungis sjö ára þegar hún veiddist,“ segir Jóhannes. „Þetta eitt og sér endurspeglar þann gríðarlega lík- amsvöxt sem hún hefur tekið út á sinni stuttu ævi. Hún var sneisa- full af hrognum. Þau vógu 1.630 grömm af þeim um ellefu kílóum sem fiskurinn vó óblóðgaður, sem þýðir að fimmtán prósent af þyngd hrygnunnar lágu í hrognunum.“ Fastheldin á hrognin „Hrognamagnið lá að mestu í hrognum frá undangenginni hrygn- ingartíð sem sýndi að hrygnan hafði ekki hrygnt þá um veturinn, sem er fróðleg spurning út af fyrir sig. Með hliðsjón af samsetningu hrygningarstofnsins í Öxará síð- ustu árin og því sem sást til hrygnandi fiska í Efra-Sogi og Útfallinu á liðnu hausti. Þá verður að segjast að stærstu hrygnurnar þar hafa verið hvort tveggja minni og eldri en risahrygnan. Þó svo að hrygnan stóra sé einstök í sinni röð það vitað er má með hliðsjón af framansögðu leyfa sér að setja fram þá tilgátu að óvanalega stórar og hraðvaxta hrygnur, á þriðja tug punda, hrygni við uppsprettur í vatninu fyrst þær sjást ekki í ánum.“ jss@frettabladid.is UPPSTOPPAÐUR METFISKUR Sveinbjörn Sigurðsson hamskeri slær hér málbandi yfir hina myndarlegu hrygnu, sem nú hefur verið stoppuð upp. Mesta ummál hennar var vel rúmlega hálfur metri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RISASTÓRT ROÐ Svona leit hrygnan út áður en hún var fyllt með frauðplasti og lökkuð. MYND/JÓHANNES STURLAUGSSON Uppstoppaður metfiskur Tveir Þingvallaurriðar, báðir hængar, hafa áður komist í fréttir fyrir stærðar sakir. Annars vegar hinn mikli jötunn sem Ólafur Guð- mundsson veiddi árið 2004. Hann var 28 pund að þyngd og 96 sentí- metra langur. Sá fiskur var einnig rannsakaður hjá Laxfiskum. Hitt tröllið veiddi Jóhannes Sturlaugs- son við rannsóknaveiðar Laxfiska í Öxará. Sá hængur var 22 pund og 95 sentímetra langur. STÆRSTU URRIÐ- AR SÖGUNNAR „Ætli þessi hrygna sé ekki eftirminni- legasti gripurinn sem ég hef fengið til uppstoppunar,“ segir Sveinbjörn Sigurðs- son hamskeri. Spurður hvað sé sett inn í fiskinn þegar hann er stoppaður upp segir hann það vera frauð, svipað og notað er til að stinga blómum í. Fiskurinn er svo lakkaður, þannig að hann virðist nýkom- inn úr vatni, og settur á undirstöður. Sveinbjörn segir þetta endast um aldur og ævi, án þess að lappa þurfi upp á gripinn „...þannig að hrygnan getur þess vegna orðið erfðagripur,“ segir hann. Sveinbjörn hyggst halda námskeið fyrir áhugafólk um uppstoppun fugla og er skráning að hefjast. Þá býður hann fólki að koma með eigin fisk og stoppa upp undir leiðsögn. EFTIRMINNILEGUST TÓFUNÁMSKEIÐ Fólk getur lært að stoppa upp tófu hjá Sveinbirni næsta vetur. ■ Fjarskipti við gervitungl og veðurtunglin svonefndu hafa valdið byltingu í veðurathugunum. Staf- rænar myndavélar voru upphaflega hannaðar til að taka myndir úr gervitunglum. ■ Fyrsta hleðsluborvélin var hönn- uð til að gera geimförum kleift að taka sýni á tunglinu. Reykskynjarar voru þróaðir fyrir geimstöðina Skylab. Síur sem nú eru notaðar fyrir neysluvatn voru fyrst notaðar til að hreinsa drykkjarvatn tunglfara. ■ Ein besta aðferðin til einangrun- ar húsa nú á dögum tekur mið af hitavarnarhlífum geimflauga. ■ Efni sem þróað var í búninga fyrir tunglfara reyndist afar heppilegt til að skýla slökkviliðsmönnum og slösuðu fólki. UPPFINNINGAR ÁVEXTIR GEIMTÆKNINNAR „Allt fínt að frétta af mér. Ég er bara að sóla mig í sumarhúsi í Brekkuskógum,“ sagði Inga Sæland, laganemi og fyrrverandi X-Factor-keppandi, þegar blaðamaður náði tali af henni. „Ég er að fara að taka upp plötu núna á næst- unni. Fékk hvatningarstyrk frá Blindrafélaginu upp á 300.000 krónur og mun nota það í að taka hana upp,“ segir Inga en þangað til ætlar hún að hafa gaman af lífinu og reyna inn á milli að velja efni á plötuna. „Í haust er stefnan síðan sett á lagadeildina aftur. Ég á bara eitt ár eftir af stjórnmálafræði og það gæti verið að ég klári það bara í staðinn.“ Laganámið gengur hægt hjá Ingu að hennar sögn þar sem hún er alltaf að brasa eitthvað í og með eins og að taka þátt í X-Factor. Inga hefur lítið sungið frá því hún sló eftir- minnilega í gegn í X-Factor í fyrravor en hefur sungið í skírnarveislum og þess háttar. „Síðan fylgi ég kannski fordæmi Sturlu Jóns- sonar og stofna nýjan stjórnmálaflokk og laga efnahagsástandið,“ segir Inga. Það þarf að fá fagaðila til að gera hlutina og fá kallana í Brussel til að sjá um þetta að mati Ingu. „Við þurfum bara að drífa í því að ganga í ESB. Skoðanakannanir segja að það sé vilji fyrir þessu. Við þurfum nauðsynlega fagaðila til þess að vinna að ýmsum málum.“ Fullveldi og sjálfstæði yrði ekki framselt með inngöngu í ESB að mati Ingu. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? INGA SÆLAND LAGANEMI OG FYRRVERANDI X-FACTOR-KEPPANDI Langar að stofna stjórnmálahreyfingu Sóttu þær um leyfi? „Í morgun sáum við einnig að kassinn iðar af lirfum.“ HRAFNHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, ÍBÚI Í REYKJAVÍK, BENDIR Á SÓÐA- SKAP Í SANDKÖSSUM REYKJAVÍKUR- BORGAR. Fréttablaðið, 26. júní Bókstaflega? „Við rennum alveg blint í sjóinn með þetta.“ BIRGIR SIGURJÓNSSON, ÚTGERÐAR- MAÐUR Í HRÍSEY, SEM ER Á LEIÐ TIL TÚNFISKVEIÐA Í MIÐJARÐARHAFINU. Fréttablaðið, 26. júní Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Ég styð rétt allra til þess að standa í kjarabaráttu og þá leggja niður vinnu eða hvað sem það þarf að gera,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen tón- listarblaðamaður um kjaradeilur flugumferðar- stjóra. Hann bætir því við að kannski sé hann grunnhygginn: „Ég trúi því að fólk fari ekki í slíkar aðgerðir án þess að hafa til þess ríka ástæðu.“ „Mér finnst það furðuleg orðræða þegar fólk er gagnrýnt fyrir að leggja niður vinnu í þágu betri kjara,“ segir Arnar. „Þetta eru grundvallarréttindi. Ég efast um að flugumferðarstjórar eða hjúkrunarfræðingar hafi gaman af því að leggja niður flug eða loka deildum á sjúkrahúsum.“ Arnar segir mat launa vera furðulegt. „Mér finnst engin störf mikilvægari en önnur,“ segir hann og bætir því við að það sé „leiðinlegt að sjá fólk fá léleg laun fyrir að passa börn á meðan fólki eru greiddar margar milljónir fyrir sérfræðiþekkingu í bankakerfinu sem hefur ekki skilað betri árangri en raun ber vitni.“ SJÓNARHÓLL KJARADEILA FLUGUMFERÐARSTJÓRA Grundvallarrétt- indi að krefjast betri kjara ARNAR EGGERT THORODDSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.