Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 20
20 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Enn fjölgar uppsögnum. Fátt er ömurlegra en að fá uppsagnar- bréf í hendur. Síðustu ár hefur að vísu verið auðvelt að útvega sér aðra vinnu, en það er smám saman að breytast. Samdráttur atvinnu- lífsins er að segja til sín. Hann var að sumu leyti fyrirsjáanlegur eftir hinar miklu virkjunarframkvæmd- ir á hálendinu. En Íslendingar voru svo óheppnir, að um leið skall á hörð lánsfjárkreppa í heiminum, og til að bæta gráu ofan á svart hækkuðu stórkostlega á alþjóða- markaði tvær lífsnauðsynjar, matvæli og eldsneyti. Við getum ekki gert að þessum erfiðleikum. En það merkir ekki, að við getum ekkert gert til að minnka þá. Í kínversku má með einu pennastriki breyta táknunum fyrir kreppu í tákn fyrir tækifæri. Í fyrsta lagi er til hefðbundið úr ræði, sem hagfræðingar mæla jafnan með í samdrætti. Það er að lækka skatta á fyrirtækjum og fólki. Þá eykst ráðstöfunarfé fólks og með því væntanlega fjárfesting og neysla. Bílar og hús verða ekki lengur óseljanleg. Nú er rétti tíminn til að lækka skatta myndar- lega, til dæmis um 3% á fyrirtækj- um, í 12%, og um 6% á þann hluta tekjuskattsins, sem ríkið fær, í 17%. Annað hefðbundið úrræði er til í niðursveiflu, að auka nytsamlegar framkvæmdir. Ég er enginn áhuga maður um opinberar fram- kvæmdir, en hlýt að viðurkenna, að nýlegar vegabætur á Reykjanes- braut og Suðurlandsvegi auðvelda lífið og tengja saman byggðir frá Snæfellsnesi í Vík í Mýrdal, svo að þær mynda allt að því einn markað, og það er æski legt frá sjónarmiði frjálshyggjumanna séð. Því stærri sem markaðurinn er, því betri skilyrði eru til frjálsrar sam- keppni. Þetta hefur raunar komið vel í ljós, því að talsvert er keppt um jarðir á þessu svæði, svo að þær hafa hækkað í verði. Sam- göngubætur hafa margvís legar aðrar jákvæðar afleiðingar, ekki allar sýnilegar eða mælanlegar. Þriðja úrræðið blasir við. Þar er tækifærið. Skyndilega hefur myndast skortur á orku í heimin- um. Við Íslendingar eigum tvenns konar orkugjafa, fallvötnin og jarðvarmann, sem við höfum nýtt með góðum árangri. Þessir orkugjafar eru öðrum umhverfis- vænni, einkum fallvötnin, og prýði er að þeim stöðuvötnum, sem myndast hafa á hálendinu sem uppistöðulón virkjana. Orkufrek fyrirtæki erlend hafa mikinn áhuga á viðskiptum við Íslendinga. Við eigum þess vegna að snar- fjölga virkjunum á Íslandi og minnka með því fyrirsjáanlega erfiðleika næstu missera. Auðvitað hljóta nýjar virkjanir að lúta þremur skilyrðum. Í fyrsta lagi verða þær að vera arðbærar. Ástæðulaust er að selja rafmagn á útsöluverði. Í öðru lagi þurfa virkj- anirnar sjálfar að vera umhverfis- vænar. Í þriðja lagi verða þau fyrirtæki, sem kaupa orkuna, hvort sem þau reka álver, járn- blendiverksmiðjur eða netþjóna, líka að vera umhverfisvæn. Sem betur fer hefur mengun frá álverum stórlega minnkað með nýjum tæknibúnaði, svo að ekki þarf að hafa af þessu verulegar áhyggjur. Við megum ekki snúa bakinu við því fólki, sem hefur fengið uppsagnarbréf síðustu mánuði, eða hinu, sem á von á slíkum sending- um. Draumlyndir sveimhugar íslenskir halda, að rétta ráðið gegn myrkrinu sé að syngja um ljósið. Hitt er miklu skynsamlegra, að kveikja á ljósum. Hér eru ljósin fjögur skattalækkanir, vegabætur og virkjanir vatnsafls og jarð- varma. T il að teljast trúverðugur stjórnmálamaður verður þú að standa við stefnu þína og orð svo fólk geti treyst þér. Þá skoðun hefur iðnaðarráðherrann nýlega ítrek- að í einum af sínum spjallpistlum. Líklega hefur sú skoðun ekki flækst fyrir vitunum á honum þegar hann settist niður með penna í gær og fram- lengdi viljayfirlýsingu með nafninu sínu við hlið varaforstjóra Alcoa um að haldið yrði áfram undirbúningi fyrir álver á Bakka. Gildis tími hennar var að vísu eitthvað styttri en nær tveggja ára gömul viljayfirlýsing sem var útrunnin, mest vegna þess hversu illa Alcoa hefur nýtt tímann til þeirrar vinnu sem til þarf: hag- kvæmnisúttekt er ekki lokið, orka ekki fundin þótt menn ákafir um stóriðju á Norðurlandi eystra hafi áhuga á að ráðast með orkuversframkvæmdir inn á Þeistareyki en nýta einnig orku frá Kröflu og Bjarnarflagi. Á Bakka skal rísa 250 þúsund tonna álver. Raunar vonast Alcóar eftir að meiri orka finnist á svæðinu svo stækka megi verksmiðjuna þar enn frekar. Við endurbætur í Straumsvík horfa menn á sextíu þúsund tonna viðbót og þá er Helguvík eftir. Þegar er komið samþykki fyrir tveimur af þremur virkjunum í Þjórsá. Ráðamenn ríkis og sveitarfélaga halda áfram orkusölu- stefnunni af trúarhita. Þar er enginn hægagangur. Ekki eins og tiltekinn stjórnmálaflokkur sem iðnaðarráðherrann tilheyrir hét kjósendum sínum fyrir kosningar sem komu honum til valda. Til að teljast trúverðugur stjórnmálamaður verður þú að hafa góðan spunameistara. Gaman verður að sjá Einar Karl Haralds- son taka spretti næstu sólarhringa til varnar húsbónda sínum. Össur Skarphéðinsson kannaðist ekki við það í gær að hann færi gegn yfirlýstri kosningastefnu Samfylkingarinnar, allt sem tengdist áætlunum á Bakka var byrjað eða búið áður en Sam- fylkingin náði valdastólum í ríkisstjórn og er því að áliti ráð- herrans ekki á nokkurn hátt á hans ábyrgð. Trúverðugleiki hans sem stjórnmálamanns eins og nýþveginn bolur, skjannahvítur. Tímasetningin er að vísu erfið: nýleg könnun Fréttablaðs- ins sýndi að þjóðin leggst gegn frekari stóriðjuframkvæmdum. Almenningur trúir ekki lengur á þá hagspeki að þensla keyrð áfram á ódýrri orku, virkjunum og hráefnisframleiðslu fyrir erlendar málmsteypur sé skynsamleg. Þjóðin lærði af biturri reynslu á fáum árum að slíkt flas er ekki til fagnaðar – enn er ekki séð fyrir endann á því þensluskeiði. Fólk uggir að sér. Og fleira leggst gegn stefnu þeirra gömlu Þjóðviljabræðra: á laugardag safnar Björk liði gegn stefnu þeirra – í verki. Það er þungur straumur undir þeirri öldu og hún er ekki ein, báran sem fellur um helgina, fleiri fylgja. Og hvað verður þá um sprekin á ströndinni? Þau berast til og frá með fallinu. Pólitískum örlögum sínum ráða menn oftast sjálfir. Þeir kunna að treysta á að talandinn og tryggðin dugi til áframhaldandi framfærslu á þingmannsbekk. Haldi Samfylkingarráðherrar áfram uppteknum hætti getur þrennt hent þá í næstu kosning- um: kjósendur þeirra þreyttir á sviksemi leita annað, gleymska og vongleði tryggir þeim áframhaldandi setu með svipuðu fram- ferði uns ferli þeirra lýkur, eða að þeir verða strikaðir út. Til þess þarf ekki annað en góðan penna og traust minni kjósenda um gefin fyrirheit og svikin. Orkusölumenn eru á fullu. Slæm tímasetning PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Fleiri virkjanir! Efnahagsmál HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | SPOTTIÐ Að eða á Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra var ekki í vandræðum með að útskýra það að nýtt álver á Bakka væri á engan hátt brotthvarf frá stefnu Samfylkingarinnar um engin ný álver. Það samræmdist alveg umhverfis- stefnu flokksins, Fagra Ísland, enda væri ekkert sérstaklega fagurt á Bakka og lítið að vernda þar. Hefur þetta orðið mönnum tilefni íhugana. Er möguleiki að iðnaðar- ráðherra hafi misskilið stefnuna? Að þegar sagt var „Flokkurinn ætlar að bakka með álver“ hafi hann heyrt „Flokkurinn ætlar á Bakka með álver“? Spyr sá sem ekki veit. Goðsögnin felld Össur gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Á síðu sinni skrifar hann um það þegar Jón Baldvin fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og „ruddi þar með brautina fyrir sigur- göngu Davíðs Oddssonar“. Skýring Jóns á Viðeyjarstjórninni hefur alltaf verið sú að þarna hafi hann allt að því hent Ólafi Ragnari úr bóli Davíðs og sjálfur skriðið upp í. Össur vill meina að þegar hafi verið gengið frá stjórnarmynd- un áður en hann og aðrir ungir þingmenn fengu að vita af henni og Jón Baldvin hefði betur þegið boð Ólafs Ragnars um forsætisráð- herrastólinn. Spurning hvort Jón Baldvin endur- skrifi æviminningarnar? Gúrkan búin Nýverið féll dómur í nágrannaerjum. Einn íbúi raðhúsalengju neitaði að taka þátt í kostnaði við þakviðgerðir á þeirri forsendu að þak hans væri í fínu lagi. Héraðsdómur dæmdi mann- inn til töluverðra fjárútláta. Viðkomandi, sem heitir Herbert Guðmundsson, vildi ekki tjá sig við blaðamenn Vísis. Nó komment, sagði kappinn. Ekki er þó að örvænta því hann mun boða til blaðamannafund- ar um málið innan skamms, enda margt að skýra. Kannski Guðjón Bergmann verði með honum og tjái sig nánar um búsetu- plön sín? Blaðamönnum er létt því loksins er gúrkan búin. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.