Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 25
[ ] Nú stendur yfir sýning í Gerða- skóla í Garði á saumuðum myndverkum Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Sýningin hefur hlotið feiknagóða dóma og er opin fram yfir helgi. Guðrún hefur lengi stundað handa- vinnu en það er fyrst nú sem verk hennar eru opinberuð almenningi. „Tildrögin voru þau að frænkur mínar suður í Garði báðu mig um að halda sýningu en ég ætlaði aldrei að sýna þessi verk. Það hefur alltaf verið siður minn að mynda teppi og setja inn í jólakort til systkinabarna minna. Þess vegna vita þau þetta,“ segir Guðrún. Myndefnin koma að miklu leyti úr biblíunni og þykir Guðrúnu fallegustu myndefnin í gömlum handritum vera trúarlegs eðlis. En hvernig hófst listaferill Guðrúnar? „Þetta hófst þannig að ég fór til Reykjavíkur til þess að fara í Mynd- lista- og handíðaskólann en fékk ekki nema kvöldtíma svo ég var þar fram að áramótum og síðan varð nú ekki meira úr því námi. En ég fór í alls konar annað nám eins og að læra að smíða og taka mál, síðan fór ég aðeins í málaratíma. Svo kynntist ég manninum mínum og fór í Hús- mæðraskólann á Laugarvatni þegar ég var átján ára en í gegnum tíðina hef ég farið á ýmis námskeið í Reykjavík,“ útskýrir Guðrún en hún byrjaði á fyrsta veggteppinu sínu þegar hún var 22 ára gömul. „Upphafið að því að ég fór að gera teppin var þannig að svilkona mín var að sauma Maríudúkinn í fyrsta skipti sem ég heimsótti hana. Ég heillaðist og hugsaði mér að ég gæti kannski gert eitthvað með hjálp þar sem þetta var á þeim tíma sem ég var að byrja eiga börnin. Þá átti maðurinn minn Flateyjarbók og þar eru lýsingar sem ég fór eftir og litlar myndir sem ég stækkaði,“ segir Guðrún en hún vissi að hún yrði að bjarga sér sjálf. Verkin eru unnin með hliðsjón af teikningum og lýsingum úr íslenskum og erlend- um handritum frá 14., 15. og 16. öld en að öðru leyti eru þau algjörlega hugarfóstur Guðrúnar. „Á sjötta áratugnum gefur Björn Th. Björns- son út Teiknibókina í Árnasafni og þá fannst mér ég fá gull í hendurnar og hóf ég að vinna úr henni,“ segir Guðrún áhugasöm. Hvert teppi tekur sinn tíma að útbúa en auk þess að gera teppin var Guðrún sífellt að sauma og prjóna. „Ég saumaði til dæmis föt á börnin mín en ég er svolítið ofvirk og er alltaf á fullu,“ segir Guðrún kímin en hún segir að vinnan við vegg- teppin hafi gefið henni fyllingu í líf sitt. „Ég hef aldrei verið útstáelsis- manneskja og hef frekar viljað vera heima. Auk þess að hugsa um mín eigin börn tók ég önnur svolítið að mér líka og því var oft í nógu að snú- ast en ég hef alltaf reynt að grípa hverja stund til að sinna veggtepp- unum,“ útskýrir Guðrún einlæg og finnst henni róandi að sinna handa- vinnu. „Ég hef alltaf elskað að vera með fallegt garn og efni í höndun- um, það er svo mikil gleði,“ segir Guðrún hlæjandi. hrefna@frettabladid.is Elska og gleði í garni Veggteppi Guðrúnar eru unnin með hliðsjón af teikningum og lýsingum úr íslenskum og erlendum handritum frá 14., 15. og 16. öld en Guðrún hannar þó teppin frá grunni og lagar þau að eigin smekk. MYND/VÍKURFRÉTTIR Guðrún útskýrir hér handverk sitt fyrir herra Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú. MYND/VÍKURFRÉTTIR Hvert teppi tekur tíma að vinna. Um helgina halda Eyrbekkingar Jónsmessu- hátíð í tíunda sinn og dagskráin er vægast sagt árennileg. Á bjartasta tíma ársins leynist hið óvænta við hvert fótmál á landi elds og ísa, og margar kynngimagnað- ar sögur til um þau undur sem menn hafa upplifað á íslenskri sumarnótt. Allt stefnir í að slík undur og stórmerki á Eyrarbakka á föstudag og laugardag, og löngu þekkt að selir í fjöruborði þess fagra bæjar eigi til að kasta hömum sínum. Dagskráin verður hefðbundin með einni undan- tekningu þegar farið verður út í náttúruna á föstudagskvöld í fylgd Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings sem mun leiða göngu um friðland fugla á Ölfusárbökkum, en samverustundinni lýkur með rómantískum orgelleik Jörg Sondermanns í Eyrarbakkakirkju. Á laugardag hefst dagskrá klukk- an 11 með leikjum fyrir yngri kynslóðir á Garðstúni, Jónmessumatseðill verður í boði í Rauða Húsinu þar sem hljómsveitin Svarta skerið heldur uppi fjöri um kvöldið og boðið verður heim til nokkurra Eyrbekk- inga. Myndlistarmaðurinn Mýrmann opnar sýningu í Gallerí Gónhól, gamlir antikbílar verða glansandi fínir um allar trissur og sölubásar á sínum stað. Stúlkurnar í Húsinu draga fram peysuföt sín og bera fram te eins og tíðkaðist í den tid, en í borðstofunni er sýningin „Faldarnir lyftust og síðpilsin sviptust“. Hvarvetna um bæinn verður mikið um tónlist og aðrar dýrðir, upplýsandi göngur og gestrisni. Formlegri dagskrá Jónsmessuhátíðarinnar lýkur með Jónsmessubrennu í fjörunni vestan við þorpið klukkan 22 á laugardagskvöld. - þlg Jónsmessuhátíð í áratug Húsið á Eyrarbakka í sumarsól og íslenskum skýjum. MYND/NJÖRÐUR HELGASON Sumarbústaðaferðir með fjölskyldunni eru góðar á sumrin. Fátt er skemmtilegra en skella sér í helgarferð í sumarbústað með fjölskyldu og vinum. Eiga góða stund saman og njóta lífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.