Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 30
BORGIN MÍN: París er sú borg sem að ég hef mest gaman af fyrir utan landstein- ana. MORGUNMATURINN: Klassík að fá sér café crème og croiss- ant á næsta kaffihúsi. SKYNDIBITINN: Croque Monseniour á Le Café, 62 rue Tiquetonne, pínulítil hola rétt við Etienne Marcel í 2. hverfi. UPPÁHALDSVERSLUN: Ég held upp á minja- gripaverslanir og apótek en í París er nóg af hvoru tveggja. Gömlu apótekin í Marais-hverfinu eru svo yndisleg og þar get ég varið góðum tíma. LÍKAMSRÆKTIN: Hef nú ekki stundað skipulagða líkamsrækt þar en maður labb- ar allan liðlangan daginn og það ætti nú að rækta eitt- hvað. Mæli með að ganga frá Pompidou-safninu í gegnum Louvre-garð- inn upp að Sigur- boganum RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Rómantík- in fer al- gjörlega eftir félags- skapnum, en ég mæli með Le Rela- is de l´Entrecote, 15, rue Marbeuf í 8. hverfi. Skemmtilegur staður þar sem aðeins er um þrennt að velja: rare, medium, or well done. BEST VIÐ BORGINA: Það sem að mér finnst best við París er að maður þarf engin plön, bara að skella sér út á götu og upplifa. Maður ratar mjög auðveldlega í alls kyns ævin- týri. Góður matur og góður andi. borgin mín PARÍS STEFÁN SVAN AÐALHEIÐARSON verslunarstjóri í Kron kron Hann þykkir, lengir, bætir og fegrar. Hvað þarf meira? Maskarinn er með tveimur burstum sem ætlaðir eru fyrir lengri og styttri hár. Ein umferð af þessum snilldarmaskara og augnumgjörðin verður nánast fullkomin. Maskaranum er pakkað í algerar lúxusumbúðir og með honum fylgir sérstök snyrti- budda svo það fari ekki illa um gripinn þegar hann ferðast um víðan völl með eig- anda sínum. NAUÐSYN VIKUNNAR Lúxusmaskari frá Guerlain „Ég er að fara að halda tónleika í Fríkirkjunni í kvöld með tónlistarmönnum sem ég treysti hundrað prósent og þarf aldrei að segja þeim til,“ segir Óskar Guðjónsson saxófónleikari en á tónleikunum auk Óskars koma fram Matthías Hemstock, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Arnljótur Sigurðsson, Eyþór Gunnarsson, Davíð Þór Jónsson og Brasilíumaðurinn Ife Tolentino. „Leiðir okkar Ise lágu saman í London en hann er gítarleikari og söngvari. Hann hefur komið hingað til Íslands sjö sinnum og hefur því sáð frjó- um fræjum hér í langan tíma en við höfum virkilega notið þess að fá að spila með honum, “ segir Óskar en dagskráin á tónleikunum í kvöld verður með brasil- ísku ívafi. „Þessi tónlist kallar fram bros og gleði og lætur jafnvel kreppuna ekki skipta neinu máli.“ Tónleikarnir hefjast kl. 22 og miðasala er við inn- ganginn. Brasilísk sveifla í Fríkirkjunni Jón Páll Eyjólfsson hefur verið ráðinn til eins árs hjá Borgar- leikhúsinu. Það er í fyrsta skipti sem hann fær svo langan samn- ing. Jón hefur verið athafnamikill með eigin leikfélagi, ásamt Jóni Atla Jónassyni. Setti upp Hér og nú í samstarfi Sokkabandsins og Borgarleikhússins seinasta vetur og Partíland á Listahátíð í fyrra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir Magnús Geir Þórðarsson, nýr Borgarleikhússtjóri, starfa saman. „Ég hef átt mjög gott og farsælt samstarf með Magnúsi Geir. Ég fékk tækifæri hjá honum með Leikfélagi Akureyrar, þar sem við settum upp Maríubjöll- una og Herra Kolbert.“ Jón Páll hlakkar til að fara að vinna hjá Borgarleikhúsinu. „Það er búið að vera mjög gaman að setja saman nýtt leikár með Magnúsi. Mjög skemmtileg hug- myndafræði á bak við það. Það verður spennandi að fá að spreyta sig á svona ólíkum verk- um. Fá allt lagt á borðið fyrir- fram og vinna með frábærum listamönnum.“ Þrjú verk verða í leikstjórn Jóns. Útlendingar, „devised“ verk samið með Jóni Atla og Halli Ing- ólfssyni, frumsýnt á nýja svið- inu í mars. Lonesome West, sem er hluti Línakursþríleik Martin McDonagh fer á nýja sviðið fyrir jól. Og loks einleikurinn Óskar og bleikklædda konan eftir Eric- Emmanuel Schmitt. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur. Næsta verkefni Jóns er með Mind Group, en næsta laugardag ætla þau að óska Íslendingum gleðilegs nýs árs, gleðilegs nýs Íslands. Hátíðin fer fram í Hljóm- skálagarðinum klukkan 14.03. og verða klukkur stilltar upp á nýtt og nýtt ár hringt inn. Jón segir markmiðið að færa Íslendingum „von og gleði á þessum tímum breytinga.“ - kbs Nýtt ár, nýtt Ísland Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir þremur verkum í Borgarleikhúsinu næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino brosa út að eyrum enda ekki annað hægt þegar brasilísk tónlist á í hlut. 4 • FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.