Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 40
 27. JÚNÍ 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● brúðkaup GJÖFIN Íslensk samtímalist er draumagjöf margra sem ganga í heilaga hjóna- sæng, enda leitun að eigulegri og fegurri prýði í vistarverur heim- ilisins. Nytjalist af ýmsu tagi, svo sem borðbúnað- ur, skrautmunir og lamp- ar úr keramík og gleri er sívinsæl, en einnig fjölskrúðug myndlist sem hæfir mismunandi smekk brúðhjóna. Listaverk eru dýrmæt gjöf til framtíðar því verðgildi þeirra fer vax- andi með auknum ára- fjöld og meiri vegsemd listamannanna. Myndir með ástartóni og rómantísku ívafi eru einkar vinsælar til brúðargjafa og úr mörgum afbragðs listamönnum að velja. - þlg Ást og rómantík á striga Hér má sjá listaverk með munúðarfullum undirtóni eftir Elsu Nielsen úr Gallerí List, en verk eftir Elsu eru mjög vinsæl í brúðargjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Matarstell og kristals- glös við hæfi eru alltaf meðal þess efsta á óska- listum brúðhjóna, enda mikilvægt að hægt sé að leggja fallega á borð þegar gesti ber að garði eða rómantískt kvöld þeirra nýgiftu er í vændum. Hjá Villeroy & Boch í Kringlunni njóta ýmis stell mikilla vinsælda til brúðargjafa en meðal þeirra sem efst tróna á óskalistum brúðhjóna er matarstellið New Wave; einkar fram- úrstefnulegt en samt svo sígilt, látlaust og fagurt. Tilvalið jafnt fyrir hveitibrauðsdagana sem og stærri stundir hjónalífsins, og gefur fyrirheit um eftirminnilega munnbita og samverustundir við matborðið. - þlg Diskar undir hveitibrauðið New Wave-matarstellið frá Villeroy & Boch fellur vel í kramið hjá þeim sem nú stofna til hjúskapar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við sláum af verðinu ...aldrei af gæðunum! www.brudarkjolar.is Það er eitthvað ægifagurt, myndarlegt og lofandi við heima- gerða brúðartertu þar sem smáatriði eru unnin af vandvirkni, natni og virðingu fyrir ástföngnum. Kökuskreytingar virðast gjarnan flókin fyrirbæri, en ekki er allt sem sýnist. Einn færasti kökuskreytimeistari landsins er Jón Arilíus konditorimeistari sem hér kennir lesendum galdraverk bakarans. Veislugestir reka oft upp stór augu þegar við blasa tertur meistara á veisluborðum því fegurðin er slík og listaverk- in lygileg úr sykri, súkkulaði og marsipani. Margar húsfreyjur, og aðrir tertunnar menn, vildu glaðar búa yfir skreyti tækni bakarans og víst að stundum er galdurinn auð- veldari en í fyrstu sýnist. Jón Arilíus, konditorimeistari hjá Jóni Arilíus Kökulist í Firðin- um, var reiðubúinn að svipta hulunni af leyndarmálum og handbragði bakarastéttar- innar og kenna lesendum að útbúa sín eigin listaverk á brúðartertur sumarsins. - þlg Af handverki ástarinnar Marsipanrósir og lauf er hægt að búa til með einföldum hætti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Jón Arilíus konditorimeistari er þaul- reyndur í guðdómlegri tertugerð og einn af færustu skreytimeisturum landsins í kökugerð. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 9. Laufið penslað með grænum matarlit. 10. Rósin pensluð með bleikum matarlit. 8. Dropinn er flattur út og skornar í hann æðar og kantar eftir smekk. 4. Rósablöð spennt inn á kramarhúsið og gerð kúpt, brett upp á kantana. 5. Rósin mótuð lag fyrir lag. 6. Rósin fullgerð og yndisleg. 7. Byrjað er á marsipan- laufum með því að mynda dropa. 1. Marsipani er rúllað í lengju og skorið í litla bita. 2. Marsipanbitar flattir út inni í filmu. 3. Innsta hluta rósa- knúppsins er rúllað upp eins og kramarhúsi til að fá fyllingu í rósina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.