Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 11brúðkaup ● fréttablaðið ● Í Evrópu og Bandaríkjunum er hefð fyrir því að brúðurin hendi blómvendinum sínum aftur fyrir sig fyrir einhleypu konurnar að grípa. Konan sem grípur hann er sögð giftast næst. Hefðin er upprunnin í Evrópu á miðöldum. Brúðir bjuggust þá vanalega ekki við því að nota brúðarkjólinn aftur. Kjóllinn var talinn bera með sér gæfu fyrir aðrar konur. Þegar brúðkaup- inu lauk eltu einhleypar konur því brúðina og rifu búta af kjólnum hennar. Eftir því sem tíminn leið urðu brúðarkjólar dýrari og hefð varð fyrir því að brúðurin geymdi þá, annað hvort til minningar eða til að eftirláta dóttur sinni hann fyrir hennar brúðkaupsdag. Til að koma í veg fyrir að brúðkaupskjóllinn væri rifinn hófu brúðir að henda öðrum hlutum til að draga athyglina frá kjólnum. Meðal þeirra voru sokkabönd og seinna brúðarvendir. Vendirnir hentuðu vel þar sem brúðurin vildi sjaldan geyma þá til minningar og öruggari en sokkabandið sem óþolinmóðir gestir áttu til að rífa af brúðinni þegar það var enn undir pils- faldinum. Brúðir henda blómum Hefð er fyrir því í Evrópu og Bandaríkjunum að brúðurin hendi blómvendinum aftur fyrir sig. Þessi flotta sósuskál úr Menu- hönnunarlínu Tékk-kristals eftir Bent Falk er óskagjöf allra brúðhjóna, og reynd- ar flestra sem reka heimili og njóta matargerðar. Spritt- kerti undir skálinni sjálfri heldur heitu því sem í henni er borið fram, en sósuskálin er tilvalin undir sósur, osta- eða súkkulaðifondú, bráðið smjör, hefðbundnar sósur og fleira fljótandi sem gaman er að bera fram í jafn fögr- um borðbúnaði. Gripurinn sem slíkur sómir sér vel sem framúrskarandi hönnun á eld- húsborðum eða á borðstofu- skenk og beinlínis synd að loka slíkt augnayndi í skáp- um milli tækifærisstunda við matarborðið. Ausa og pískari fylgja. - þlg Ausið úr skálum ástarinnar Sósuskálin eftir Bent Falk hefur slegið í gegn á myndarheimilum Íslendinga. Pípuhattar koma flestum kunnuglega fyrir sjónir enda erlendis sterk hefð fyrir því að brúðgumar beri þá á brúð- kaupsdaginn þótt þeir hafi ekki verið svo áberandi hér- lendis. Pípuhattar urðu fyrst vin- sælir með karlmanna á 19. öld en algengur misskilning- ur er að efnaðir menn hafi borið slíka hatta, þar eð þeir voru líka eftirsóttir meðal al- múgans. Í seinni tíð eru þeir helst áberandi höfuðfat hjá töfra- mönnum og svo aftur brúð- gumum sem kjósa gjarnan að bera gráan hatt á brúðkaups- daginn þótt fleiri litir séu í boði. Þess má geta að ýmsir merkir menn úr sögunni höfðu jafnan pípuhatt á höfði og ber þá helst að nefna þá Abraham Lincoln og Winston Churchill. - mmr Ekki bara fyrir töfra- Pípuhattar eru vinsælir meðal brúðguma erlend- is. GJÖFIN Gutenberg Brúðkaup Gutenberg • Suðurlandsbraut 24 • 108 Reykjavík • Sími 545 4400 • Fax 545 4401 • www.gutenberg.is Hannaðu þín eigin boðskort í brúðkaupið Farðu á www.gutenberg.is og búðu til persónuleg boðskort á einfaldan hátt. Kortin eru forhönnuð af hönnuðum Gutenberg en tilvonandi brúðhjón setja inn eigin texta og mynd þar sem það á við. Kortin eru prentuð á hvítan pappír sem hefur fallega perluáferð og koma í hvítu umslagi tilbúin til áritunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.