Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 50
útlit smáatriðin skipta öllu máli R akel Dögg skrifaði nýverið undir saming við danska úr- valsdeildarliðið KIF-Vejen og heldur nú í víking til Dan- merkur um miðjan júlí. Hún segist nota léttan farða dagsdaglega, ma- skara og sólarpúður eða kinnalit .„Ég fer að minnsta kosti aldrei út úr húsi án þess að tékka á því hvern- ig ég lít út.“ Hún segir að Hypnose- maskarinn frá Lancôme sé í miklu uppáhaldi hjá sér ásamt allri Star Bronzer-línunni frá sama fyrirtæki. „Ég hugsa að ég gæti hvað síst verið án þessara snyrtivara auk andlits- kremsins og body lotionsins,“ segir Rakel sem virð- ist vera for- fallinn að- dáandi snyrtivörurisans Lancôme. En á hvaða fegrunarráði lumar hún? „Það skiptir öllu máli að lifa heilbrigðu líferni og hugsa vel um sjálfan sig og húðina,“ segir Rakel – einfalt en dagsatt. Ragna Ingólfsdóttir badminton- leikari er nú á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikanna en hún æfir badminton hjá TBR. „Dagsdaglega nota ég púður, maskara og gloss en þegar ég fer út á lífið mála ég mig meira,“ segir Ragna sem málar sig alltaf áður en hún heldur út nema þegar hún byrjar daginn á æfingu. „Ég spái passlega mikið í útlit- ið en legg mikið upp úr því að vera snyrtileg og hrein og vera vel til fara,“ segir Ragna og á erf- itt með að nefna eitthvað eitt fegr- unarráð. „Ég sjálf hugsa mikið um mataræðið og hreyfinguna og reyni að lifa hollu líferni,“ segir badmintonstjarnan að lokum. Margrét Lára Við- arsdóttir er lykilmað- ur íslenska kvenna- landsliðsins í fótbolta auk þess sem hún spil- ar með meistaraflokki Vals. „Ég get nú ekki sagt að ég máli mig eitt- hvað brjálæðislega mikið daglega en ég hendi þó allt- af einhverju framan í mig á morgnana,“ segir Margrét Lára en yfirleitt verður þá maskari og sólar- púður fyrir valinu. Hún segist aðal- lega nota snyrtivörur frá Hel- enu Rubinsten. „Ég passa auð- vitað upp á útlitið án þess að eyða tíma í einhverjar stórkost- legar fegr- unarað- gerðir.“ En á hver er gald- urinn á bak við hraustlegt útlit henn- ar? „Ég hugsa að hreyfingin skipti hvað mestu máli og svo er auð- vitað algjör nauðsyn að nota gott dag- krem,“ segir Margrét Lára. bergthora@365. is Rakel Dögg Bragadóttir handknattleikskona, Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona og Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona ljóma af fegurð og hraustleika. Kristjana Rúnarsdóttir farðaði þær með nýjustu línunni frá Helenu Rubinstein. Sykursætar Ragna Ingólfsdóttir badminton- kona var förðuð með Color Clone farðanum sem er léttur og náttúrulegur og púður úr sömu línu var sett yfir til að auka end- ingu. Yfir það setti hún sólar- púðrið Golden Beauty til að gefa Rögnu hraustlegan blæ. Hún fékk fjólubláan lit á augun, Night Mystery nr. 30. Til að afmarka augun notaði hún gráan blýant, Tender Grey nr. 04. Maskarinn sem varð fyrir valilnu heitir Lash Queen. Á varirnar fékk Ragna bleikan gloss nr. 34. Mar- grét Lára er með Septacul- ar farða, frá Hel- enu Rubinstein. Hann þekur vel og endist óbreytturlan daginn. Síðan setti Kristj- ana Color Clone sem er fast púður yfir farðann. Næst setti hún augnskuggann Wanted eyes nr. 16 en sú palletta er í túrkíslituðum tóni. Hún notaði hvíta lit- inn létt undir augabrúnirnar. Hún er með blýantinnn Shimmer Turqouse nr. 02. Maskarinn er Glorious. Margrét Lára fékk Wantet Blush nr. 01 í kinn- arnar til að fá frísklegt yfirbragð og léttan varalit, Wanted Shine nr. 09 sem er liturinn hennar Demi Moore. Rakel Dögg var förðuð með Color Clone frá Helenu Rubinstein en hann gefur náttúrulega og fallega áferð sem hleypir húðlitnum í gegn, Yfir farð- ann setti Kristjana púður frá Color Clone. Eftir það setti hún Wanted Blush nr. 07 í kinnarnar og augn- skuggann, Wanted eyes nr. 31, á augnlokin. Til að móta augun setti Kristjána ólíkan blýant sem heit- ir Silky Eyes og er nr. 07. Á augn- hárin notaði hún Tiger maskarann Feline Blacks. Rakel Dögg fékk glossaðar varir, Wanted Gloss nr. 32. Út í heim á Saga Class A kkúrat á þessu augnabliki liggja tvær af vinkonum mínum á fæðingardeild Landspítalans. Þegar ég fékk fréttirnar að drengirnir tveir væru bornir felldi ég tár af gleði. Þetta gerist reyndar í hvert skipti sem mér berast slík skilaboð og segir mér að móðurhjartað er greinilega rétt stað- sett eða kannski hef ég ekki beðið þess bætur að verða mamma hans Helga? Í framhald- inu af fréttunum rifjaðist það upp hvað mér finnst ógurlega stutt síðan ég var nákvæm- lega í þeirra sporum. Í raun ætti ég þó ekki öfunda þær ef ég miða við allt erfiðið við að koma einkasyninum í heiminn. Hann ákvað nefnilega að fara á Saga Class þegar móðir hans var búin að vera með dripp í æð í meira en sólarhring með tilheyrandi stemningu. Á meðgöngunni mætti ég í meðgöngujóga hjá Auði Bjarnadóttur. Jóga- tímarnir gáfu mikinn kraft en það helgast kannski af því að í tímanum mátti ég sofa, ef það var það sem ég þurfti án þess að fá hauskúpu í kladd- ann. Þegar meðiðkendur mínir voru komnir 40 vikur eða lengra voru þær sérstakir heiðursgestir í jógatímanum og ég hlakkaði svo sannarlega til að bera þann titil. Eftir alla jógaiðkunina var ég orðin sannfærð um að ég gæti farið í gegnum fæðinguna án allra hjálpartækja og ég sá sjálfa mig fyrir mér í daufri birtu og reykelsismekki þar sem ég myndi dansa afkvæminu í heiminn. Þegar stutt var í fæðingu las ég bók með fæðingarsögum en af einhverjum orsökum hljóp ég alltaf yfir þær sögur sem enduðu með keis- araskurði enda fannst mér ótrúlegt að svona mikið hraustmenni eins og ég sjálf gæti ekki spýtt út úr mér einum krakka án teljandi vandræða. Það runnu þó á mig tvær grímur þegar ég mætti á Landspítalann með jógadýnuna mína undir hendinni og uppáhaldsgeisladiskana. Þar var ógurlega bjart og hvítt, engin reykelsislykt og eldri týpan af „gettó- blaster“ en í honum var geisladiskur sem einhver hafði greinilega gleymt. Ég hlustaði því bara á hann. Það að ætla að dansa krakkanum í heiminn hvarf um leið og ég fékk drippið í æð og áður en ég vissi af var ég farin að heimta mænudeyfingu án þess að líða eins og argasta lúser. Þetta gerði það að verkum að jóga- dýnan lá óhreyfð í einu horninu. Þegar faðir barnsins hafði orð á því var honum sagt að halda kjafti. Nokkrum klukkustundum síðar þegar fæðing- arlæknirinn nefndi keisaraskurð var ég svo fegin að mig langaði helst að faðma hann að mér. Næstu daga á eftir dvöldum við í góðu yfirlæti á fæð- ingardeildinni og í sannleika sagt hefði ég ekki viljað sleppa því. Þótt fæð- ing sonarins hafi algerlega farið úr böndunum hefði ég samt ekkert á móti því að liggja þarna núna með vinkonum mínum. Ætli ég komist einhvern tímann úr þessari vímu? Ég efast um það... Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Stuart Weitzman Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3 1. Wanted gloss nr. 31. frá Helenu Rubenstein. 2. Wanted eyes augn- skuggabox. 3.Golden Beuty sólarpúður frá Helenu Rubin- stein. Golden Beauty sólar- gljái frá Hel- enu Rubin- stein. 1 2 3 4 12 • FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.