Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 27. júní 2008 25 Dómnefnd á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur valið tré júnímánaðar í Reykjavík og varð gullregn í garði við Sól- vallagötu 4 fyrir valinu. Húsið var byggt árið 1929 og talið er að gullregnið hafi verið þar gróðursett á fimmta áratugnum. Hæð trés ins er samkvæmt nýjustu mæl- ingum 7,60 metrar og ummál er 188 cm við jörð. Tréð er margstofna eins og algengt er hjá gullregni og sérstaka athygli vekur hin mikla trjákróna, sem breiðust er 11,20 metrar í þvermál. Eigendur eru Halla Rann- veig Halldórsdóttir og Pálmi Haraldsson. Gullregn eða Laburnum, eins og það er líka kallað, hefur lengi verið ræktað hér á landi og þykir glæsilegt garðtré með sínum ótal gulu blómklösum eða „gullfossum“ sem áberandi eru þessa dagana. Þess ber þó að gæta að tréð er eitrað og þá einkum fræin og er því skynsamlegt að vara börn við því. Dómnefnd vill með vali sínu ekki einungis vekja athygli á gimsteininum við Sólvallagötuna heldur líka hvetja til aukinn- ar ræktunar á gullregni í görðum og ekki síst á opnum svæðum borgarinnar. Ætlunin er að velja eitt tré mánaðarlega næstu tólf mánuði og er hægt að senda tilnefningar á netfangið tre@heidmork.is. TRÉ MÁNAÐARINS: GULLREGN VIÐ SÓLVALLAGÖTU 4 Gullinn gimsteinn við Sólvallagötu Móðir okkar, Jóhanna Halldóra Elíasdóttir frá Elliða í Staðarsveit, síðast til heimilis að Öldugötu 44, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þriðjudaginn 24. júní. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. júlí kl. 15.00. Sigríður Elsa Óskarsdóttir Jón Áskels Óskarsson Valur Óskarsson Guðríður Óskarsdóttir Hrafnkell Óskarsson Rut Óskarsdóttir Við tilkynnum andlát ástríkrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Brynju Kristjönu Benediktsdóttur sem lést að heimili sínu þann 21. júní. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30. júní kl. 13.00. Erlingur Gísli Gíslason Benedikt Erlingsson Charlotte Böving Anna Róshildur Benediktsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Helga Guðmunda Haraldsdóttir síðast til heimilis að Marargötu 1, Grindavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. júní sl. Útför auglýst síðar. Lúther Þorgeirsson Bryndís Svavarsdóttir Ragnhildur Jóna Þorgeirsdóttir Ragnar Rúnar Þorgeirsson Penkhae Phiubaikham Haraldur Þorgeirsson Helga Haraldsdóttir Hafsteinn Þorgeirsson Áslaug Jakobsdóttir Sverrir Þorgeirsson Birna Rut Þorbjörnsdóttir Grétar Þorgeirsson Díana Von Anken barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gissur Símonarson húsasmíðameistari, Bólstaðarhlíð 34, Reykjavík, andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 1. júlí kl. 15.00. Bryndís Guðmundsdóttir Jónína Gissurardóttir Bragi Ragnarsson Gunnar Levý Gissurarson Hulda Kristinsdóttir Símon Már Gissurarson Mariam Heydari Ingibjörg Gissurardóttir Örn Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Ólafsson Fjallalind 59, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þann 19. júní. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 30. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Ingigerður Eggertsdóttir Lára Guðrún Jónsdóttir Guðmundur Ingi Skúlason Ásta Sigríður Jónsdóttir Pétur Marinó Jónsson Helga María Guðmundsdóttir Jón Skúli Guðmundsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sesselja Þórðardóttir Woods Kirkjuvegi 11, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 23. júní. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 14.00. Rúnar Ragnarsson Woods Margrét Óskarsdóttir Vilhjálmur V. Ragnarsson Ólöf Marteinsdóttir Kristinn Egilsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, Örn Sigurðarson Granaskjóli 52, Reykjavík, sem lést af slysförum 21. júní, verður jarðsunginn frá Neskirkju við Hagatorg mánudaginn 30. júní kl. 13.00. Steinunn Sigurþórsdóttir Sigurður Guðjónsson Þorgeir Sigurðarson. Áskær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Bjarnason bifvélavirki, lést þann 24. júní á hjúkrunardeild Dvalarheimilisins Höfða Akranesi. Jarðarförin auglýst síðar. Hjörtur Gunnarsson Lilja Guðlaugsdóttir Atli Gunnarsson Sigrún Þórarinsdóttir Ásdís Gunnarsdóttir Pétur Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn og móðurbróðir, Sigurður Guðbrandsson matreiðslumaður, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 25. júní á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. júlí kl. 13.00. Sigríður J. Sigurðardóttir Ólafur Laufdal. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Fanneyjar Benediktsdóttur frá Kringlu, Dalabyggð, síðast til heimilis að Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar. Skarphéðinn Jónsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg bróðurdóttir mín og vinkona okkar, Áshildur Harðardóttir Barðavogi 19, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 22. júní, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 30. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Ás styrktarfélag, sími 414 0500. Snæbjörn Ásgeirsson og aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Jóhannesdóttir Hóli við Dalvík, sem lést föstudaginn 20. júní, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 28. júní kl. 11.00. Jóhannes Markússon Svanhildur Karlsdóttir Hallgrímur Tómasson Sigurbjörg Karlsdóttir Friðrik Þórarinsson Þorleifur Karlsson Sigurbjörg Einarsdóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, Arndís Árnadóttir frá Ísafirði, andaðist í Reykjavík miðvikudaginn 25. júní. Útför hennar verður auglýst síðar. Birgir Finnsson Auður Birgisdóttir Páll Skúlason Finnur Birgisson Sigurbjörg Pálsdóttir Arndís Birgisdóttir Sigmundur Sigurðsson Björn Birgisson Ingibjörg Gunnlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.