Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 62
26 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég er búin að baka nokkur girnileg skinkupæ! Frænkur mínar, Kittý og Hermína, koma í heimsókn á morgun, og þær kunna sko að meta gott skinkupæ! Þá verð ég örugglega sendur út í bílskúr að sortéra skrúfur og þrífa hjól- koppa, grunar mig! Hvað með að hafa aðeins meiri metnað? Þú... Þú meinar... kráin? Einmitt! Svona, maður! Ekki einu sinni Nelson Mand- ela hefur verið í haldi jafn lengi og þú, Haraldur! Hva! Þetta plagar mig ekke... Haraldur! Þú ert upp- dópaður af búðingi, pæ og Leiðarljósi! Vaknaðu! Ertu að fara að gera eitthvað í kvöld, Palli? Nei. Ég held ég hangi bara hérna heima. Frábært! Þá getum við öll þrjú kannski lagt púsluspil saman! Ó, bíddu... Varstu að meina þetta? Þetta líkist vatnsskálinni minni, en þetta er nýja íkornavörnin mín! Sko! Hún er algjörlega hálfvitaheld! Stóri... öh... björninn sagði, „Ég er svangur!“ Þetta orð er „hundur- inn“, ekki „björninn“. H-u-n-d-ur - hundur. En myndin er lík birni. Rétt. Svo hvort er réttara? Orðið eða myndin? Ég byrjaði á því að plokka á mér augabrúnirnar, og svo bara... Þær eru erfiðar! „Í dag hef ég ekkert að gera, nema að brosa“, sungu þeir skemmti- lega misháu félagar Simon & Garfunkel í upphafi áttunda ára- tugarins. Þessi litla lína úr laginu þeirra „The Only Living Boy in New York“ hefur lengi höfðað til mín. Í henni felast nefni- lega minningar og fyrirheit, sökn- uður og eftirvænting, í raun allur tilfinningaskalinn eins og hann leggur sig. Líklegt er að við höfum flest upplifað í hið minnsta einn slíkan dag á lífsleiðinni. Dag sem við ráðum okkur sjálf, erum okkar eigin herrar og frúr, blessunarlega laus við skyldur og ábyrgð af nokkru tagi. Eins er líklegt að slíkir dagar hafi verið tíðari uppákomur á yngri árum, áður en börn, starfs- frami og stress ruddu sér freklega leið inn í líf okkar. Ég er á þeirri skoðun að svona dagar séu einstak- lega fágætur munaður. Munaður sem ber að nýta til hins ítrasta þegar þeir detta af himnum ofan með óreglulegu millibili, ef lukkan leikur við mann. Hins vegar er það nú svo að ég, og ótal fleiri sem ég þekki, hef í tímans rás glatað hæfileikanum til að njóta þessara daga þegar þeir koma, oftast eins og fyrir tilviljun. Eins sorglegt og það er þá kann ég varla lengur að slaka á og leyfa hlutunum að gerast að sjálfu sér. Ég þarf að láta hlutina gerast. Verð órólegur ef ekki er eitthvað á döf- inni innan næstu tveggja klukku- stunda eða svo. Er einatt að elta tímamörk sem ég set mér sjálfur. Það eru fótboltaleikir sem þarf að glápa á, tónleikar sem þarf að sækja, sjónvarpsþættir sem þarf að ná. Listinn er endalaus, og því fer fjarri að ég vildi vera fullkom- lega laus við neitt af þessum hlut- um. Ég vildi bara að ég væri ekki svona háður þeim. Ég vildi að ég kynni ennþá að eyða heilum degi í ekkert nema að brosa. Ætli það sé boðið upp á námskeið í því að hegða sér eins og Simon & Garfunkel? Ef svo er þá mæti ég, svo framarlega sem það stangast ekki á við eitthvað annað sem ég þarf nauðsynlega að gera. STUÐ MILLI STRÍÐA Paul og Art vissu hvað þeir sungu KJARTAN GUÐMUNDSSON GLÍMIR VIÐ LÚXUSVANDAMÁL Á LÚXUSVANDAMÁL OFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.