Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 64
28 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Möguleikhúsinu við Hlemm verður brátt lokað. Breytingar á styrkjum til leikhússins sem er eitt fárra sjálfstæðra leikhúsa sem hafa ráðið yfir eigin húsnæði, valda því að eigendur þess treysta sér ekki til að halda húsnæðinu og selja það. Síðasta sýningin í hinum netta sal við Hlemm er á föstudag. Frá árinu 1995 hefur Möguleikhúsið staðið fyrir leikhúsnámskeiðunum Leikhús möguleikanna fyrir börn á sumrin við Hlemm. Um er að ræða þriggja vikna námskeið þar sem unnið er með börnunum fimm tíma á dag fimm daga vikunnar og fengist við flest þau atriði sem tengjast leikshúsuppsetningu. Allir þessir þættir eru síðan nýttir til að vinna leik- sýningu frá grunni, sem sýnd er í Möguleikhúsinu í lok námskeiðsins. Skapast hefur sú hefð að sýning- in sé sýnd a.m.k. tvisvar, annars vegar fyrir börn á nokkrum leikjanámskeiðum og hins vegar fyrir aðstandendur barnanna. Nú í sumar hófst námskeiðið 9. júní og lýkur með sýningu næstkomandi föstudag, 27. júní. Sýningin ber heitið „Hentu í mig hamrinum“ og byggir á sögum úr norrænni goðafræði, nánar tiltekið frá- sögninni af því er Þrymur stelur hamri Þórs. Þátt- takendur eru 12 börn á aldrinum 9 til 12 ára en leið- beinendur á námskeiðinu eru Pétur Eggerz og Margrét Pétursdóttir. Sýningin á föstudag verður jafnframt síðasta leiksýningin í Möguleikhúsinu við Hlemm. Í júlí- byrjun mun starfsemi leikhússins flytja úr húsnæð- inu, verður geymsluhúsnæði fyrir Félagsbústaði Reykjavíkurborgar. Möguleikhúsið mun þó ekki hætta starfsemi heldur starfa áfram sem ferðaleikhús án eigin hús- næðis. Möguleikhúsið opnaði leikhúsið við Hlemm í júní 1994 og hefur því haft þar aðsetur í fjórtán ár. Leik- húsið hefur frá upphafi verið helgað sýningum fyrir börn og unglinga og er fyrsta leiksviðið hér á landi sem eingöngu er ætlað í þeim tilgangi. Það hlýtur því að teljast til nokkurra tíðinda að nú sé að því komið að loka þurfi Möguleikhúsinu við Hlemm, en vonandi kemur sá tími síðar að stuðningur finnist til að tryggja rekstur sérstaks leikhúss fyrir yngstu kynslóðina á Íslandi. pbb@frettabladid.is Lokað við Hlemm Kl.22 Brasilísk-íslensk tónlistarupplifun verður í boði á tónleikum í Fríkirkj- unni í Reykjavík í kvöld kl. 22. Þar koma fram tónlistarmennirnir Óskar Guðjónsson, Ife Tolentino, Ómar Guðjónsson, Matthíast MD Hem- stock, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Arnljótur Sigurðsson, Eyþór Gunn- arsson, Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson og seiða fram suðræna tóna. > Ekki missa af... Sýningu Rúríar, Sökkvun, sem nú stendur yfir í StartArt listamannahúsi, Laugavegi 12b, en henni lýkur nú um helgina. Á sýningunni má sjá stóra myndbandsinnsetn- ingu, ljósmyndir og skúlptúr. Sýningin var framlag StartArt til Listahátíðar í Reykjavík og hefur verið vel sótt, enda þykir hún áhrifamikil. Dean Ferrell bassaleikari og Sigurður Halldórsson sellól- eikari syngja og leika á ýmsa strengi á tónleikum á Gljúfra- steini á sunnudag kl. 16. Á efnisskránni eru ýmis verk fyrir hljóðfærið violone sem er forfaðir kontrabassans, en Dean hefur lengi leikið og kynnt sér fjölskyldu bassans. Hann stundaði kontrabassanám við The Juilliard School of Music, hefur verið meðlimur í Hong Kong Philharmonic, San Diego Symphony, San Jose Symphony, Pacific Symphony, Den Norske Opera, Íslensku Óperunni og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Dean tekur reglulega þátt í flutningi barokktónlistar hérlendis sem erlendis. Sigurður Halldórssson hefur starfað sem einleikari og kamm- ertónlistarmaður á Íslandi í um tvo áratugi. Hann hefur tekist á við fjölbreytilega tónlistarstíla, allt frá gregorsöng miðalda til nýjustu tónverkanna, og er meðal annars meðlimur og einn stofnandi Caput hópsins. Auk þess starfar hann með Voces Thules, Camerarctica, Skálholts- kvartettinum og Bachsveitinni í Skálholti. Það má því búast við skemmtilegum söng og hressi- legu spili á framandi hljóðfæri í stofunni á Gljúfrasteini á sunnu- dag. Sem fyrr er aðgangseyrir aðeins 500 kr. og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. - vþ Bassi og selló í húsi skáldsins DEAN FERRELL Kemur fram á tónleikum á Gljúfrasteini á sunnudag ásamt Sigurði Hall- dórssyni. Myndlistarmaðurinn Hrefna Víg- lundsdóttir opnar málverkasýningu í Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 á morgun kl. 14. Hrefna hefur fengist við myndlist í rúma þrjá áratugi; hún hóf myndlistarnám hjá Hafsteini Austmann 1974, en var síðast í masterklassnámi hjá Bjarna Sigurbjörnssyni 2007. Hún hefur bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hrefna hefur vakið athygli fyrir einstaklega bjartar og kraftmiklar náttúrustemmdar og ljóðrænar óhlutbundnar myndir, sem eiga rætur í íslensku landslagi og íslenskum jarðvegi. Myndlist henn- ar hefur síðustu misserin þróast í sjálfsprottna upplifun náttúrufyrir- brigða, en myndirnar málar hún með þykkum og kraftmiklum pens- ilförum og einkennast þær af mik- illi birtu og gleði. Reykjavík Art Gallery er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17. - vþ Bjart og ljóðrænt landslag HREFNA VÍGLUNDSDÓTTIR Opnar sýningu í Reykjavík Art Gallery á laugardag. LEIKLIST Möguleikhúsið við Hlemm. Þar verður hætt starfsemi, húsnæðið selt og Möguleikhúsið slæst þá í hóp leikflokka sem eru án húsnæðis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.