Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 65
FÖSTUDAGUR 27. júní 2008 29 Um nokkurt skeið hefur staðið yfir vinna í Nýlistasafninu við skráningu á verkum safnsins, þar á meðal gjöf Dieters Roth til safnsins. Þar í er stórt safn bók- verka hans, en Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur hefur talið bókverkið eitt helsta framlag Dieters til samtímalistar. Áhersla hans á vinnu við bókagerð hafi skapað bókinni sem verki rúm í myndlist Vesturlanda á ný. Gjöf- in til Nýlistasafnisns sem var sumpart eðlilegt framhald af starfsemi SUM við Vatnsstíg, en Dieter var í verulegum tenglsum við þá kynslóð sem safnaðist undir það heiti, ól hana að vissu leiti upp, studdi á ýmsan hátt, sá meðal annars um sýningarskrá fyrir fyrstu SUM-sýninguna í Ásmundarsal 1965. Dieter tók að gera bækur strax eftir komuna hingað til Íslands 1957. Þær fyrstu skar hann út sjálfur og voru þær bækur beint áframhald af vinnu hans með kinetisk element og róttækar hugmyndir hans um konkret-list- ina. Bækur sínar prentaði hann sumar hér í samstarfi við Litróf. Nú gefst almenningi kostur á að sjá yfirlit um bókverk Dieters frá því fyrir 1960 fram yfir 1990. Catherine Fayek og Ann Katrin Risse hafa tekið sýninguna saman en hún verður opnuð í húsnæði Nýlistasafnisns á föstudag. Bækur Roths LISTIR Dieter Roth, myndlistarmaður og höfundur í besta skilningi orðsins. Íslenskir myndlistarmennn gera það gott í New York- borg um þessar mundir. Ólafur Elíasson afhjúpaði í gærkvöldi gríðarstóra fossa sína sem frussast fram undir Brooklyn-brúnni og í dag verður opnuð sýning níu íslenskra myndlistar- manna í Luhring Augu- stine-sýningarrýminu. Listamennirnir níu eru þau Birgir Andrésson, Hrafnhildur Arnardóttir, Ásmundur Ásmunds- son, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Unnar Örn, Haraldur Jónsson, Ragnar Kjartansson, Katrín Sig- urðardóttir og Magnús Sigurðar- son, en sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Sýningin heitir upp á enska tungu It´s not your fault, en myndi á íslensku útleggjast sem Þetta er ekki þér að kenna. Titillinn er fenginn úr myndbandsverki listakonunnar Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, en í því má sjá listakonuna troða upp á svokölluðu uppistands- kvöldi og hughreysta áhorfendur með þessum sektarminnkandi orðum. Annars mætti segja að rauði þráðurinn í sýningunni sé átök listamannanna við uppruna sinn, bæði í landafræðilegum og sagn- fræðilegum skilningi. Lista- mennirnir takast á við fortíðina og menningararfinn hvert á sinn hátt; sum þeirra eru gagnrýnin á áhrif þessara þátta á verk sín, en notast þó öll að einhverju leyti við hefðbundnar norrænar frá- sagnahefðir og framsetningarað- ferðir í verkum sínum. Verk eftir Birgi Andrésson heitinn er þungamiðja sýningar- innar. Í verkinu leitaðist Birgir við að raða saman ýmsum prent- uðum heimildum til þess að varpa nokkru ljósi á það einstaka umhverfi sem fóstrað hefur íslenska menningu og finna þannig sannleikann í skáldskap þjóðarinnar. Meðal annarra menningarafreka þjóðarinnar sem sjá má á sýningunni er bleika myndbandsinnsetningin Guð eftir Ragnar Kjartansson sem hann sýndi í Nýlistasafninu í haust við góðar undirtektir bæði myndlistarrýna og leik- manna og svo ísilagt landslag Katrínar Sigurðardóttur sem áhorfendur þurfa að verða hlut- ar af til að upplifa. Sýningin stendur til 8. ágúst og fá því New York-búar tækifæri næstu vikurnar til að fá beint í æð margt af því skemmtilegasta og umhugsunarverðasta sem íslensk samtímamyndlist hefur upp á að bjóða á einni þægilegri sýningu. Ekki amalegt það. vigdis@frettabladid.is Ekki þér að kenna RAGNAR KJARTANSSON MYNDLISTARMAÐUR Einn þeirra sem taka þátt í sýningunni It´s not your fault í Luhring Augustine-sýningarrýminu í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heimildarmyndin Kjötborg, eftir þær Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur, hlaut áhorfendaverðlaun sem besta myndin á heimildarmyndahátíð- inni Skjaldborg núna í maí og var fyrr í þessum mánuði tekin til sýn- inga í Háskólabíói. Skemmst er frá því að segja að myndin hefur laðað að sér fjölda áhorfenda, enda hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda og vakið lukku hjá hverjum þeim sem hana sér. Vegna góðrar aðsóknar verður myndin sýnd eina viku í viðbót í Háskólabíó en áætlað hafði verið að ljúka sýningum á henni í gær. Myndin fjallar um kaupmenn- ina Gunnar og Kristján og horn- verslun þeirra Kjötborg í Vestur- bænum. Bræðurnir eru goðsögur í lif- anda lífi og síðustu móhíkanarnir í sínum geira. Myndin er full af húmor og gáska, viðkvæmni, óreiðu og fegurð og kemur áhorf- endum til þess að hlæja og gráta til skiptis. - vþ Kjötborg áfram KAUPMENNIRNIR Á HORNINU Gunnar og Kristján reka verslunina Kjötborg í vestur- bæ Reykjavíkur. Listakonurnar Ingibjörg Birgis- dóttir og Lilja Birgisdóttir opna sýningu sína „...og konungar hrundu úr hásætum sínum“ í Gallerí Íbíza Bunker, kjallara Þingholtsstrætis 31, í dag kl. 17. Á sýningunni má berja augum bæði ljósmyndir og innsetningu. Ingibjörg Birgisdóttir er útskrifuð úr Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í mörgum sýn- ingum hérlendis ásamt því að hafa vakið mikla athygli víða um heim, þökk sé undri veraldar- vefjarins, fyrir tónlistarmynd- band sem hún gerði við lag með hljómsveitinni múm. Lilja Birgis- dóttir nam ljósmyndun í Hollandi og hóf svo nám í Listaháskóla Íslands síðastliðið haust. Hún er vinsæll ljósmyndari og hefur mikið starfað með tónlistar- mönnum hér heima. Hún hefur einnig tekið þátt í mörgum sam- sýningum. Á opnuninni verður ekki aðeins boðið upp á myndlist heldur fá eyrun einnig glaðning. Únettinn Harpa verður á staðnum og býður upp á konunglega hörputóna fyrir glaðbeitta opnunargesti. Einnig verður farið í hressandi leiki í garði gallerísins. Gallerí Íbíza Bunker er ný við- bót við galleríin í Reykjavík, stofnað í apríl síðastliðnum af Ragnheiði Káradóttur og Sigríði T. Tulinius. Markmið stjórnenda sýningarrýmisins er að sýna verk framsækinna myndlistarmanna óháð aldri, menntun og fyrri störfum. Verkefnið hlaut styrk frá skapandi sumarstörfum Hins hússins. - vþ Konungleg myndlist í kjallara KONUNGLEGT Verk á sýningu Ingibjargar og Lilju Birgisdætra í Gallerí Íbíza Bunker.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.