Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 70
34 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR Stelpur fá loksins eitthvað við sitt hæfi á Pop-quiz á Organ í kvöld. Umsjónar- mennirnir lofa spurning- um um Eurovision-dívur og kvenrokkara. Unnur María Bergsveinsdóttir og Íris Ellenberger eru spyrlar á kvennapop-quizi á Organ klukk- an sex í kvöld. Pop-quiz er fastur liður á föstudögum. „Gylfi kvart- aði yfir því að svo fáar konur hafði komið að þessu pop-quizi,“ sagði Íris. „Við erum stelpna- hópur sem mætir alltaf saman. Við höfum stundum saknað þess að ekki sé spurt meira um Eur- ovision-dívur og kvenrokkara. Okkur fannst þetta vera góð til- breyting,“ sagði Unnur. Þær voru því tilvaldar í verkið. „Við erum búnar að liggja yfir Youtube og drekka mikinn bjór meðan við rökræðum hvaða spurningar við eigum að hafa. Við lofum góðri skemmtun og það verður farið um víðan völl.“ Unnur vonar hins vegar að aðrir sjái um næsta kven-quiz. „Svo við eigum séns á að vinna bjór- kassann sjálfar.“ Varpað verður ljósi á kven- hetjur rokksögunnar. „Það er alltaf nóg af kvenhetjum, töff konum sem hafa verið að gera góða hluti. En maður þarf að leita að þeim,“ segir Unnur. Íris bætir við: „Þær virðast vera í annarri stöðu. Þær eru söngkon- ur og augnayndi, meðan meira er lagt upp úr lagahöfundunum, sem eru oftast karlar.“ Unnur segir hlut kvenna í rokk- inu hafa skánað talsvert. „Mér hefur fundist auðveldara fyrir konur að fá umfjöllun og komast inn í rokktónlist á síðustu árum. Ég er samt ekki að segja að það sé neitt auðvelt í dag. En ég held að í íslensku tónlistarlífi núna séu jákvæðari fyrirmyndir en voru fyrir svona tíu árum. Bæði í grasrótinni og svo eru stærri hljómsveitir að koma upp eins og Bloodgroup sem eru með athyglis- verðum konum innanborðs. Og Mammút. Ég held að þau hafi breytt talsvert miklu. Mér finnst þær ógeðslega töff, eða þau.“ Unnur var sjálf í Brúðarband- inu, sem nú er í pásu vegna barn- eigna og háskólagöngu. Hún segir barneignir þó ekki standa í vegi fyrir konum í rokkinu. „Ef þú lítur til dæmis til Sykurmol- anna þá fóru þær með börnin sín í tónlistarferðir og það var ekk- ert mál.“ Hvað er þá vandamálið? „Þetta er ímyndarvandamál, ekki prakt- ískt. Við erum flest þannig að við horfum til þeirra fyrirmynda sem við höfum þegar við íhugum okkar möguleika. Þegar skortir á fyrirmyndir fyrir konur þá heldur það sjálfkrafa aftur af því sem okkur dettur í hug að gera.“ kolbruns@frettabladid.is ÞAÐ ER KOMINN NÝR HROTTI Í FANGELSIÐ...AF MINNI GERÐINNI! ROB SCHNEIDER FER Í STEININN OG LEGGUR FANGELSIÐ UNDIR SIG Í ÞESSARI BRJÁLUÐU GAMANMYND. “UNNIN AF NATNI, TÓNLISTIN FRÁBÆR OG UNDIRSTRIKAR FIRRINGUNA, OFSÓKNARÆÐIÐ OG ÓTTANN VIÐ ÞAÐ ÓÞEKKTA” - S.V., MBL NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 7 12 14 10 BIG STAN kl. 6 - 8 - 10 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.50 - 8 THE HAPPENING kl. 10.10 12 12 16 BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 CRONICLES OF NARNIA 2 kl. 4 D - 7 D - 10 D THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY LÚXUS kl. 6 - 9 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 7 16 14 12 BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 KJÖTBORG kl. 6 - 7 ENSKUR TEXTI MEET BILL kl. 8 -10.10 THE HAPPENING kl. 8 - 10 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 INDIANA JONES kl. 5.30 5% SÍMI 551 9000 16 7 14 10 12 7 HAPPENING kl. 5.50 - 8 -10.10 MEET BILL kl. 5.50 - 8 SEX AND THE CITY kl. 7 - 10 ZOHAN kl. 8 - 10.30 INDIANA JONES 4 kl. 10.20 BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 “FULLT HÚS STIGA” - Ó.H.T., RÁS 2 “Kjötborgarkaupmennirnir á horninu klikka ekki” T.S., 24 Stundir DIGITAL Powersýning kl.11:15 í kringlunni DREPTU EINN! BJARGAÐU ÞÚSUNDUM! HEITASTA BÍÓMYNDIN Í SUMAR ER KOMIN! ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSS KEFLAVÍK WANTED kl. 5:30 - 8D - 10:20D 16 WANTED kl. 8 - 10:20 VIP NARNIA 2 kl. 5D - 8 - 10:40 7 NARNIA 2 kl. 5 VIP THE BANK JOB kl. 8 - 10:30 16 INCREDIBLE HULK kl. 5:30 - 8 - 10:20 12 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 SPEED RACER kl. 5 L WANTED kl. 6D - 9D - 11:15D 16 NARNIA 2 kl. 3D - 6D 7 THE BANK JOB kl. 9 - 11:15 16 SEX AND THE CITY kl. 3 - 6 - 9 14 SPEED RACER kl. 3D L DIGITAL DIGITAL WANTED kl. 8 - 10:20 16 NARNIA 2 kl. 5 7 INCREDIBLE HULK kl. 5 - 8 - 10:20 12 WANTED kl. 8 - 10 12 NARNIA 2 kl. 6 - 9 7 SPEED RACER kl. 5:40 L WANTED kl. 8 - 10:20 16 FORBIDDEN KINGDOM kl. 8 12 THE HAPPENING kl. 10:20 16 NARNIA 2 kl. 5 7 SPEED RACER kl. 5 L - bara lúxus Sími: 553 2075 WANTED- POWER / DIGITAL kl. 5.50, 8 og10.10(P) 16 NARNIA 2 kl. 5 7 THE INCREDIBLE HULK kl. 8 og 10.10 12 SEX AND THE CITY kl. 6 og 9 14  - K.H., DV. - 24 STUNDIR M Y N D O G H L J Ó Ð POWERSÝNINGKL 10.10DIGITAL MYND OG HLJÓÐ 1/2 - VIGGÓ., 24 STUNDIR - V.J.V., Topp5.is / FBL The Bank Job er byggð á frægri sannri sögu úr glæpaheimum London ársins 1971, þegar hópur smáglæpona var ráðinn til að tæma öryggishólfin í banka einum. Þeir vita hins vegar ekki að í hólf- unum eru mörg sóðaleg leyndar- mál sem teygja anga sína allt til glæpakónga, spillingar innan ríkis- stjórnarinnar og jafnvel hneyksl- ismála í konungsfjölskyldunni, sem flækir málin allverulega. The Bank Job er mynd eftir Roger Donaldson, fjölhæfan ástr- alskan reynslubolta sem hefur leikstýrt myndum á borð við Dante’s Peak og nú nýlega The World’s Fastest Indian. Myndin hefst sem áhugaverð bankaráns- mynd í klassískari kantinum og svipar til Ocean‘s-myndanna, sé glamúrinn ekki tekinn með í reikn- inginn. En eftir það fer hún inn á fjölbreyttari svið og við tekur atburðarás sem er jafn sniðug og hún er skemmtileg, og jafnvel betra en það sem á undan gekk. Slíkar eru uppákomurnar í mynd- inni að það er ótrúlegt að myndin skuli vera byggð á sönnum atburð- um. Í aðalhlutverki er Jason Stat- ham, sem er í fantaformi sem svipuð harðjaxlatýpa og úr fyrri myndum hans. Margir fínir breskir leikarar prýða önnur auka- hlutverk og David Suchet, sá sem lék Hercule Poirot í sjónvarps- þáttunum, kemur skemmtilega inn sem klámkóngur. Stíll myndarinnar er einnig flottur, hraðskreiður og laus við ýkta takta, auk þess sem tímabilið kemur sannfærandi út. The Bank Job byltir varla glæpageiranum, en hún er ferskari en margar slík- ar myndir sem koma jafnan marg- ar á ári. Hún er flott bresk glæpa- mynd sem er þeim mun áhugaverðari fyrir það að vera sannsöguleg. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Bankarán sem vindur upp á sig KVIKMYNDIR The Bank Job Leikstjórn: Roger Donaldson. Aðalhlutverk: Jason Statham. ★★★ Sannsöguleg mynd um bankarán sem vindur upp á sig. Flott bresk glæpamynd sem er ferskari en flestar aðrar af svipuðum meiði. Bandaríski plötusnúðurinn Carl Craig spilar í kvöld á skemmti- staðnum Tunglinu. Þetta er í annað sinn sem hann kemur hing- að til lands, en hann spilaði hér síðast fyrir ellefu árum í þættin- um Party Zone á útvarpsstöðinni X-inu. Craig hóf feril sinn í Detroit-borg í lok níunda áratug- arins þegar house-tónlistin svo- kallaða hóf að ryðja sér til rúms. Craig á að baki langan feril og hefur á þeim tíma náð að skapa sér nafn sem einn helsti snilling- ur teknó- og house-senunnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og munu tvíeykið Orang Asli og plötusnúðarnir Casanova og Alfons X sjá um upphitun fyrir kvöldið. Þetta er í fyrsta sinn sem Orang Asli kemur fram á tónleik- um en dúettinn átti lög meðal þeirra tíu efstu á árslista Party Zone árið 2007. Alfons X og Casa- nova eru gamalreyndir plötu- snúðar og ættu dansglaðir Íslend- ingar að vera þeim kunnir. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar, á miði.is og í verslun- inni G-Star á Laugarvegi og kost- ar miðinn 1.900 krónur. - sm Carl Craig spilar fyrir Íslendinga PLÖTUSNÚÐURINN CARL CRAIG Eitt stærsta nafnið í danstónlistinni. HALDA UPPI HEIÐRI KVENROKKARA Unnur María Bergsveinsdóttir og Íris Ellenberger sjá um pop-quiz í kvöld. Þær lofa spurningum um kvenrokkara og Eurovision-dívur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nóg til af kvenhetjum SparBíó 550kr föstudag Indiana Jones 4 kl. 5:30 í Álfabakka HULK kl. 5:30 í Álfabakka og kl. 5. í Keflavík SPEED RACER kl. 5 í Álfabakka og á Selfossi. kl. 5:40 á Akureyri kl. 3 í kringlunni NARNIA 2 kl. 3 í Kringlunni, kl. 5 á Selfossi og á Akureyri. kl. 6 í Keflavík WANTED kl. 5:30 í Álfabakka SEX AND THE CITY kl. 3 í Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.