Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 72
36 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Laugardalsvöllur, áhorf.: 5323 Ísland Grikkland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 28–2 (16–1) Varin skot Þóra 1 – Falida 7 Horn 6–1 Aukaspyrnur fengnar 7–19 Rangstöður 3–0 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (4.) 2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (13.) 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (30.) 4-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (53.) 5-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (56.) 6-0 Katrín Ómarsdóttir (66.) 7-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (68.) 7-0 Kunick frá Þýskal. (8) FÓTBOLTI Íslenska kvennalands liðið tryggði sér toppsætið í sínum riðli með sjö marka stórsigri á Grikkj- um á Laugardalsvellinum í gær. Íslenska liðið átti frábæran dag, tók völdin strax í upphafi leiks og gaf gestunum frá Grikklandi engin grið. Íslensku stelpunum nægir því jafntefli við Frakka í lokaleikn- um til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Finnlandi á næsta ári. Það er óhætt að segja kvennalandsliðið sé stolt íslenska fótboltans þessa stundina aðeins einu skrefi frá EM 2009. Markatalan er 18-0 Þetta var fjórði og síðasti heima- leikur íslenska liðsins í undan- keppninni og uppskeran er ekki amaleg, fullt hús, hreint mark og markatalan 18-0. Fram undan er útileikur gegn Frökkum þar sem jafntefli skilar liðinu beint í úrslita- keppnina í Finnlandi en tapist leik- urinn á liðið enn góða möguleika því eftir tvo stórsigra á fimm dögum er íslenska liðið í góðri stöðu að fá viðráðanlega mótherja í umspilinu. Fyrsti hálftíminn í gær var hreinlega frábær, stanslaus stór- sókn með Margréti Láru allt í öllu. Hún lagði upp fyrstu tvö mörkin áður en hún skorað það þriðja með glæsilegum hætti. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins og sitt fyrsta á heimavelli þegar hún fékk frá- bæra stungusendingu Margrétar Láru inn fyrir og skoraði af öryggi. Það er enn í fersku minni þegar Hólmfríður Magnúsdóttir lagði upp mark fyrir Margréti Láru í sigrinum á Slóveníu á dögunum og Margrét Lára launaði henni greið- ann með því að leggja upp mark Hólmfríðar á 13. mínútu leiksins í gær. Þriðja markið var síðan af betri gerðinni þegar Margrét Lára fékk boltann utarlega í teignum frá Dóru Maríu Lárusdóttur og skoraði með glæsilegu skoti. Stelpurnar voru gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og hver sókn- in á fætur annarri dundi á grísku vörninni. Hólmfríður skoraði tvö skallamörk með þriggja mínútna millibili og fullkomnaði með því þrennuna. Fyrra markið skoraði hún eftir magnaða sendingu Dóru Maríu en hið seinna eftir að Grikkj- um mistókst að hreinsa frá. Katrín Ómarsdóttir kom inn á og skoraði í þriðja leiknum í röð og Margrét Lára skoraði síðan sjöunda markið eftir sendingu Katrínar. Frábærar í síðustu leikjum Það hefur verið frábært að fylgj- ast með stelpunum í þessum tveim- ur heimaleikjum. Þær settu pressu á sig fyrir þessa leiki og stóðust hana og gott betur. Með samvinn- una og sjálfstraustið að vopni áttu andstæðingarnir frá Slóveníu og Grikklandi engin svör við leik stelpnanna, sem skoruðu hvert frábæra markið á fætur öðru í þessum tveimur leikjum. Stelp- urnar sundurspiluðu gestina frá Suður-Evrópu og sýndu að þær hafa allt til alls til þess að vera fyrsta íslenska A-landsliðið í knatt- spyrnu sem kemst á stórmót. ooj@frettabladid.is Stelpurnar sundurspiluðu Grikki Íslenska kvennalandsliðið komst einu skrefi nær úrslitakeppni EM með stórglæsilegum 7-0 stórsigri á Grikkjum. Stelpurnar náðu þar með efsta sætinu í riðlinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu. Á SKOTSKÓNUM Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu saman fimm af sjö mörkum Íslands í gær og fagna hér einu þeirra saman. Til vinstri má sjá að mikið fjör var á pöllunum í gær enda vel mætt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSLENSKI RIÐILLINN Ísland 7 6 0 1 26-2 18 Frakkland 7 6 0 1 29-1 18 Slóvenía 7 3 0 4 8-20 9 Slóvenía 7 3 0 4 8-20 9 Serbía 7 1 0 6 6-24 3 Grikkland 6 1 0 5 3-25 3 Efsta liðið fer beint í úrslitakeppnina í Finna- landi en liðið í 2. sæti og liðin með besta árangurinn í 3. sæti komast í umspilið. STAÐA MÁLA FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son landsliðsþjálfari þjáist af höfuð verk sem hann kvartar ekki yfir. „Það er ekki spurning að þetta er erfiðasta byrjunarlið sem ég hef valið. Höfuðverkurinn við að velja í liðið er gríðarlegur en ég ætla ekkert að vorkenna sjálfum mér yfir því,“ sagði hann eftir leikinn. „Yfirburðir okkar í þessum leik voru algjörir og ég reiknaði ekki með svona stórum sigri. Ég hafði fulla trú á því að við myndum vinna þennan leik en við sýndum mjög mikla yfirburði yfir Grikkjunum á öllum sviðum knatt- spyrnunnar,“ sagði landsliðs- þjálfarinn. Hann segir jafnframt að liðið sé í stöðugri sókn og mikill munur á liðinu sé frá því í fyrri leiknum ytra. „Við áttum í erfiðleikum með að skapa okkur færi gegn þeim úti en nú gerum við það á auðveldan hátt. Auk þess höldum við mark- inu hreinu fjóra leiki í röð sem er met hjá landsliðunum. Leikmenn eru að leggja á sig mjög mikla vinnu og þær eru mjög opnar fyrir tilsögn og allri taktík. Við þekkj- um hvert annað líka og undirbún- ingsleikirnir hafa hjálpað mikið.“ Fram undan er úrslitaleikur við Frakka um laust sæti á EM þar sem íslenska liðinu dugir jafntefli. „Metnaðurinn í hópnum er gríðar- legur og ég held að þær finni alveg að möguleikinn á að fara alla leið er mikill,“ sagði landsliðsþjálfar- inn, sem hrósaði einnig þjóðinni fyrir mikinn stuðning. - hþh Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari var eðlilega kampakátur eftir stórsigurinn á Grikkjum: Metnaðurinn í hópnum er gríðarlegur > Hreint mark í 360 mínútur Íslenska kvennalandsliðið hefur ekki fengið á sig mark í fjórum leikjum í röð, allt síðan Finna jöfnuðu metin í uppbótar- tíma í vináttulandsleik þjóðanna 4. maí síðast- liðinn. Síðan þá hafa íslensku stelpurnar skorað sextán mörk í röð. Íslenska liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í níu leikjum á þessu ári og markatalan er 29-2 stelpun- um okkar í vil. „Við erum búnar með sjö skref af átta og við ætlum okkur á EM,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, sem skoraði þrennu í gær. „Við mættum gríðarlega vel stemmdar í leikinn og ætluðum okkur sigur frá fyrstu mínútu. Við spiluðum vel og stuðningurinn var frábær. Fólk öskraði allan leikinn og það er mjög hvetjandi,“ sagði Hólmfríður, sem hræðist úrslitaleikinn við Frakka ekki vitund. „Við vorum að senda þeim góð skilaboð með 7-0 sigri og þær eru eflaust hræddar við okkur,“ sagði Hólmfríður, sem viðurkenndi að þetta væri einn allra besti leikur hennar í íslensku landsliðstreyjunni. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir átti traustan leik í vörninni og hún var hreinskilin í leikslok. „Þetta var léttara en ég bjóst við, ég hélt að þær væru sterkari. Þetta er það sem við ætluðum okkur að gera, að halda hreinu og skora nóg af mörkum,“ sagði Guðrún, sem myndar afar sterkt miðvarðarpar með fyrirlið- anum Katríni Jónsdóttur. „Já við náum vel saman. Eftir 4-0 tapið gegn Englandi í fyrra tókum við varnarleikinn aðeins í gegn. Við höldum stöðu og þegar allt liðið pressar með okkur er þetta bara auðvelt. Eins og núna, við ekkert að gera,“ sagði Guðrún, sem bíður eftir Frakkaleiknum. „Sjálfstraustið í liðinu er mikið og nú tekur bara við niður- talning að leiknum.“ Sara Björk Gunnarsdóttir hefur heldur betur stimplað sig inn í landsliðið. Hún átti stórleik gegn Slóvenum líkt og í gær þar sem hún kom Íslandi á bragðið með fyrsta marki leiksins, hennar þriðja landsliðsmarki í tíu leikjum. „Mér er búið að ganga vel og ég hef verið nokkra leiki í röð í byrjunarliðinu. Ég hef því kannski aðeins verið að stimpla mig inn. Ég er mjög ánægð með minn leik og það var frábært að skora á heimavelli, ég er mjög sátt,“ sagði Sara brosandi. „Það var frábært að setja hann þarna strax og halda einbeitingu alla leið. Það var markmiðið. Næst er það svo Frakkland,“ sagði Sara. STELPURNAR Í ÍSLENSKA LANDSLIÐINU: TELJA NIÐUR AÐ ÚRSLITALEIKNUM GEGN FRÖKKUM Sendum Frökkum skýr skilaboð FÓTBOLTI Edda Garðarsdóttir skemmti sér greinilega vel í leiknum í gær. „Þetta er náttúr- lega bara snilld. Að skora mörk og hafa gaman, sýna léttleikandi fótbolta, það er skemmtilegt. Við vissum að við yrðum sterkari aðilinn og að þær myndu bakka. Við ætluðum að skemmta áhorfendum, það er ekki oft sem áhorfendur á Íslandi fá að sjá svona leiftrandi sóknarbolta og mörg mörk,“ sagði Edda ljómandi af gleði. Hún hrósar einnig karakternum í hópnum, sem er mjög samstillt- ur. „Þetta er mjög þéttur hópur, bæði innan sem utan vallar. Stelpurnar eru allar gull af manni. Það er gaman þegar vel gengur og við höfum farið í gegnum súrt og sætt saman,“ sagði Edda en sigurinn í gær var svo sannarlega sætur. „Nú byrjum við að hlakka til, Frakka- leikurinn verður rosalegur,“ sagði Edda full tilhlökkunar. - hþh Edda Garðarsdóttir: Þær eru allar gull af manni SAMSTILLTAR Edda Garðarsdóttir segir að stelpurnar í landsliðinu séu afar samstilltar og hreinlega allar gull af manni. Hér er Erla Steina Arnardóttir í baráttunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMSTAÐA Sigurður fagnar með stelpunum eftir leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.