Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 73
FÖSTUDAGUR 27. júní 2008 KÖRFUBOLTI Íslenska körfu- boltalandslið karla ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar það byrjar undirbúning sinn fyrir Evrópukeppnina í haust. Körfuknattleikssambandið hefur þegið frábært boð frá litháíska sambandinu um að fara í æfinga- búðir til Litháens og mæta Ólympíu- liði Litháa í tvígang. Litháar bjóða íslenska liðinu æfingaaðstöðu og umgjörð eins og hún gerist best og mótherjarnir eru eitt af bestu landsliðum í heimi. Íslenska liðið hefur hafið undirbún- ing sinn en farið verður 11. júlí út til Litháen og dvalið þar til 16. júlí. Leikirnir fara fram 13. júlí í Kaunas og í Vilnius tveimur dögum síðar. Litháar hafa ekki farið leynt með það að þeir stefna á gullið í Peking. Þeir unnu bronsið á leikunum 1992, 1996 og 2000 en töpuðu leiknum um 3. sætið á móti Bandaríkjunum á síðustu leikum, í Aþenu 2004. Zydrunas Ilgauskas, leikmaður Cleveland Cavaliers, hafði sýnt mikinn áhuga á að spila með lands- liðinu á ný en ekkert varð úr því eftir að forráðamenn Cleveland lögðust á móti því. Þó er nóg af öðrum frábærum leikmönnum í liðinu og tveir þeirra spila í NBA, Linas Kleiza og Darius Songaila. Kleiza, sem er 203 cm framherji, sló í gegn með Denver í vetur þar sem hann skorað 11,1 stig í leik á aðeins 23,9 mínútum en hann var á sínu þriðja ári í deildinni. Darius Songaila var með 6,2 stig og 3,4 fráköst á 19,4 mínútum með Wash- ington Wizards á sínu fimmta ári í NBA. Jón Arnór Stefánsson ætti að þekkja þá Rimantas Kaukenas og Ksystof Lavrinovic vel en þeir urðu einmitt Ítalíumeistarar með Monte- paschi Siena eftir sigur á Jóni og félögum í Lottomatica Roma. Lavr- inovic, sem er stór og sterkur fram- herji, átti frábæra leiki í úrslitun- um, sérstaklega þegar á reyndi í lok leikja. Aðrir í hópi bestu leikmanna heims eru Sarunas Jasikevicius, sem varð Evrópumeistari með FC Barcelona 2003 og Maccabi Tel Aviv 2004 og 2005, og Ramunas Sis- kauskas sem varð Evrópumeistari með CSKA Moskvu í ár og með Pan- athinaikos í fyrra. Sarunas Jasikevicius sneri aftur í evrópska boltann eftir tvö tímabil í NBA og samdi við gríska liðið Panathinaikos til tveggja ára. Jasik- evicius fékk sjö milljónir evra í sinn hlut (895 milljónir íslenskra króna) sem sýnir hversu mikils Grikkir mátu þennan snjalla bak- vörð. Ramunas Siskauskas var valinn besti leikmaður Evrópukeppninnar í vetur en hann er 198 cm fjölhæfur framherji sem fáir ráða við einn á einn. Hann var einn af lykilmönn- nunum á bak við sigurinn. Þetta er aðeins rjóminn af fjöl- mörgum frábærum leikmönnum Litháa sem íslenska landsliðið fær að mæla sig við um miðjan næsta mánuð. - óój Leika við Ólympíulið Litháa Íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hefur verið boðið í keppnisferð til Litháens þar sem liðið fær að nýta sér æfingaðastöðu eins og hún gerist best. FRÁBÆR Sarunas Jasikevicius er með yfir 447 milljónir í árslaun. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI „Ég ætlaði mér að skora mark númer 43 og ná þrenn- unni, ég viðurkenni það,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir glaðbeitt. Það sást langar leiðir að hana hungraði í þrennuna en hún hefur nú skorað 42 mörk í 43 leikjum. „En ég kvarta ekki yfir þessum tveim- ur mörkum,“ sagði Mar- grét. Hún bíður nú spennt eftir leiknum gegn Frökk- um líkt og allt liðið en hún varar við því að Frakkarn- ir séu með frábært lið. Hvað sem því líður sé íslenska liðið til alls lík- legt. „Við erum bara með þrusugott lið, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Allir leikmenn þurfa að spila góða vörn og við eigum erfiðan leik fyrir höndum. Við erum hrikalega gráðugar í að komast á EM og það er að fleyta okkur langt,“ sagði Margrét, sem fagnaði mörkum sínum á all sér- stakan hátt. „Þetta er að sleppa lundapysju. Ég gerði þetta til heiðurs Vestmannaeyingum. Þeir styðja alltaf vel við bakið á mér og þetta var smá þakk- lætisvottur til þeirra og ég tileinka þeim mörkin,“ sagði Eyjahnátan Mar- grét Lára. - hþh Margrét Lára skoraði tvö og lagði upp tvö í stórsigrinum á Grikkjum: Tileinkar Eyjamönnum mörkin GAMAN Margrét bregst við eftir að skot hennar fór í stöngina í fyrri hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LUNDAPYSJU SLEPPT Margrét Lára fagnar öðru marki sínu í leiknum. Hún tileinkaði Vestmannaeyingum mörk sín í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Pálmi Rafn Pálmason sér eftir ummælum sínum um Kristin Jakobsson dómara. Pálmi hringdi í Kristinn í gær og bað hann per- sónulega afsökunar á ummælun- um í sjónvarpsviðtali við Stöð 2 Sport eftir sigurleik FH á Val. Þar talaði Pálmi meðal annars um að Kristinn dæmdi alltaf víti á Val. „Það er erfitt að halda sig á mottunni hálfri mínútu eftir að maður tapar leik fyrir FH á víti í uppbótartíma. Ég veit það alveg að Kristinn er ekki óheiðarlegur dómari en það er erfitt að vera rólegur eftir svona uppákomu,“ viðurkenndi Pálmi fullur auð- mýktar og er maður að meiri fyrir vikið. Pálmi kvað Kristin hafa tekið vel í símtalið. „Hann er fagmaður í þessu. Ég yrði eflaust ekki sáttur með hann ef hann færi í blöðin og segði að ég væri ömurlegur leik- maður,“ sagði Húsvíkingurinn spræki. Hann sér þó léttu hliðina á mál- inu. „Þetta gerir fótboltann líklega skemmtilegri, annars hefðuð þið ekkert til að fjalla um, en menn verða auðvitað að passa hvað þeir segja,“ sagði Pálmi léttur. Hann viðurkennir einnig að Valsmenn geti sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið leikinn gegn FH. „Það er svo sem aldrei dómar- inn sem tapar leikjum, við áttum að klára þennan leik fyrir vítið. En við erum fúlir með okkar gengi og fúlir með þetta tap en við verðum bara að takast á við það,“ sagði Pálmi Rafn. - hþh Pálmi Rafn Pálmason bað Kristin Jakobsson dómara afsökunar á ummælum: Yrði eflaust ekki sáttur ef Kristinn kallaði mig ömurlegan leikmann HÚSVÍKINGURINN Pálmi Rafn sér eftir ummælum sínum um Kristin Jakobsson dómara og hefur beðið hann afsökunar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL TM styður kvennaknattspyrnu Þolir Margrét Lára ísbaðið hans Gauja? Kíktu á mlv.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 48 59 0 6/ 08 Ný Heimasíða www.mlv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.