Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 78
42 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. tromma, 6. mannþvaga, 8. niður, 9. mjöl, 11. guð, 12. leið, 14. fet, 16. átt, 17. hvoftur, 18. málmur, 20. sjó, 21. ættarsetur. LÓÐRÉTT 1. magi, 3. hæð, 4. háttprúður, 5. skel, 7. sérgrein, 10. rúm ábreiða, 13. sarg, 15. hvæs, 16. hlóðir, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. páka, 6. ös, 8. suð, 9. mél, 11. ra, 12. braut, 14. skref, 16. sv, 17. gin, 18. tin, 20. sæ, 21. óðal. LÓÐRÉTT: 1. vömb, 3. ás, 4. kurteis, 5. aða, 7. sérsvið, 10. lak, 13. urg, 15. fnæs, 16. stó, 19. na. „Í nýaldarbransanum hefur verið viðloðandi sú hugsun að það sé ljótt að græða peninga.“ Friðrik Karlsson tónlistarmaður við DV í desember 1997. „Nú vilja menn vera andlegir og ábyrgir í fjármálum. Heilsteyptur einstaklingur í dag er með jafnvægi á hlutunum. Þegar ég sagði þetta þá hef ég verið nýkomin af einhverju nýaldar-námskeiði. Ég hef farið á mörg námskeið síðan. Annars mæli ég með The Secret fyrir alla,“ segir Friðrik nú. „Það er bara hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamið- stöðar Íslands. Sú hugmynd hefur komið upp að halda Evrópsku kvikmyndaverðlaunin á Íslandi árið 2010 eða 2011. „Þetta er ekki einu sinni komið á viðræðu- stig,“ segir Laufey. „Það er heilmikill kostnaður í kringum þetta sem gestgjafalandið þarf að reiða fram. En það væri mjög gaman að geta gert þetta.“ Kvikmyndaverðlaunin eru í Kaupmannahöfn þetta árið og fara þau fram í desember. Hátíðir sem þessar eru stórar í sniðum og laða að fólk alls staðar að úr Evrópu og víðar. Vinnan á bak við slíka hátíð er því mikil, að ótöldum þeim gríðarlegu fjármunum sem fara í hátíðina. Laufey situr þó ekki auðum höndum, hvort sem af hátíðinni verður eða ekki. „Það er mikið um að vera hjá okkur og mikill kraftur í íslenskri kvikmyndagerð. Margar myndir eru frumsýndar á þessu ári og svo er líka mikill kraftur í sjónvarpsþáttagerð,“ segir Laufey. - shs Stór verðlaunahátíð á Íslandi LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR Segir þá hugmynd hafa komið upp að halda hátíðina hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Björk Guðmundsdóttir hefur Náttúrutónleik- ana í Laugardalnum á morgun. Sigur Rós endar þá. Mitt á milli spilar Ólöf Arnalds, sem fyrst vakti verulega athygli í fyrra með plötunni Við og við. „Ég býð upp á svolítið af nýju efni, 1-2 tökulög og gamalt í bland,“ segir hún. „Ég verð með aðstoðarmann sem spilar á mismunandi hljóðfæri. Hann heitir Shahzab Ismali og er New York-búi. Hann þekkir Skúla Sverrisson og hafði bara samband. Okkur gengur svona ótrúlega vel að vinna saman og hann mun pródúsera nýju plötuna mína, sem kemur út á þessu ári ef guð lofar. Maður verður að láta slag standa.“ Ólöf eignaðist fyrsta barnið sitt í ársbyrj- un, soninn Ara Ísleif. „Nei, hormónaflæðið hefur ekki breytt tónlistarsköpuninni svo neinu nemi. Þetta er ekki það mikil breyting og það gengur bara vel að sameina tónlistina og móðurhlutverkið. Maður á góða að á álagstímum og svo er pabbinn ávallt til staðar, enda kominn í fæðingarorlof.“ Ólöf samdi baráttulagið „Af stað“ í tilefni af Náttúrutónleikunum og hefur komið því í spilun til að fólk verði með á nótunum á morgun. „Mér fannst skemmtileg áskorun að búa til baráttulag – það er ekki mjög „inn“ núna. Texti lagsins er í sama bragarhætti og „Hver á sér fegra föðurland“ og er væmið ástarlag auk þess að gera góðlátlegt grín að þessari skrítnu þjóð sem við tilheyrum.“ Lagið má sækja á netinu: www.nattura. info/Olof_Arnalds_AfStad.mp3. - glh Gerir góðlátlegt grín að skrítinni þjóð HORMÓNAFLÆÐIÐ HEFUR HAFT TAKMÖRK- UÐ ÁHRIF Ólöf Arnalds spilar á milli Bjarkar og Sigur Rósar annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Darri Ingólfson, sem margir kann- ast við úr þáttunum Manna veiðum, er nú orðinn einn af riddurum göt- unnar. „Við pabbi vorum búnir að stara of lengi á Harleyinn sem bróðir minn á inni í bílskúr og ákváðum að skella okkur saman í ökutíma. Ég hafði alltaf ætlað mér að taka prófið í Bandaríkjunum en kennslan hér heima er ítarlegri og það er betra að vera með undir- stöðuatriðin á hreinu þegar maður ekur um göturnar á svona hjóli,“ segir Darri. Í Mannaveiðum lék Darri morðingjann sem í loka- atriðinu flýr einmitt undan lög- reglunni á mótorhjóli. „Ég fékk ekki að keyra sjálfur við tökurnar á Mannaveiðum þar sem ég var réttindalaus, en ég mætti það núna. Það er líka ágætis viðbót á ferilskrána mína sem leikari að vera með bifhjólapróf.“ Hjólið sem Darri ekur á er ekki af verri endanum, það er af gerð- inni Harley Davidson Nightrod Special edition og er í eigu bróður hans. „Í bensínkrísunni er þetta ágætur kostur, það kostar mig tvö þúsund krónur að fylla tankinn. Svo er þetta ágæt afsökun til að klæðast leðri,“ segir Darri sposk- ur á svip. Darri stundaði leiklistar- nám við Arts Educational School of London og eftir námið starfaði Darri áfram í borginni í fimm ár. „Það eru engin sérstök verkefni á dagskrá hjá mér á næstunni. Ég verð í London í sumar og fæ von- andi einhver verkefni þar og svo er stefnan tekin á LA um leið og ég fæ græna kortið.“ Þótt hann þeys- ist um göturnar á mótorfáki er Darri mikill umhverfissinni, „Mér finnst öll þessi umræða um stór- iðju vera algjör geðveiki. Eftir átta ára dvöl í London þá áttar maður sig á hversu mikil náttúru- perla Ísland er,“ segir Darri að lokum. sara@frettabladid.is DARRI INGÓLFSSON: GÓÐ AFSÖKUN TIL AÐ KLÆÐAST LEÐRI Leikari ferðast leðurklædd- ur um á Harley Davidson LEIKARI Á HARLEY Darri Ingólfsson leikari tekur sig vel út í leðurgallanum. Þessi tegund af Harley Davidson þykir mikil listasmíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ný grínþáttasería, Ríkið, verður tekin til sýninga á Stöð 2 um miðjan ágúst. Serían fetar í fótspor vinsælla þáttaraða eins og Fóstbræðra, Svínasúpunnar og Stelpnanna, en er frábrugðin þessum að því leyti að fjalla meira og minna um sömu karakterana. Sigurjón Kjartansson hafði yfirumsjón með handritsgerðinni en margir komu að verki: Sveppi, Auðunn Blöndal, Magnús Guðmundsson, bróðir Þorsteins Guðmundssonar, Árni Jón Sig- fússon, bróðir Péturs Jóhanns, og leikstjórinn Silja Hauksdóttir. Þetta er skrifstofugrín sem gerist á óræðum hallæristíma. Margt minn- ir á áttunda áratuginn, en samt eru allir með farsíma. Auk Sveppa og Audda leika Þorsteinn Bachman, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Eggert Þorleifsson og Halldóra Geir- harðsdóttir meðal annars í Ríkinu. Meira af Sveppa: Hann verður með innslög í barnatíma Stöðvar 2 næsta vetur eins og þann síð- asta. Tökum er lokið á nýjum innslagapakka og er Villi í næsta húsi á svæðinu að vanda. Þá hefur barnadeild Stöðvar 2 bæst góð viðbót sem eru þættirnir um Latabæ. Ný sería af Íþróttaálfinum, Sollu og kó hefur þar göngu sína í ágúst. Tónleikar James Blunt í Laugar- dalshöll þann 12. júní fóru ekki framhjá neinum manni. Eða hvað? Enski knattspyrnumaður- inn Michael Jackson hjá Þrótti hafði fest kaup á tveimur miðum á tónleikana sem hann hugðist sækja ásamt konu sinni. Jackson klæddi sig upp í sitt fínasta púss og mætti fyrir utan Laugardalshöllina, sem var galtóm. Hann trúði ekki öðru en að tónleikar sem þessir færu fram á föstudegi. Hann komst því miður að því að 12. júní var fimmtudagur og hann því degi of seinn. - glh/shs FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 Í Garðabæ. 2 Aníta Briem. 3 Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.