Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. júní 2008 11 Besta kaffihúsið í bænum FÉLAGSMÁL Eftirlitsstofnun EFTA telur að fyrirkomulag lána Íbúðalána- sjóðs samræmist ekki samkomulagi um Evrópska efnahagssvæðið. Stofn- unin mun fjalla áfram um málið en segir að tryggja verði að almenn hús- næðislán verði ekki ríkisstyrkt. Félagsmálaráðherra hefur þegar boðað breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins á haustþingi. Til stendur að aðskilja félagsleg lán frá almennum lánum og afnema ríkisábyrgð á almennum lánum. Eftirlitsstofnun EFTA ákvað í gær að halda áfram að fjalla um málefni Íbúðalánasjóðs. Bráðabirgðaniðurstaða stofnunarinnar byggir einkum á því að lán sjóðsins séu veitt á almennum markaði, en ekki einskorðuð við félagsleg lán. Eftirlitsstofnunin mun þó ekki leggja til breytingar á starf- semi Íbúðalánasjóðs. Í tilkynningu frá eftirlitsstofnunninni í gær kemur fram að það sé íslenskra stjórnvalda að gera breytingar á starfseminni, stofnunin muni ekki gera tillögur að breytingum. Tekið er fram í tilkynningu frá eftirlitsstofnun EFTA að ákvörðun stofnunarinnar frá því í gær sé tekin óháð breytingum á verkefnum Íbúðalánasjóðs sem stjórnvöld kynntu í síðustu viku. - bj Eftirlitsstofnun EFTA telur fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs stríða gegn samkomulagi: Húsnæðislán verði ekki styrkt ÍBÚÐIR Félagsmálaráðherra hefur þegar boðað breytingar á starfsemi Íbúðalánasjóðs til að koma til móts við athugasemdir eftirlitsstofnunar EFTA. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Þensluáhrif af álveri í Helguvík eru ekki áhyggjuefni vegna samdráttar á öðrum sviðum, sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra að loknum ríkis- stjórnarfundi í gær. „Sem betur fer er ekkert alvarlegt atvinnu- leysi að halda hér innreið sína,“ sagði Geir. Þess vegna verði stjórnvöld að halda vöku sinni og koma í veg fyrir að atvinnuleysið aukist mikið. „Meðal annars þess vegna er mikilvægt að vinnuaflsfrek starfsemi eins og nú er hafin í Helguvík nái að skjóta rótum,“ sagði Geir. - bj / ikh Geir Haarde forsætisráðherra: Álver gegn at- vinnuleysi GEIR H. HAARDE VIÐSKIPTI, AP Heimsmarkaðsverð á olíu náði í gær enn methæðum þegar verð á olíutunnu fór yfir 142 dollara. Mikla hækkun olíuverðs undanfarið má að miklu leyti rekja til fjárfestinga fjármála- manna, sem hafa flúið áhættu- sama verðbréfamarkaði. Fall dollarans hefur einnig stuðlað að hækkuninni en olíuviðskipti fara að mestu fram í dollurum. Enn fremur hefur óstöðugleiki á framleiðslusvæðum og aukin eftirspurn frá vaxandi mörkuð- um, einkum í Kína og Indlandi, haft áhrif á olíuverð. - gh Olíutunnan yfir 140 dollara: Olíuverð nær nýjum hæðum BENSÍNSTÖÐ Íslendingar eru ekki þeir einu sem þurfa að sæta hækkun á eldsneyti. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Tilboð að nafnvirði um 44 milljarða króna bárust í ríkisbréf sem Seðlabanki Íslands bauð út á fimmtudaginn var. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að óskað hafi verið eftir tilboðum í tvo stystu ríkisbréfa- flokkana. Seðlabankinn hugðist taka tilboðum fyrir fimmtán milljarða króna í annan flokkinn sem hann og gerði en alls bárust tilboð að nafnvirði 26 milljarða króna. Eins fylgdi Seðlabankinn áætlun sinni um að taka tilboðum fyrir tíu milljarða í hinn ríkis- bréfaflokkinn en alls bárust tilboð að nafnvirði 18,4 milljarða króna. ,,Í stuttu máli má segja að útboðið hafi verið vel heppnað og að viðtökur hafi verið í samræmi við væntingar. Krafa þessara tveggja flokka hefur hækkað um 114 og 178 punkta frá því tilkynnt var um stækkun þeirra síðastlið- inn fimmtudag,“ segir í Morgun- korni. Jafnframt kemur fram að upplýsingar um hvenær efnt verði til annars viðbótarútboðs og þá í hvaða flokkum liggi ekki enn fyrir. - as Útboð ríkisbréfa heppnaðist vel SEÐLABANKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.