Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 12
12 28. júní 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 S amtök verslunar og þjónustu hafa nú sett fram skýra stefnu um undirbúning að Evrópusambandsaðild. Til- gangurinn er að finna leið til að bæta samkeppnisstöðu atvinnugreinarinnar. Tíðindum sætir þegar mikilvæg samtök í atvinnulífinu taka nýjan pól í hæðina um jafn- umdeilt málefni með svo afgerandi hætti. Talsmenn samtakanna vísa til þess að engin atvinnugrein þríf ist til lengdar við núverandi efnahagsaðstæður. Það má til sanns vegar færa. Eigi að síður er það svo að reikna verður með að takast muni á næstu tveimur árum að ná tökum á þeim hluta efnahagsvandans sem á rætur í alþjóðlegri lánakreppu. Það kost- ar margvíslegar fórnir en er óháð spurningunni um Evrópusam- bandsaðild. Langtímavandi fyrirtækja í verslun og þjónustu, rétt eins og annarra fyrirtækja og alls almennings, er á hinn bóginn fólginn í því að íslenska krónan er ekki samkeppnisfær. Það er sú stað- reynd sem öðru fremur kallar á nýja stefnu í peningamálum og skoðun á aðild að evrópska myntbandalaginu og Evrópusamband- inu. Raunverulegar ógöngur peningastefnunnar komu ekki fram við gengisfallið heldur þegar gengi krónunnar var hæst. Lífs kjörin og trúin á stöðugleikann voru þá látin ráðast af erlendum lántökum en ekki verðmætasköpun. Það var sýndarveruleiki. Með nokkrum sanni má segja að við séum nær raunveruleikanum við ríkjandi aðstæður. Mál eru ekki þannig vaxin að stjórnendur Seðlabankans hafi tekið sýndarveruleikann fram yfir raunveruleikann af ráðnum hug. Vandinn felst í gjaldmiðli sem vegna smæðar sinnar getur ekki tryggt launafólki og fyrirtækjum álíka stöðugleika og þær þjóðir njóta sem við jöfnum okkur helst til. Það þýðir að hættan á að við drögumst aftur úr í lífskjörum er að sama skapi meiri. Hnífurinn stendur þar í kúnni að bankastjórn Seðlabankans fæst ekki til að ræða þetta grundvallarvandamál. Helstu forstöðumenn hagsviðs og hagrannsókna í Seðlabankanum hafa á undanförnum tveimur árum gert grein fyrir þeim hagfræðilegu sjónarmiðum sínum í innlendum og erlendum fjölmiðlum að krónan geti ekki tryggt sambærilegan stöðugleika og öflug myntkerfi. Þeir hafa einnig birt niðurstöður rannsókna sem skjóta vísindarökum undir slíkt mat á stöðunni. Bankastjórn Seðlabankans hefur á hinn bóginn ekki haft styrk til að taka á þessari umræðu, sem kemur þó innan úr bankanum sjálfum. Hún hefur hvorki afneitað henni með hagfræðilegum rökum né tekið undir hana. Sú vandræðalega þögn talar sínu máli um veikleika peningastefnunnar. Forsætisráðherra sagði réttilega á ársfundi Seðlabankans í vor sem leið að senn væri kominn tími til að endurskoða peninga- stefnuna. Yfirlýsingin var að vísu varfærin um tímasetningu. Þær köldu staðreyndir sem búa að baki nýrri stefnu Samtaka verslun- ar og þjónustu eru skýr vísbending um að tíminn sé kominn. Þrennt er nú brýnast að gera: Í fyrsta lagi að bregðast við láns- fjárkeppunni. Það er ríkisstjórnin í óða önn við. Í annan stað að flýta ákvörðunum í orkumálum til að auka verðmætasköpun. Þar eru hlutir á hreyfingu en hún mætti vera markvissari. Í þriðja lagi að móta sannfærandi framtíðarstefnu í peningamálum. Í því efni er tíminn byrjaður að hlaupa frá mönnum. Ný stefna Samtaka verslunar og þjónustu: Tíminn er kominn ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Árni Páll Árnason skrifar um gengi krónunnnar Við fall krónunnar undanfarið hafa margir gagnrýnt viðskipti bankanna með gjaldeyri og gert því skóna að þau hafi haft áhrif til veikingar krónunnar. Leit að blórabögglum af þessum toga er fánýt. Erlendir spekúlantar hafa misst áhuga á krónunni og því sveiflast verðgildi hennar til og frá í litlum viðskiptum, til tjóns fyrir almenning og fyrirtæki. Bankamenn munu alltaf eiga viðskipti þegar þeim hentar því það er skylda þeirra gagnvart hluthöfum bankanna. Það er tilgangslaust að fárast yfir því. Sama á við um auðmenn landsins. Það er ekki hægt að byggja efnahagslegan stöðugleika á því að fara bónarveg að bönkunum eða auðmönnum og biðja þá vinsamleg- ast að reyna að passa að hagnast ekki á ónýtri krónu. Þeir munu alltaf gæta sinna hagsmuna og ekkert er við því að segja. Með sama hætti verður stöðugleiki ekki byggður á því að beita úreltum handaflsaðgerðum til að reyna að hafa áhrif á gengi gjaldmiðils sem flýtur á markaði. En rétt eins og bankamenn bera skyldur gagnvart eigendum sínum og auðmenn bera skyldur gagnvart sjálfum sér bera stjórn- málamenn skyldur gagnvart kjósendum sínum. Það er hlutverk stjórnmálamanna að hugsa um hag almennings og verja hann. Þar skiptir mestu að skapa nógu sterka umgjörð um peningamál til að tryggja að bankar og auðmenn geti átt þau viðskipti sem hugur þeirra stendur til á markaði, án þess að almenningur þurfi að hljóta af því óásættanlegt tjón. Það á ekki að vera hlutskipti stjórnmálamanna að rella í auðmönnum og biðja þá um að haga viðskiptum sínum á einn veg eða annan til að verja ónýtt peningakerfi. Það er ekki hægt að réttlæta það að einstök viðskipti á markaði eða áhugaleysi örfárra erlendra spekúlanta geti kallað stórfellda kjaraskerðingu og atvinnuleysi yfir fjölda fólks. Slíkt ástand sýnir algert ráðþrot íslensks stjórnmálakerfis gagnvart brýnustu verkefnum samfélagsins og átakanlegt getuleysi stjórnmálamanna til að varna því að örlög vinnandi fólks og verðmætaskapandi atvinnugreina ráðist af stundarhag markaðsafla. Höfundur er alþingismaður. Hver á að gera hvað? ÁRNI PÁLL ÁRNASON Með storminn í fangið Ungir jafnaðarmenn taka Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á beinið í harðorðri ályktun vegna framlengingar viljayfirlýsingar um álver á Bakka. Ekki sé nóg með að hann gangi beint gegn stefnu flokksins heldur bíti hann höfuðið af skömminni með því að slá sig til riddara í leiðinni. Hvað ætli væri hægt að reisa mörg álver ef Össur kynni að virkja mótvind? Ný stefna Iðnaðarráðherra skýlir sér bak við tvennt: Í fyrsta lagi að álverið á Bakka verði fyrsta álver í heimi sem gangi aðeins fyrir jarðhita. Í öðru lagi hafi enginn mótmælt þessum áformum á þingflokksfundi Samfylk- ingarinnar áður en viljayfirlýsingin var undirrituð. Gott og vel. En yfirlýst umhverfisstefna Samfylkingarinnar kveður ekki á um að reisa skuli umhverfisvæn álver, heldur að slá ákvörðunum um frekari stóriðju- framkvæmdir á frest þangað til nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði liggur fyrir. Ef þessi stefna á sér ekki einu sinni talsmann í umhverfisráðherra á þingflokksfundum Samfylkingarinnar, hvers vegna gerir forysta flokksins þá ekki hreint fyrir sínum dyrum og játar að Fagra Ísland hafi beðið skipbrot? Kappklædd Listræn teikning af Dorrit Moussaieff sem kom í leitirnar í Danmörku hefur vakið mikla athygli. Bloggarinn vin- sæli Stefán Friðrik Stefánsson segir myndina til dæmis „skemmtilega viðbót“ við formlegri myndir sem til eru af forsetafrúnni. Stefán skriplar hins vegar á skötu þegar hann segir að Dorrit hafi „greinilega farið úr hverri spjör“ þegar hún sat fyrir á myndinni. Það er ekki rétt. Á myndinni er Dorrit greinilega í uppháum hönskum. Og með hatt. bergsteinn@frettabladid.is Sumarið er tíminn. Þá hringir maður í Húsasmiðjuna og pantar glugga í sumarhúsið. Ellefu stykki af tvöföldu gleri og tvær hurðir að auki, allt framleitt í faglegri smiðju í Eistlandi. Verð gefið upp í krónum en reiknað í evrum. „Þetta er náttúrlega 30% dýrara nú en í fyrrasumar,“ höfðu kunnugir varað mig við. En ég er grænn í gluggamálum og því sáttur við upphæðina. Þá var hins vegar komið að flotáhrifum íslensku krónunnar. Mér snerist hugur varðandi lögun eins gluggans. Því þurfti að útbúa nýja pöntun. Og henni fylgdi nýtt verð. Þar sem krónan hafði fallið daginn áður var nýja verðið 90.000 krónum hærra. Af tilviljun mölluðu viðskiptafrétt- ir í útvarpi á borði Húsasmiðju- manns. Einhver Benderinn sagði allt benda til þess að krónan myndi „styrkjast þegar líða tekur á daginn“. Ég gerði mér upp frekari vandamál varðandi opnanlegu fögin og eftir að hafa hlustað vel á Morgunkorn Glitn- is daginn eftir mætti ég í Húsa- smiðjuna með nýja pöntun. Og fékk nýtt verð. Verð dagsins var 40.000 krónum lægra en gær- dagsverð sem var 90.000 krón- um hærra en fyrradagsverð. Jæja, jæja. Ég ákvað að kýla á þetta. En þá fékk ég það svar að „endanlegt verð“ væri miðað við „afhendingardag“. Samkvæmt nýjustu áætlun eiga gluggarnir að lenda í lok júlí. Frá því að pöntun fór í loftið hefur krónan fallið á hverjum degi. Þegar tilveran snerist um dag- róðra sættu menn lagi til að kom- ast út úr brimgarðinum. Í flot- krónulandinu á maður ekkert val. Allt upp á von og óvon. Sjómaður fræddi mig nýverið um sjómannslíf okkar daga. Það snýst ekki lengur bara um afla, veður og enska boltann. Nú hlusta sjómenn jafn spenntir á verðfréttir og veðurfréttir. Því aflaverðmætið miðast við evrur og hluturinn hásetans því jafn fljótandi og krónan. „Á leiðinni inn úr síðasta túr hækkaði verð- mæti aflans um tíu milljónir. Bara á leiðinni inn fjörðinn. Verst að helvítið skuli ekki vera lengri.“ Manni verður hugsað til þeirra sem véla með alvöru upphæðir, fólks sem pantar ekki bara glugga í eigin hús heldur reisir heilu blokkirnar, borgar laun og tekur milljónalán. Hvernig getur það sætt sig við að vinna frá morgni til kvölds með þessu skringilega verkfæri sem þjóðar- myntin er orðin? Króna að morgni er hálf að kvöldi … Það má líkja þessu við fót- boltaleik þar sem boltinn breytir sífellt um lögun. Í miðri fyrir- gjöf er hann allt í einu orðinn að körfubolta. En þegar útsparkið er tekið er hann á stærð við tenn- isbolta. Aðeins eitt er öruggt: Í síðari hálfleik er boltinn orðinn á stærð við golfkúlu og endar svo sem hagl í uppbótartíma. Það er þessi sveigjanleiki sem forsætisráðherra var að dásama í London í vikunni. Er Geir H. Haarde grínisti? Daginn eftir bætti hann um betur: Ef kasta ætti krónunni væri dollar skárri kostur en evra. Hér talaði ekki viagra- bryðjandi bjórvembillinn sem kemur reglulega fram á netabol í símatímanum á Útvarpi Sögu, heldur forsætisráðherra Íslands. Hvers konar framtíðarsýn felst í því að ætla að senda barnabörn- in út í búð með rakaþvældan dollaraseðil í vasa? Hvar væri slíkur málflutningur boðlegur? Á Cayman-eyjum kannski. En ekki Íslandi. Á dollara og evru er talsverð- ur munur. Evra er sameiginlegt myntkerfi sjálfstæðra ríkja. Dollari er gjaldmiðill eins lands. Munurinn á því að taka upp dal eða evru jafngildir muninum á því að selja sig og gifta sig. Forsætisráðherra getur ekki leyft sér að tala eins og símakarl á Sögu. Við þurfum ekki meira dollaragrín heldur tilfinningu fyrir því að ráðamenn okkar hafi einhver ráð. Eins og staðan er nú virðist enginn þeirra geta haft áhrif á gengi krónunnar. Hið fljótandi gengi fylgir engu nema sjávarföllum. Og þótt sjó- mennskan sé Íslendingum kær er kannski full langt gengið að miða allt okkar líf við flóð og fjöru: Brauðið á borðinu, mjólk- in í ísskápnum, innistæðan í bankanum: Allt minnkar það og stækkar eftir stöðu sjávar. Ef ríkisstjórnin hefur engar hugmyndir aðrar en að halda dauðahaldi í þá skoppandi bauju sem krónan er orðin ætti hún í það minnsta að stofna Verðstofu Íslands, reisa henni hús við hlið Veðurstofunnar og láta útvarpa þaðan verðspá og verðfréttum oft á dag. Það minnsta sem flot- krónustjórnin getur gert er að segja okkur á tveggja tíma fresti hve miklu við höfum tapað. „Bandaríkjadalur, 82 krónur og 50 aurar, hækkandi, eftirspurn ágæt. Evra, 131 króna …“ Verðstofa Íslands HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Gengi krónunnar Ert þú með þurrar og/eða sprungnar hendur/fætur? O’Keeffe’s viðgerðarkremin eru lausnin! • Merkjanlegur árangur á einni nóttu • Mælt með fyrir sykursjúka • Algerlega lyktarlaust • Engin olía – engin fi ta Þessi sérstaka samsetning á kreminu örvar náttúrulega færni húðarinnar til að græða sig sjálfa. Það viðheldur eðlilegum raka húðarinnar og jafnar sýrustig hennar. Öruggt og árangursríkt fyrir allar húðtegundir. Kremin fást í fl estum verslunum Lyfju, Apótekinu, Árbæjarapóteki, Lyfjaveri Suðurlands- braut Lyfjavali í Mjódd, Laugarnesapóteki, Snyrtistofunni Laufi ð í Reykjanesbæ og Snyrtistofu Grafarvogs. Ís – Undur ehf. www.isundur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.