Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 14
 28. júní 2008 LAUGARDAGUR S tórmyndin Journey to the Center of the Earth verður frumsýnd í kvik- myndahúsum í Bandaríkjunum 11. júlí næstkomandi. Íslenska leikkonan Aníta Briem fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni. Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðin 26 ára virðist Aníta stefna hratt og örugglega að því að ná langt í drauma- borginni Hollywood, nokkuð sem fáir Íslendingar geta státað af. Leyndardómar Snæfellsjökuls, eins og stórmynd Anítu heitir upp á íslensku, er byggð á frægri sögu Jules Verne. Í myndinni fer Aníta með hlutverk leiðsögukonunnar Hönnuh sem fylgir vísindamanni og ungum frænda hans í mikinn leiðangur, leið- angur að miðju heimsins, en inngang- inn er að finna í Snæfellsjökli. Aðalhlutverk myndar- innar er í höndum stórstjörnunnar Brendans Fraser. Mikil eftirvænting ríkir vegna myndar- innar. Talað hefur verið um að hún verði sýnd í 1.500 kvik- myndahúsum í Bandaríkjunum og í henni verður í fyrsta sinn þrívídd varpað á kvikmyndatjald án þess að áhorfendur þurfi að notast við þar til gerð gleraugu. Það eru sem sagt allra augu á hinni ungu Anítu. Snemma varð augljóst að Aníta myndi velja sér starfsvettvang í listageiranum. Hún fylgdi foreldrum sínum, tónlistarfólk- inu Gunnlaugi Briem og Ernu Þórarinsdótt- ur, hvert sem þau fóru; hvort sem það var við hljóð- vers vinnu eða á tónleikum. Það hefði eflaust ekki gengið ef Aníta hefði ekki verið einstaklega rólegt og þægilegt barn. Hún lærði sjálf á flautu og söng í Gradualekór Langholtskirkju og þótti standa sig ágætlega í tónlistinni. Reyndar er það svo að tónlistin er enn eins konar hliðargrein hjá Anítu. Hún á gítar og semur og spilar lög í frístundum sínum. Fjölskylda hennar bindur miklar vonir við að einhvern daginn fái lögin að heyrast utan veggja heimilisins. Aníta steig sín fyrstu spor í leiklist- inni þegar hún lék í Þjóðleikhúsinu níu ára gömul. Hlutverkið var Ída systir Emils í Kattholti. Eftir það varð ekki aftur snúið; hún hafði fengið bakteríuna. Við tóku ýmis hlutverk á leiksviði og við hljóðsetningu. Aníta var sautján ára gömul þegar hún fluttist með fjölskyldu sinni til London. Viðbrigðin voru talsverð í fyrstu en hún var fljót að komast yfir erfiðustu hindranirnar. Til að mynda náði hún fljótt afar góðum tökum á enskunni, en það átti eftir að koma sér mjög vel þegar kom að námi í leiklistarskóla. Anítu er lýst sem afskaplega duglegri manneskju. Hún sé mjög fylgin sér sem lýsi sér best í því að hún nái alltaf þeim markmiðum sem hún setur sér. Aníta er sögð afar jarðbundin, hún reisi sér aldrei neinar skýjaborgir. Hins vegar geti hún verið fulldramatísk á köflum, það komi sér vissulega vel í leiklistinni en getur lagst misjafnlega í fólkið í kringum hana. Á námsárunum í London hélt Aníta góðu sambandi við íslenskar vinkonur sínar sem búsettar voru þar. Hún og Álfrún Örnólfsdóttir leigðu saman íbúð eitt árið og þriðja vinkon- an í hópnum var söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir. Þá var gott samband á milli Anítu og Védísar Hervarar Árnadóttur. Vinkonur Anítu segja að hún sé afar opin og hress stelpa, það sé alltaf mikið stuð í kringum hana og alltaf hafi verið mikið stuð á árunum í London. Eftir að hafa lokið leiklistarskólanum RADA fékk Aníta strax nokkur spenn- andi verkefni, bæði í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hún lék til að mynda í spænsku hrollvekj- unni The Nun og í íslensku spennumynd- inni Köld slóð. Þá lék hún á móti stórum nöfnum á borð við Martin Landau í spennuþáttunum The Evidence, sem einmitt hefja göngu sína á SkjáEinum á mánu- dag. Næstum þrjú ár eru síðan Aníta fluttist frá London til Los Angeles. Í fyrstu var það fyrir upptökur á The Evidence. Síðan hefur margt breyst og nú hefur Aníta fest þar rætur. Það er ekki síst vegna unnustans, hins grískættaða leikstjóra Dean Paraskevopoulos. Þau hafa verið saman í tæp tvö ár og hafa komið sér vel fyrir í borg englanna. Ekkert fararsnið virðist á Anítu enda bíða hennar mörg tæki- færi. Til að mynda kvikmyndin The Storyteller sem kemur fyrir sjónir almennings á næsta ári. Þar leikur hún á móti Wes Bentley úr American Beauty og American Idol- stjörnunni Katharine McPhee. Þá má ekki gleyma sjónvarpsþátt- unum The Tudors sem vakið hafa talsverða athygli. Þar leikur Aníta Jane Seymour. Víst má telja að stórmyndin Leyndardómar Snæfellsjökuls, sem frumsýnd verður hérlendis 12. september, muni opna enn fleiri dyr fyrir Anítu Briem. Og velgengni Anítu kom viðmælend- um Fréttablaðsins alls ekki á óvart: „Það kemur ekkert á óvart að hún sé í Hollywood. Hún er hæfileikarík, gullfalleg og kann að sjarmera fólk, hreinlega laðar fólk að sér. Hún ætlaði alltaf að komast á toppinn,“ sagði einn þeirra. hdm@frettabladid.is MAÐUR VIKUNNAR Með stjörnunum í Hollywood ANÍTA BRIEM ÆVIÁGRIP Aníta Briem fæddist í Reykjavík 29. maí árið 1982. Foreldrar hennar eru tónlistarfólkið Gunnlaugur Briem trommuleikari og Erna Þórarinsdóttir söngkona. Aníta er búsett í Los Angeles. Sambýlismaður hennar er hinn grískættaði leikstjóri Dean Paraskevopoulos. Aníta gekk í Hvassaleitisskóla og lauk einu ári í Mennta- skólanum við Sund. Árið 1999 flutti hún með fjölskyldu sinni til London. Þar lauk hún menntaskóla sem bauð upp á leiklistarkennslu meðfram hefðbundnu námi. Leiklistarbakt- eríuna fékk Aníta strax á unga aldri. Hún var ekki nema níu ára gömul þegar hún fékk hlutverk Ídu í Emil í Kattholti sem Þjóðleikhúsið setti upp. Hlutverkinu deildi hún með Álfrúnu Örnólfsdóttur. Eftir þetta lék Aníta í Kardemommubænum, Óskastjörnunni og Fiðlaranum á þakinu svo eitthvað sé nefnt. Að loknum menntakóla í London var Aníta ákveðin í að verða leikkona. Hún fékk hlutverk í leikritinu Lenin in Love sem sett var upp í Norður-London. Aðalhlutverkin í sýningunni léku þau Maryam d‘Abo, sem lék í Bond-mynd- inni The Living Daylights, og James Faulkner. Eftir þetta tækifæri varð ekki aftur snúið; Aníta sótti um í fimm helstu leiklistarskólana á Bretlandi. Hún fékk vilyrði fyrir inngöngu í alla skólana en valdi að endingu Royal Academy of Dramatic Art, hinn virta RADA. Þaðan útskrifaðist hún árið 2004. Eftir útskrift hefur Aníta fengið nokkur bitastæð hlutverk. Hún lék í sjónvarpsþáttaröðinni The Evidence og í sjónvarps- þáttunum The Tudors. Stærsta hlutverkið er svo vitaskuld í stórmyndinni Leyndardómar Snæfellsjökuls, Journey to the Center of the Earth, sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum eftir tvær vikur. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Ég vissi nú ekkert um hana fyrr en ég sá viðtal við hana í blaði og fannst góður tónn í því. Ég boðaði hana því í prufu sem hún leysti vel. Svo boðaði ég hana í aðra prufu fyrir stærra hlutverk og hún sótti bara í sig veðrið. Samvinna okkar var mjög góð, hún var mjög fagmannleg í öllu. Þetta er greind og hæfileikarík stúlka sem getur alveg leikið með þeim bestu í hvaða mynd sem er.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, sem leikstýrði Anítu í Kaldri slóð. HVAÐ SEGIR HÚN? „Það hefur aldrei heillað mig. Fólk sem vill fá fullt af athygli og peningum fer þangað en það er ekki ástæðan fyrir því að ég er í leiklist. Væri mér hins vegar boðið að leika í Hollywood-mynd þá væri það náttúrulega frábært tækifæri. Stundum þarf maður að gera hluti sem maður hefur ekki persónulegan áhuga á til að koma sér á framfæri. Það koma einstakar myndir frá Hollívúdd sem eru virkilega góðar en þessar týpísku myndir eru í raun bara afþreying.“ Aníta spurð um framtíðardrauma í Hollywood, í Fókus 2. febrúar 2001. Bátar um land allt Komdu við í Útilegumanninum á Fosshálsi 5-7 um helgina og skoðaðu glæsilegt úrval af bátum. Karnic sportveiðibátar Karnic 2265 er mjög skemmtilegur og hraðskreiður sportveiðibátur, bæði fyrir fisk- og skotveiði. Karnic bátarnir frá Kýpur eru margverðlaunaðir og hafa getið sér gott orð víða um heim fyrir stöðugleika og góða hönnun. Galeon skemmtibátarnir hafa verið framleiddir í tugi ára við frábæran orðstír og slegið í gegn um allan heim. Styrkur þeirra og þyngd gefa þeim mikinn stöðugleika og ganghraða í straumþunga Atlantshafsins. Bátarnir eru einstaklega vel hannaðir og ríkulega útbúnir. Galeon skemmtibátar 290 HT 330 FLY/HT 390 FLY/HT 530FLY Regal hrað- og sportbátar hafa verið framleiddir í Bandaríkjunum frá 1968. Á síðustu þremur árum hefur Regal hlotið alls fimm J.D. Power neytendaverðlaun og er fyrsti framleiðandinn til að vinna tvenn verðlaun tvö ár í röð. Regal sportbátur FasTrack 1900/2200/2450 Limited Editionpakki Galia vatna- og sjóbátar FasTrack 1900/2200/2450 Galia bátarnir eru einstaklega vel hannaðir, mjög sterk- byggðir, stöðugir og ráða yfir mikilli sjóhæfni. Galia bátarnir eru allir í hönnunarflokki C og henta því mjög vel til notkunar á bæði vatni og sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.