Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 18
18 28. júní 2008 LAUGARDAGUR Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. JOHN CUSACK LEIKARI ER 42 ÁRA „Þegar maður nær þeim áfanga að þurfa ekki að vera ástfanginn getur maður fyrst leyft ástinni að koma. Maður þarf bara að vera í fullri sátt við sjálfan sig áður – og það er geysi- langt ferli.“ Kvikmyndaleikarinn John Cusack er einn af heitustu pipar sveinum heims en enn í leit að ástinni og sennilega ekki búinn að finna sjálfan sig. MERKISATBURÐIR 1541 Klerkar Skálholtskirkju samþykkja nýja kirkjuskip- un og siðaskiptin hefjast. 1820 Sannað er að tómatur sé meinlaus mönnum og ekki eitraður. 1840 Efnt til fagnaðarhátíðar í Reykjavík í tilefni krýning- ar Kristjáns áttunda Dana- konungs. 1863 Fyrsta kirkja Akureyringa vígð. 1934 Hitler flýgur til Essen á „nótt hinna löngu hnífa“. 1941 Hestamenn fjölmenna til Þingvalla og verður það undanfari landsmóta. 1947 Landbúnaðarsýning opnuð í Reykjavík og 60.300 af 135.000 lands- mönnum sækja hana. 1973 Flugfélag Íslands og Loft- leiðir sameinast. Það var þennan dag fyrir 141 ári að Grímur Thomsen skáld og al- þingismaður keypti æskuheim- ili sitt að Bessastöðum og settist þar að ásamt eiginkonu sinni Jak- obínu Jónsdóttur. Grímur fædd- ist á Bessastöðum árið 1820, sonur gullsmiðsins og skólaráðsmannsins Þorgríms Tómassonar og Ingibjarg- ar Jónsdóttir konu hans. Saga Bessastaða nær allt frá landnámstíð til vorra daga, en rannsóknir fornleifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu íbúarnir settust þar að á land- námsöld og hefur búseta þar verið óslitin síðan. Á þjóðveldisöld bjó þar Snorri Sturluson, skáld og höfðingi, en eftir dauða Snorra sló Noregs- konungur eign sinni á staðinn. Síðari hluta mið- alda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi, en eftir einveldistöku Danakonungs urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amt- manns, allt þar til yfirstjórn landsins flutti til Reykjavíkur. Árið 1805 fluttist Hólavalla- skóli, þá eini lærði skóli landsins, til Bessastaða. Hann hlaut heitið Bessastaðaskóli og starfaði til 1846. Grímur fór ungur til náms við Hafnarháskóla þar sem hann nam lög, heimspeki og bókmenntir. Eftir árafjöld í útlöndum varð Grímur alþingismaður og bóndi að Bessastöðum á Álftanesi, en Grím- ur er enn í dag talinn eitt af höfuðskáldum Ís- lendinga. Hann lést árið 1896 og seldi ekkja hans Landsbanka Íslands Bessastaði. ÞETTA GERÐIST: 28. JÚNÍ 1867 Grímur Thomsen kaupir Bessastaði „Á fjórða afmælisdegi mínum var ég á leið til Ísa- fjarðar með afa, ömmu og frænku, en afi átti gamlan skrjóð sem hann ók vestur, fullum af vegaryki. Lítið var um brýr, yfir mörg vöð að fara, og í vestfirskri á festi hann bílinn. Úti í straumn- um var þá slegið upp afmæli, tekin upp Mackintosh-dós og lengi á eftir talað um að ég ætti afmæli í ánni, en ég fatt- aði ekki fyrr en löngu síðar að ég ætti minn eigin afmæl- isdag,“ segir brosmilt afmæl- isbarn dagsins, Ragnhildur Stefánsdóttir, myndhöggv- ari í Reykjavík. Hún rekur hið spennandi listamanna- hús Start Art á Laugavegi 12b ásamt fimm þjóðþekkt- um listakonum. „Mér finnst skrýtið að hafa lifað í hálfa öld. Er örugglega seinþroska og skil ekki enn hversu langan tíma það tekur að verða fullorðin. Sem barn stóð ég í þeirri trú að full- orðnir vissu allt um lífsins gang, en í raun veit maður fátt nema að lífið er krafta- verk og maður þarf að vanda sig að lifa því.,“ segir Ragn- hildur sem fæddist og ólst upp í höfuðstaðnum, en vann flest ungdómssumrin á Laug- arvatni við tilfallandi hótel- störf. „Ég var barnung þegar mamma sagði að ég ætti að verða myndhöggvari, en þá fylgdist hún með mér móta fígúrur í kertavax. Síðan fór ég á náttúrufræðibraut í MH og hugsa að ég hefði orðið líf- fræðingur ef ég hefði ekki sótt um Myndlista- og hand- íðaskólann og komist þar inn á nítjánda ári. Ég komst ekki hjá því að verða myndhöggv- ari. Hann bara bjó innra með mér. Ég vildi alltaf vinna í þrívídd því snerting við það áþreifanlega tengir mig við lífið, og í listinni hefur líf- fræðin alltaf fylgt mér; hvernig líkami og sál eru eitt og líffærakerfin fúnkera í samræmi við sálarlífið,“ segir Ragnhildur sem eftir meistaranám í Bandaríkjun- um hóf að höggva fígúrur úr niðurbútuðum og endursam- settum líkömum. „Þú segir mig unglega miðað við árafjöld, en mér þykja allar listakonur hald- ast unglegar lengi. Kannski listagyðjan fari svo mjúkum höndum um okkur. Því miður eru konur á miðjum aldri úr leik í íslensku þjóðfélagi vegna æskudýrkunar. Það er sorglegt, þá eru þær kraft- meiri og fegurri en nokkru sinni.“ thordis@frettabladid.is RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR MYNDHÖGGVARI: 50 ÁRA Afmæli í vestfirskri á LIFAÐ Í HÁLFA ÖLD Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari í stofunni heima með fimm af sínum fallegu og forvitnilegu fígúrum. Veggmynd- in í bakgrunni er einnig eftir Ragnhildi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Baldur S. Kristensen sem lést laugardaginn 21. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á félag aðstandenda Alzheimersjúklinga. Helga Kristinsdóttir Kristinn Baldursson Hulda Guðný Ásmundsdóttir Ingibjörg Baldursdóttir Finnur Magni Finnsson afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, Sigríður Ragna Júlíusdóttir frá Stafholti, Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi 25. júní sl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Júlíus A. Sveinsson Ragnar Sveinsson Sveinn S. Sveinsson Birgir Sveinsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Kæru ættingar og vinir. Af öllu hjarta þökkum við ykkur öllum sem sýnt hafið okkur ástvinum Þórs Willemoes Petersen samúð og vinarhug við andlát hans. Vinum Þórs eru færðar innilegar þakkir fyrir einstakan þátt þeirra við fráfall hans. Andrési Ragnarssyni færum við fjöl- skyldan bestu þakkir fyir áralangan stuðning og hlýju. Ólafi Gísla lækni og Sigrúnu hjúkrunarfræðingi og öðru starfsfólkii Barnaspítala Hringsins færum við alúðarþakkir fyrir einstaka umhyggju við Þór og okkur ástvini hans. Það fæst aldrei fullþakkað. Bestu þakkir til SKB og Liverpoolklúbbsins á Íslandi fyrir sýndan hlýhug og stuðning. Guð blessi ykkur öll. You’ll never walk alone. Sigrid Foss Guðmundur Jónsson Þóra Antonsdóttir Friðþjófur Sigurðsson Per Willemoes og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga Þorleifsdóttir frá Uppsölum, Svarfaðardal, lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. júní síðastliðinn. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 3. júlí kl. 15.00. Jón Leifur Óskarsson Lára Valgerður Ingólfsdóttir Selma Jónsdóttir Hildur Jónsdóttir Sigmundur Karl Ríkarðsson Magnea Björg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, Jón Ólafsson frá Kirkjulæk, sem andaðist á líknardeild Landspítalans aðfaranótt 24. júní verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð fimmtudaginn 3. júlí kl. 11.00. Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir Sveinbjörg Jónsdóttir Signý Rós Jónsdóttir Samúel Ingi Guðmundsson Ómar Smári Jónsson Andri Geir Jónsson Agnes Helga Steingrímsdóttir Patrik Þór Leifsson María Jónsdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Sigríður Theódóra Jónsdóttir frá Lunansholti, Frostafold 85, Reykjavík, lést fimmtudaginn 26. júní á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Jóna Guðrún Ólafsdóttir Óttar Guðmundsson Sigríður Theodóra Egilsdóttir Hörður Guðmundsson Snorri Freyr Harðarson og systur hinnar látnu. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Vébjörn Eggertsson rafvirkjameistari, Skarðshlíð 34 a, Akureyri, lést 24. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 4. júlí kl. 13.30. María Árnadóttir Hallgrímur Eggert Vébjörnsson Halldóra Vébjörnsdóttir Baldur Guðlaugsson Unnur Elva Vébjörnsdóttir Jóna Guðrún Vébjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. timamot@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.