Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 20
20 28. júní 2008 LAUGARDAGUR Þ etta hefur verið ærið verkefni,“ segir Þór- hallur Ólafsson sem hefur síðastliðin þrjú ár sigrað sér- hvern fjallstind sem frá er greint í bók Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þor- leifssonar, Íslensk fjöll, alls 151. Þórhallur hefur á leið sinni á tindana klifið nær tíu þúsund metra og gengið tæplega 1800 kílómetra sem jafngildir göngu hringinn í kringum landið og aftur til Akureyrar. Þeir félagar gengu á Baulu í vikunni til þess að marka tíma- mótin og vekja athygli á bókinni, sem vonir standa til að komi bráð- lega einnig út á ensku. Björgunarsveitin til hjálpar Margir tindar standa upp úr hjá Þórhalli eftir að hafa gengið á alla 151 en gangan á Grendil í Vatna- jökli er þó sérlega eftirminnileg. „Við lentum í slæmu veðri á leiðinni og höfðum ekki þann búnað sem þurfti til að standa óveðrið af okkur,“ segir Þórhallur. „Björgunarsveitin kom okkur þá til hjálpar og færði okkur gas og búnað til að hafast við í tvo daga. Þá daga fengum við besta veður sem hægt er að fá á fjöllum og ferðin varð alveg ógleymanleg.“ Ævintýri á oddmjóum tindi Ara Trausta Guðmundssyni er sérlega eftirminnileg ganga á áður óklifinn tind við suðurjaðar Vatnajökuls. „Þetta var spennandi klifur og löng ganga á afar fallegt fjall sem er 1324 metra hátt og gnæfir yfir Kálfafellsdal í Suðursveit. Tind- urinn var svo uppmjór að aðeins einn okkar í einu gat kropið þar og haldið sér fast,“ segir Ari. Í fárviðri á Hvannadalshnúk „Þetta var alveg einstök lífs- reynsla sem ég man meðan ég lifi,“ segir Pétur Þorleifsson um fjallgöngu á Hvannadalshnúk að vetrarlagi fyrir mörgum árum en það var fyrsta ganga hans á háa tinda. Pétur nálgast nú 75 ára ald- urinn og hefur síðan gengið á hnúkinn fjórum sinnum en þetta fyrsta skipti er alltaf eftirminni- legt. „Við hrepptum fárviðri uppi í fjallinu og urðum að fara út í nótt- ina og hlaða í kringum tjöldin,“ segir Pétur. „Veðrið stóð alla nótt- ina og allan daginn eftir en þar næsta dag birti loks og við gengum á hnúkinn í glampandi veðri.“ Þessi fjallganga var merkileg fyrir margra hluta sakir, að sögn Péturs, en einkum þó að þetta var í fyrsta skipti sem gist var í tjöld- um að vetrarlagi uppi á jökli. Veðrið stóð alla nóttina og all- an daginn eftir en þarnæsta dag birti loks og við gengum á hnúkinn í glampandi veðri. Göngunni á alla tindana lokið Þórhallur Ólafsson göngugarpur hefur síðastliðin þrjú ár gengið á alla tindana sem nefndir eru í bókinni Íslensk fjöll eftir Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. Þeir félagarnir gengu á Baulu á fimmtudaginn til að marka tímamótin. Helga Tryggvadóttir ræddi við þá garpana um sérstaklega eftirminnilegar fjallgöngur eftir að fjöldamargir tindar hafa verið unnir. BAULA Þórhallur kleif fjallið ásamt höfundum bókarinnar Íslensk fjöll, þeim Ara Trausta Guðmundssyni og Pétri Þorleifssyni, í síðustu viku. KERLINGAFJÖLL Þórhallur Ólafsson í Kerlingarfjöllum. Á rétt rúmum þremur árum lagði Þórhallur að baki einn tind í viku og kleif tíu kílómetra af fjöllum. UPPI Á BAULU Þórhallur Ólafsson kleif Baulu í vikunni og hafði þá klifið tindana, alls 151. Hér sést Þórhallur á toppnum ásamt Guðmundi Frey Jónssyni og Jóni Helga Guðmundssyni. MYND/GUÐMUNDUR FREYR JÓNSSON STÖNG Í BERUFIRÐI Þórhallur ásamt Jóni Helga Guðmundssyni og Guðmundi Frey Jónssyni sem gengu saman á Stöng í Berufirði en það hefur örsjaldan verið gert áður. MYND/GUÐMUNDUR FREYR JÓNSSON ■ Snæfellsjökull ■ Hrútfellstindar ■ Herðubreið ■ Stöng ■ Þverártindsegg ■ Dyrfjöll ■ Hrútfjallstindar ■ Eyjafjallajökull ■ Arnarfell hið mikla Skemmtilegar gönguleiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.