Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 24
24 28. júní 2008 LAUGARDAGUR F yrir fólk sem langar til að venja sig af einkabílnum er kannski ágætt að byrja á því að taka strætó. Í honum má slappa af og lesa blaðið eða horfa bara út um gluggann. Meðan farþeginn hugsar sitt er maður á launum við stýrið og hann tekur á sig þá áþján að hafa áhyggjur af því að fara yfir um á næsta ljósi. En fyrir þá sem búa nálægt vinnustaðn- um er auðvitað gráupplagt að ganga svolít- ið meira. Hugsuðir og listamenn dásama gjarnan gönguferðir í endurminningum sínum. Á göngu fá þeir sínar bestu hug- myndir. En upp á líkama og sál og tíma og sparn- að að gera eru hjólreiðar líklega einn besti ferðamátinn. Þó skyldi maður ætla það óðs manns æði að fara allra sinna ferða á reiðhjóli, sér- staklega í einkabílaborginni ógurlegu, Reykjavík? „Ég bý í Norðlingaholti og á ekki bíl. Ég hjóla allt árið. Þetta var nú frekar harður vetur í fyrra, en ég fór aldrei á bíl í vinn- una,“ segir Pétur Þór Ragnarsson, formað- ur Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Hann telur ofsögum sagt hversu erfitt sé að vera á hjóli. Með viljann að vopni sé það í raun lítið mál og ánægjulegt. Magnús Bergsson, sem er stjórnarmað- ur í Landssamtökum hjólreiðamanna, tekur í sama streng. „Í hvert sinn sem ég stíg upp í bíl kemur mér á óvart hvað það er erfitt að komast um í borginni,“ segir hann. „Það er allt önnur mynd en af hjólinu. Á því er maður fljótur milli staða.“ Út í veður og vind En hvað með veðrið? Þetta er alræmt rokrassgat þessi borg og oft rigning líka eða snjór. Er ekki skelfilegt að hjóla hérna? „Eftir að trén komu og hlýnaði er veðrið allt annað hérna og miklu minni vindur. Reyndar er kjörið að hjóla á Íslandi því hér er hvorki of kalt né of heitt. Við þurfum því ekki að kvarta. Þetta er til dæmis erfiðara í hitanum á Spáni,“ segir Magnús, sem hefur hjólað í áratugi. Hjólreiðar að vetri til séu þó óskemmti- legri en þær þyrftu að vera, því göturnar eru saltaðar og bílarnir á nagladekkjum. Útkoman geti því verið mjög sóðaleg. Burt- séð frá sóðaskapnum og bílamengun getur hjólreiðamaðurinn sjálfur notið hverrar árstíðar. Nú eru til dæmis komin ending- argóð nagladekk fyrir hann, og ódýr. Garpurinn Pétur Þór bætir við að Reykja- vík sé tiltölulega flöt borg og því bara nokkuð hentug til hjólreiða. „Það er eiginlega bara ein raunveruleg brekka og hitt lít ég á sem hraðahindranir. Og við regni er til ótrúlega góður fatnaður. Það er lítið mál að klæða það af sér.“ Bílatískan Ein kenning um orsakir þess að Íslending- ar hjóla lítið er að þeir séu hégómlegir. Bíllinn sé íslensk úlpa og fólk vilji vera klætt í sumarjakka og mínípils allan ársins hring. „Já, fólk er hrætt við að blotna og hrætt við að hárið ruglist,“ segir Pétur. Í nágrannalöndunum, þar sem hann er kunn- ugur, klæði fólk sig hins vegar eftir veðri. En það er greinileg heilbrigðisvakning í samgöngumálum, að minnsta kosti hjá almenningi. Tískan virðist vera að breytast í þá átt- ina að stórir jeppar séu ekki bara meng- andi og hættulegir öðrum bílum, heldur beinlínis kjánalegir í innanbæjarakstri. Ef til vill verður það ekki bara bensín- verð og hollusta heldur líka tískan sem fær prúðbúna Íslendinga út úr skriðdrekunum og aftur í hnakkinn? Nýja hugsun, takk „Ég gerði það sem barn og unglingur að hjóla á Miklubrautinni en ég geri það helst ekki í dag. Þá voru bílar miklu færri og bannað að hjóla á gangstéttum. En svo var ákveðið 1981 að hjólin mættu vera á gang- stéttum. Það var röng ákvörðun,“ segir Magnús Bergsson. „Það er nefnilega miklu öruggara að hjóla á götum en á gangstétt. Við viljum því fá hjólin aftur á göturnar.“ Helsta vandamál hjólreiðamanna virðist ekki vera einkabíllinn, heldur samgöngu- hugsun borgar og ríkis. Umferðarmenning tekur mið af einka- bílnum og að hann komist áreynslulaust milli staða. Helst án þess að bílstjórar þurfi að hugsa. Íslendingar setjist aftur í hnakkinn Hjólreiðamenn segja Ísland kjörið land fyrir hjólreiðar, betra en mörg Evrópulönd. Reykjavík sé alls ekki slæm heldur. Veður- far í borginni hafi batnað mikið. En íslensk samgöngustefna gerir vart ráð fyrir hjólum. Þau eru best séð uppi á gangstétt þar sem þau flækjast ekki fyrir bílum. Klemens Ólafur Þrastar- son tók púlsinn á hjólreiðamönnum, sem eyða ekki einni ein- ustu krónu í bensín. MAGNÚS BERGSSON Segir sjaldnast hlustað mikið á rödd hjólreiðamanna þegar ákvarðanir um sam- göngur eru teknar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PÉTUR ÞÓR RAGNARSSON Formaður Fjallahjólaklúbbsins hjólaði hvern dag úr Norðlingaholti og í vinnuna í vetur. Hann gefur lítið fyrir að erfitt sé að hjóla í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostaði milli 770.000 og 1,5 milljónir að reka bíl í eitt ár á Íslandi, miðað við kostnað í janúar síðastliðnum. Þær tölur hafa hækkað síðan, og sérstaklega vegna hærra bensínverðs. Miðað við að meðallaun séu ekki langt frá 350.000 krónum væri hægt að lengja sumarfríið umtalsvert með því að leggja bílnum. Hægt er að kaupa nýju City-Surfer hjólin í Hljómalind á Laugaveginum á litlar 12.500 krónur. Útilíf selur hjól frá 30.000 krónum og verslanir eins og Húsa- smiðjan og Byko selja fjallahjól fyrir fullorðna frá sirka 19.000 krónum. Ódýr hjól fást auðvitað líka í sérhæfðum hjólabúðum, svo sem Markinu, Erninum og G.Á.P. En í þeim er einnig hægt að fá ofurhjól sem kosta hátt í þrjú- hundruð þúsund krónur. Og þar kann starfsfólkið að hjóla. ➜ MÁNAÐA SUMARFRÍ Í SPARNAÐ ➜ GÍSLI HJÓLAR Í RÍKIÐ Svo skemmtilega vildi til að Gísli Mart- einn Baldursson, formaður umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur, var staddur á hjólaferðalagi með fjölskyldu sinni í Búrgúnd- arhéruðum Frakklands, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Hann er afar jákvæður á framtíð hjólreiða í landinu. „Reykjavík er frábær hjólreiðarborg. Og nú höfum við margfaldað framlög til þessara samgangna. Við erum að setja hundruð milljóna í að rífa þetta upp,“ segir hann. Gísli nefnir sem dæmi sérstakan hjólreiðarstíg milli Ægissíðu og upp í Elliðarárdal. „Þessi leið átti nú alltaf að vera ein af aðalæðum borgarinnar, þangað til flugvöll- urinn kom. En við erum að skoða þetta frá grunni og ætlum að hafa hann eins beinan og kostur er, slétta brekkur og jafnvel hita hann upp sumstaðar,“ segir Gísli, sem er einnig að skoða hjólreiðastíga við Suðurgötu og á fleiri stöðum. Hann sér til dæmis fyrir sér að Ósabraut, sem er á aðalskipulagi og mun liggja úr Graf- arvogi og framhjá Geirsnefi, verði eingöngu hjólreiðagata. „Og þetta mun gjörbreyta því hvernig litið er á hjólreiðar þegar fólk getur hjólað beint í miðbæinn úr Grafarvogi,“ segir hann. Spurður um hlut ríkisins í þessu var svarið fljótt að koma. „Ríkið hjálpar ekki með nokk- urn skapaðan hlut í þessum málum. Ef fólki þar er alvara með að auka hlut vistvænna samgangna ætti ríkið að líta sér nær. Ríkið styður bara ekki við almenningssamgöngur hér í borg þótt það geri það úti á landi. Þessar forgangsakreinar strætisvagna og hjóla eru greiddar af okkur að langmestu leyti, en ríkið borgar bara fyrir götur fyrir bíla.“ Í Frakklandi hjólar Gísli á miðjum veginum með konu sinni. Dæturnar eru hægra megin. „Það er miklu öruggara þegar bílarnir koma að ég líti bara á mig sem bíl á veginum, frekar en að þeir séu að fara fram úr mér á mikl- um hraða.“ Bílstjórarnir sýni þeim þó mestu kurteisi. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra, segir að engir peningar séu fráteknir fyrir hjólreiðastíga á samgönguáætlun enn sem komið er. Hins vegar sé svigrúm með nýrri heimild í vega- lögum til að ríkið geti brugðist við þessu í samstarfi við sveitar- félög. Róbert segir að ekki hafi verið rætt sérstak- lega í ráðuneytinu að efla gerð hjólreiðastíga. „En mikil aukning á ferðalögum hjólandi fólks á þjóðvegunum á reiðhjólum gerir það að verkum að þetta er nokkuð sem menn ættu að skoða,“ segir hann. Um vegi innan höfuðborgarsvæðisins, sem gætu fallið undir ráðuneytið að styrkja, segir hann að skipulagið kæmi þá frá borginni fyrst. Hjólreiðastígar hafi hingað til verið algjörlega á hendi sveitarfélaganna. GÍSLI MARTEINN BALDURSSON RÓBERT MARSHALL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.