Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 26
[ ] Flugmálastjórn Keflavíkur- flugvallar fékk á dögunum afhentan DAF CF 75 vörubíl frá Vélaborg ehf. „Þetta er 360 hestafla vörubíll með pall sem getur sturtað á þrjá vegu. Hann er með krana og krabba á honum. Fullkomin fjarstýring er á krananum sem getur stýrt bæði krana, krabba og snúningi vélar á bíl,“ segir Unnar Steinn Jónsson söluráðgjafi Flutningadeildar hjá Vélaborg. Daf-verksmiðjurnar eru hluti af Paccar-samsteypunni og er vélin í bílnum sérlega sparneytin. Hún er 9,2 lítrar og er togið nýtt eins vel og hægt er, en hún togar 1450 nm í tólf hundruð snúningum. Vélin er með Euro 5-stöðlum sem gerir það að verkum að hún stenst mengunar- kröfur sem verða innleiddar 2010. Byltingarkenndast við bílinn er þó sjálfskiptingin sem er einn takki í mælaborðinu og stýrir hann tölvu sem velur þann gír sem hentar að hverju sinn. „Vélaborg hefur afhent marga Daf-vörubíla og viðskipta- vinirnir hafa verið mjög ánægðir og þá aðallega með sparneytnina og þægindin. Daf er fyrirtæki sem vinnur að því að bílstjórinn hafi það sem allra best í vinnunni. Í bílnum er einnig fullkomin aksturtölva sem segir til um flesta þætti bílsins, eldsneytiseyðslu, viðhald og vega- lengdir,“ segir Unnar. Bíllinn verð- ur notaður í þau verkefni sem til falla á flugbrautunum. mikael@frettabladid.is Sparneytinn vörubíll Vinsælastur í Rússlandi Í RÚSSLANDI HAFA VOLVO-BÍLAR NOTIÐ MIKILLA VINSÆLDA AÐ UNDANFÖRNU OG RAKA ÞEIR AÐ SÉR VERÐLAUNUM. Volvo XC90 jeppinn hlaut nýlega verðlaun sem besti jeppinn í Rússlandi. Þetta er ekkert nýtt enda hlaut hann sömu verðlaun árið 2005 og 2007. Vinsældir Volvo í Rússlandi eru miklar og hefur bíllinn aldrei verið jafn vin- sæll og nú. Haft er eftir fjölmiðlafulltrúa Volvo í Rússlandi að samkeppnin sé hörð og afar jákvætt að tróna í efsta sæti. Rússneskir bíleigendur völdu Volvo XC90 einnig bestu kaupin á bílamark- aðnum en það er 4X4 klúbburinn í Rússlandi sem heldur keppnina um bestu kaupin. Að þessu sinni voru um hundrað bílar tilnefndir og sextán komust í úrslit. - mmr Nýr vörubíll Flug- málastjórnar er sérlega sparneytinn. Brúsa með vatni er gott að hafa alltaf í bílnum. Vatnið getur til dæmis komið sér vel ef einhver verður þyrstur. KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Bón og bílhreinsivörur Bónval Súðavogi 32, 104 Reykjavík S: 557 6460
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.