Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 32
● heimili&hönnun Á flestum heimilum er barist um einhverja hluti. Hver kannast annars ekki við að berjast um besta sætið í sófanum eða ríf- ast um það hver eigi að vaska upp eða þurrka leirtauið, svo dæmi séu tekin. Átökin standa oft milli kynjanna og er gjarn- an ýmsum bellibrögðum beitt til að fara með sigur af hólmi. Sumir reyna að setja einhvers konar reglur til að skipta heimilis- verkum á milli kynjanna, eins og félagi minn sem hélt því fram að eina heimilisverk karlmannsins væri að skipta um sjónvarpsstöð, konan ætti að sjá um rest. Auðvitað stóð sá töffaraskapur ekki lengi yfir og nú er hann jafnspakur og blindra- hundur. Sjálfur hef ég alla tíð verið mikill snyrtipinni eins og þeir sem til mín þekkja vita (nú glottir móðir mín sjálfsagt við lestur þessa pistils og hugsar með sjálfri sér: „Já, Mikael, þú hefðir nú átt að búa með þér hér á árum áður“). Ég hef því ekki nennt neinu óþarfa ströggli um hvernig sé best að skipta með sér heimilisverkunum, heldur inni þau vel flest af hendi þótt þau falli mér misvel í geð. Baráttan geisar engu að síður á mörg- um heimilum. Þannig eru því miður sumir kúgaðir til að sjá um öll leiðinlegu heimil- isverkin; fá aldrei besta sætið í sófanum eða þurfa alltaf að þurrka leirtauið í stað þess að vaska upp. En ótrúlegt er hversu algengt vandamál þetta er á tímum þegar jafnrétti kynjanna hefur aldrei verið í eins góðum farvegi. Sjónvarpsáhorf er líka algengt bitbein á heimilum. Oft eru tækin tvö, annað í stofunni og hitt í svefnherberginu, en læknar og aðrir sérfróðir menn hafa rannsakað og tekist að sanna að sjónvörp inni í svefnherbergjum séu ávísun á lítinn svefn og kynlíf og almenna van- líðan (þótt það eigi að sjálfsögðu ekki við í mínu tilfelli). Sérfræðing- arnir hafa hins vegar ekki tekið með í dæmið átökin sem geta brot- ist út þegar eitt sjónvarp er á heimilinu og heimilisfólk ósammála um hvað eigi að horfa á. Já, fátt bendir til þess að baráttunni linni á næstunni. Ég neyðist því víst til að halda áfram að safna mér inn punktum með kúst og ryksugu að vopni til að fá besta sætið í sófanum og fjarstýringuna að auki. Enda uppsker maður víst eins og maður sáir. Hinir hæfustu lifa af Sumir reyna að setja einhvers konar reglur til að skipta heimilisverk- um á milli kynjanna. Eins og félagi minn sem hélt því fram að eina heimilisverk karlmanns- ins væri að skipta um sjónvarpsstöð, konan ætti að sjá um rest. Auð- vitað stóð sá töffara- skapur ekki lengi yfir og nú er hann jafnspakur og blindra hundur. HEIMILISHALD MIKAEL MARINO RIVERA Guðný Ólafía Pálsdóttir, ein af for- svarskonum söfnunarátaksins Á allra vörum, sem hrundið var af stað til kaupa á nýjum stafrænum röntgenbúnaði sem greinir brjósta- krabbamein, er mikil félagsvera og á málverk því til staðfesting- ar. „Vinur mannsins míns, Guð- mundur Björgvinsson listmálari, málaði verkið handa okkur hjón- um og er það að ég held táknrænt fyrir okkur. Það er litríkt og á því er fullt af fólki,“ segir Guðný, sem kveðst vera mjög félagslynd. „Ég sækist eftir því að gera eitt- hvað með góðu og skemmtilegu fólki eins og sést á söfnunarátak- inu,“ segir hún, en yfir 35 milljón- ir króna söfnuðust í tengslum við Á allra vörum, sem sýndur var á Skjá einum í síðustu viku. Henni þykir afar vænt um mál- verkið. „Það er risastórt og ætti vel heima á safni.“ Undir myndinni er nýlegur sófi úr Natuzzi en við hlið hans er Guðný með lítið stofuborð frá föðurömmu sinni. „Það hefur verið í ættinni í yfir 90 ár en er framúrstefnulegt miðað við hversu gamalt það er og meðal annars með ljósi inni í.“ Guðný segist hafa gaman að því að byggja, græja og gíra á heimil- inu en segir þó ýmislegt hafa breyst í gegnum tíðina. „Hérna áður fyrr þurfti allt að vera klippt og skorið og hver hlutur á sínum stað en svo er lífið bara ekki þannig. Nú reyni ég bara að hafa reglu í óreglunni.“ Guðný, sem er samstarfskona og góð vinkona Gróu Ásgeirsdóttur, upphafskonu Á allra vörum, segir að nú sé átakið orðið að góðgerð- arfélagi helgað konum og börnum. Að söfnunarþættinum fr átöldum hefur fjármunum verið safnað með því að selja varagloss frá Yves Saint Laurent og var Dorrit Mouss- aieff forsetafrú afhent tuttuguþús- undasta glossið í vikunni. Salan, sem fer fram um borð í vélum Ice- landair, í fríhöfnum Flugfélags Ís- lands og hjá Krabbameinsfélaginu, hefur að sögn Guðnýjar farið fram úr björtustu vonum. - ve Táknrænt málverk ● Guðný Ólafía Pálsdóttir fékk stærðarinnar málverk að gjöf frá vini sem lýsir henni vel. Guðný og eiginmaður hennar fengu stóra málverkið að gjöf frá Guðmundi Björgvins- syni. Stofuborðið við hlið sófans er um níutíu ára gamalt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM● Forsíðumynd: Arnþór Birkisson tók mynd í barnaherbergi Samskipa Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@ frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönn- uður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. SUMARHÚS OG FERÐALÖG Alvöru kælibox 12v / 24v/ 230v Mjög sparneytin. Zero gaskæliskápur Áriðill 12v í 230v 110w Olíu ofn Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w Gasofn Coolmatic 12v ísskápar m/ kælipressu Gas vatnshitarar 5 - 14 l/mín Kælibox gas/12v/230v Gas eldavélar og helluborð Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. Þunnar 75 - 130w B Útisturta ● DEMANTUR Í HÚS OG GÓÐA GARÐA Þessi garðbekk- ur minnir á risavaxinn strákúst sem sveiflast um gólfin. Hann er úr Spirit Song-línu hönnuðanna hjá Diamond Teak og handsmíðaður úr gylltu tekki. Hönnunin sýnir vel einstaka áferð viðarins og festingar úr ryðfríu eðalstáli tryggja viðhaldsfría framtíð. Sígild fegurð sem stenst tímans tönn og má jafnt nota úti sem inni. Fæst á www.diamondteak.com. 28. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.