Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 36
● heimili&hönnun Vegna Ólympíuleikanna í ár hefur Peking tekið á sig framtíðarlega mynd með nýstár- legum byggingum og glerhýsum. Ævaforn menning Kínverja er þó ekki látin víkja því á einu glerhýsinu er stórt gat svo að drekar geti flogið þar í gegn. Þar eru höfuðstöðvar CCTV, sem rekur sjö sjónvarpsstöðvar með útsendingar um allan heim, meðal annars á Íslandi. Kínversk stjórnvöld hafa lagt milljarða í byggingu á þessum glæsihýsum og ber þar hæst íþróttaleikvanginn sem arkitektarn- ir Herzog og de Meuron hönnuðu og kallað- ur er Fuglshreiðrið, en hann lítur út eins og stórt hreiður. Leikvangurinn tekur um 100 þúsund manns í sæti og þar mun opnunar- hátíð Ólympíuleikanna fara fram. Í grennd við leikvanginn er síðan að finna Vatnskubbinn, sundhöll Ólympíuleikanna. Ferköntuð bygging sem virðist alsett vatns- bólum eða sameindamódelum og gæti allt eins átt heima í vísindaskáldsögu. Hún er þó hönnuð með kínverskar goðsagnir og hefðir í huga þar sem kassalega formið er eitt frummótið. Eggið er ein byggingin sem boðar breytta tíma í Peking, en var þó ekki sérstaklega reist fyrir Ólympíuleikana. Eggið er óperu- hús borgarinnar og eins og nafnið bendir til er það egglaga. Við hönnun hússins var reynt að ögra umhverfinu ekki um of og láta það falla vel inn í. Ekki eru borgarbúar þó á eitt sáttir um hversu vel tókst til. Peking státar því nú af risastóru hreiðri, eggi og flugleið fyrir dreka sem vísar til þess að goðsögur og ævintýri ráða för í kín- verskri byggingarlist nútímans þótt stál, gler og víravirki segi annað. - keþ Glerhýsi hindra ekki flug drekans ● Framtíðin í byggingarlist skýtur rótum í hinni fornu borg Peking þar sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. Kínversk stjórnvöld hafa varið millj- örðum í byggingarframkvæmdir þar sem hefðir og nýir tímar togast á. Íþróttaleikvangur Peking verður miðdepill Ólympíuleikanna. Hann kallast Fuglshreiðrið og er hannaður af hinum heimsþekktu arkitektum Herzog og de Meuron. Sundhöll Peking kallast Vatnskubburinn og lítur út eins og vatnsfylltur kassi. Útveggir kubbsins geta skipt litum, auk þess sem hægt er að nota þá sem risaskjái. Eggið er óperuhús Peking, sem hannað var með tilliti til umhverfisins. Húsið mátti ekki raska jafnvægi þess en sumir íbúar Peking telja það of nútímalegt. NORDICPHOTOS/GETTY Senlin Gongyuan Nanmen-neðanjarðarlestarstöðin á að þjóna nýrri lestarleið vegna Ólympíuleikanna. Hér sést innan í glæsilegan íþróttaleikvanginn í Peking. 28. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.