Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.06.2008, Blaðsíða 38
● heimili&hönnun „Fólk hugsar pínulítið meira út í það hvað passar við húsið,“ segir Birkir Einarsson landslagsarkitekt. „Stíllinn er ekki leng- ur eins og algengt hefur verið undanfarin ár, það er þessi mjúku form og að garður- inn taki á sig aðra formgerð en húsið sjálft. Margir sáu garðinn sem villta náttúru, sem væri óháð húsinu.“ Hann bætir við að sumir hafi þó ekki horft eins mikið í náttúrutenginguna heldur látið garðinn taka mið af arkitektúr hússins, og það sé að færast í aukana. „Nú er meira tekið mið af formi hússins. Það endurspegl- ast meira í garðinum. Með öðrum orðum eru línurnar orðnar örlítið stífari og aukinn ein- faldleiki birtist í hönnuninni.“ Birkir segir einfaldleikann einnig koma fram í gróður- vali í garðinn. „Fólk er ekki að búa til skóg í garðinum sínum.“ Samfélag nútímans er orðið hraðara og það endurspeglast í garðahönnun eins og öðru að sögn Birkis. „Garðurinn endur- speglar hvernig við lifum í dag; við höfum ekki tíma til neins en viljum samt hafa hann flottan. Við viljum hafa pall, grill í lagi og pott. Þetta þarf að vera heima og helst í sumarbústaðnum líka. Svo er það gamla góða sagan að umhirðan þarf að vera lítil sem engin. Það eru ekki margir sem nenna að vera á fjórum fótum að sinna garðinum,“ segir Birkir, en bætir við að garðar krefjist þó meiri viðhalds en áður. Spurður hvaða garðaskraut sé vinsælt segir Birkir fólk hrífast af öllu sem viðkem- ur vatni. „Spegiltjarnir eru vinsælar. Þetta eru tjarnir sem hafa gjarnan steypta um- gjörð og eru oft mjög grunnar. Vatnsflötur- inn í þess háttar tjörnum sýnir skýjafarið frekar en hreyfinguna á vatninu.“ - mmf Hús höfð til hliðsjónar ● Garðahönnun tekur í auknum mæli mið af byggingarlist, að sögn Birkis Einarssonar landslagsarkitekts. Birkir Einarsson landslagsarkitekt segir fólk hugsa um hvað passi við húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Meira mið er tekið af formi hússins í garðahönn- un í dag. Birkir segir ekki vinsælt að búa til skóg í garð- inum sínum. MYND/BIRKIR EINARSSONMY N D /B IR KI R EI N A RS SO N M YN D /B IR KI R EI N A RS SO N Garðurinn endur- speglar hvernig við lifum í dag að sögn Birkis. 28. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.